Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2025 22:56 Árni Snær kom til bjargar. Vísir/Diego Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni til að slá 2. deildarlið Kára úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Valur nauman 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Þrótti Reykjavík. Kári sló út ÍR sem spilar í Lengjudeildinni í 32-liða úrslitum og eru þekktir fyrir að vera erfiðir heim að sækja í hinni víðsfrægu Akraneshöll. Benedikt Warén kom Stjörnunni yfir með frábæru marki undir lok fyrri hálfleiks en gestirnir áttu þó í erfiðleikum með að beisla orkuna í heimaliðinu. Varamaðurinn Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði svo metin fyrir Kára eftir rétt rúma mínútu inn á vellinum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þar sem mörkin voru ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að grípa til framlengingar. Þar kom Adolf Daði Birgisson gestunum úr Garðabæ yfir undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Mikael Hrafn Helgason jafnaði metin með skoti sem fór af varnarmanni á 117. mínútu. Þar sem staðan var jöfn þegar flautað var til loka framlengingar þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi í 8-liða úrslit. Stjarnan getur þakkað Árna Snæ Ólafssyni markverði fyrir en hann varði tvær vítaspyrnur og sá til þessa að Stjarnan slapp með skrekkinn. Á Hlíðarenda kom Patrick Pedersen heimamönnum í Val yfir þegar tæpar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Jónatan Ingi Jónsson forystu Vals en gestirnir gáfust ekki upp. Aron Snær Ingason minnkaði muninn og þá þurfti Frederik Schram, markvörður Vals, að taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þeim dansk-íslenska tókst að halda gestunum í skefjum og Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. 🥛Valur 2 - Þróttur 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaValur⚽️Patrick Pedersen ⚽️Jónatan Ingi JónssonÞróttur⚽️Aron Snær Ingason pic.twitter.com/ZTNDffALrH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025 Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Kári sló út ÍR sem spilar í Lengjudeildinni í 32-liða úrslitum og eru þekktir fyrir að vera erfiðir heim að sækja í hinni víðsfrægu Akraneshöll. Benedikt Warén kom Stjörnunni yfir með frábæru marki undir lok fyrri hálfleiks en gestirnir áttu þó í erfiðleikum með að beisla orkuna í heimaliðinu. Varamaðurinn Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði svo metin fyrir Kára eftir rétt rúma mínútu inn á vellinum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þar sem mörkin voru ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að grípa til framlengingar. Þar kom Adolf Daði Birgisson gestunum úr Garðabæ yfir undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Mikael Hrafn Helgason jafnaði metin með skoti sem fór af varnarmanni á 117. mínútu. Þar sem staðan var jöfn þegar flautað var til loka framlengingar þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi í 8-liða úrslit. Stjarnan getur þakkað Árna Snæ Ólafssyni markverði fyrir en hann varði tvær vítaspyrnur og sá til þessa að Stjarnan slapp með skrekkinn. Á Hlíðarenda kom Patrick Pedersen heimamönnum í Val yfir þegar tæpar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Jónatan Ingi Jónsson forystu Vals en gestirnir gáfust ekki upp. Aron Snær Ingason minnkaði muninn og þá þurfti Frederik Schram, markvörður Vals, að taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þeim dansk-íslenska tókst að halda gestunum í skefjum og Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. 🥛Valur 2 - Þróttur 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaValur⚽️Patrick Pedersen ⚽️Jónatan Ingi JónssonÞróttur⚽️Aron Snær Ingason pic.twitter.com/ZTNDffALrH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07