Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Upp­gjör fyrstu fimm um­ferða Bestu deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aldís Guðlaugsdóttir kom mikið við sögu.
Aldís Guðlaugsdóttir kom mikið við sögu. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson

Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum.

Ásamt Helenu Ólafsdóttur, þáttastjórnanda, voru Ásgerður Stefanía Baldursdóttir – betur þekkt sem Adda – og Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir, oft þekkt sem DJ Gugga, með í þættinum sem og Mist Rúnarsdóttir var á sínum stað.

Þær Adda og Gugga voru ekki alveg sammála þegar kom að liði ársins. Báðar voru þó með tvo Valsara, fjórar úr Blikum og sama markvörð. Einnig völdu þær hvaða þrjár hefðu spilað best til þessa. Þar voru þær sammála um eina en bæði Adda og Gugga völdu leikmann úr Breiðabliki, FH og Þrótti Reykjavík.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Uppgjörið: Leikmannaverðlaun fyrstu fimm umferðanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×