Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Árni Sæberg skrifar 14. maí 2025 20:22 Hæstiréttur hefur ákveðið að taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi í máli flugumferðarstjóra á hendur félaginu. Landsréttur taldi Isavia ekki hafa mátt segja manninum upp af þeim sökum einum að hann væri orðinn 63 ára. Í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi segir að málið hafi lotið að kröfu flugumferðarstjórans um að viðurkennt yrði að Isavia hefði verið óheimilt að binda enda á störf hans hjá félaginu á grundvelli tiltekinnar greinar í kjarasamningi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia frá árinu 2011, sem síðar hefði verið framlengdur með tilgreindum breytingum á árunum 2016, 2020 og 2021. Héraðsdómur og Landsréttur ósammála Héraðsdómur hefði sýknað Isavia af kröfum flugumferðarstjórans en Landsréttur hins vegar talið kjarasamningsákvæðið ekki veita því stoð að binda enda á störf flugumferðarstjórans hjá Isavia þegar hann hefði náð 63 ára aldri. Í dómi Landsréttar hefði komið fram að ekki væri unnt að leggja þá merkingu í umþrætt kjarasamningsákvæði að starfslok skyldu verða við tiltekinn aldur. Þvert á móti mælti það fyrir um að starfslok yrðu við réttindamissi flugumferðarstjóra. Ekki væri fjallað um réttindi til að starfa sem flugumferðarstjóri í kjarasamningnum en reglur um þau réttindi og takmörk þeirra hefðu aftur á móti verið í lögum um loftferðir og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra. Eftir að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum hefði verið breytt 2017 og 2018 hefðu starfsréttindi flugumferðarstjóra ekki verið háð neinum aldurstakmörkunum. Því hefði viðurkenningarkrafa flugumferðarstjórans því verið tekin til greina. Fordæmisgefandi fyrir stöðu allra flugumferðarstjóra Isavia hefði byggt á því að niðurstaða málsins væri fordæmisgefandi um réttarstöðu flugumferðarstjóra hjá félaginu. Allir flugumferðarstjórar á Íslandi, um 150 talsins, starfi hjá félaginu eða systur- eða móðurfélagi þess. Niðurstaða Landsréttar fæli í sér óvissu um starfslokaaldur flugumferðarstjóra sem hefði hingað til miðast við 63 ár. Þá hefði niðurstaða málsins fordæmisgildi um lagalega stöðu kjarasamninga og hvort frelsi til kjarasamningsgerðar takmarkist af fyrirmælum reglugerðar. Að lokum hafi Isavia talið þá niðurstöðu Landsréttar að kjarasamningsákvæðið mælti ekki fyrir um starfslok flugumferðarstjóra við 63 ára aldur bersýnilega ranga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að dómur í því hefði verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi segir að málið hafi lotið að kröfu flugumferðarstjórans um að viðurkennt yrði að Isavia hefði verið óheimilt að binda enda á störf hans hjá félaginu á grundvelli tiltekinnar greinar í kjarasamningi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia frá árinu 2011, sem síðar hefði verið framlengdur með tilgreindum breytingum á árunum 2016, 2020 og 2021. Héraðsdómur og Landsréttur ósammála Héraðsdómur hefði sýknað Isavia af kröfum flugumferðarstjórans en Landsréttur hins vegar talið kjarasamningsákvæðið ekki veita því stoð að binda enda á störf flugumferðarstjórans hjá Isavia þegar hann hefði náð 63 ára aldri. Í dómi Landsréttar hefði komið fram að ekki væri unnt að leggja þá merkingu í umþrætt kjarasamningsákvæði að starfslok skyldu verða við tiltekinn aldur. Þvert á móti mælti það fyrir um að starfslok yrðu við réttindamissi flugumferðarstjóra. Ekki væri fjallað um réttindi til að starfa sem flugumferðarstjóri í kjarasamningnum en reglur um þau réttindi og takmörk þeirra hefðu aftur á móti verið í lögum um loftferðir og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra. Eftir að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum hefði verið breytt 2017 og 2018 hefðu starfsréttindi flugumferðarstjóra ekki verið háð neinum aldurstakmörkunum. Því hefði viðurkenningarkrafa flugumferðarstjórans því verið tekin til greina. Fordæmisgefandi fyrir stöðu allra flugumferðarstjóra Isavia hefði byggt á því að niðurstaða málsins væri fordæmisgefandi um réttarstöðu flugumferðarstjóra hjá félaginu. Allir flugumferðarstjórar á Íslandi, um 150 talsins, starfi hjá félaginu eða systur- eða móðurfélagi þess. Niðurstaða Landsréttar fæli í sér óvissu um starfslokaaldur flugumferðarstjóra sem hefði hingað til miðast við 63 ár. Þá hefði niðurstaða málsins fordæmisgildi um lagalega stöðu kjarasamninga og hvort frelsi til kjarasamningsgerðar takmarkist af fyrirmælum reglugerðar. Að lokum hafi Isavia talið þá niðurstöðu Landsréttar að kjarasamningsákvæðið mælti ekki fyrir um starfslok flugumferðarstjóra við 63 ára aldur bersýnilega ranga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að dómur í því hefði verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira