Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2025 22:56 Árni Snær kom til bjargar. Vísir/Diego Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni til að slá 2. deildarlið Kára úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Valur nauman 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Þrótti Reykjavík. Kári sló út ÍR sem spilar í Lengjudeildinni í 32-liða úrslitum og eru þekktir fyrir að vera erfiðir heim að sækja í hinni víðsfrægu Akraneshöll. Benedikt Warén kom Stjörnunni yfir með frábæru marki undir lok fyrri hálfleiks en gestirnir áttu þó í erfiðleikum með að beisla orkuna í heimaliðinu. Varamaðurinn Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði svo metin fyrir Kára eftir rétt rúma mínútu inn á vellinum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þar sem mörkin voru ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að grípa til framlengingar. Þar kom Adolf Daði Birgisson gestunum úr Garðabæ yfir undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Mikael Hrafn Helgason jafnaði metin með skoti sem fór af varnarmanni á 117. mínútu. Þar sem staðan var jöfn þegar flautað var til loka framlengingar þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi í 8-liða úrslit. Stjarnan getur þakkað Árna Snæ Ólafssyni markverði fyrir en hann varði tvær vítaspyrnur og sá til þessa að Stjarnan slapp með skrekkinn. Á Hlíðarenda kom Patrick Pedersen heimamönnum í Val yfir þegar tæpar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Jónatan Ingi Jónsson forystu Vals en gestirnir gáfust ekki upp. Aron Snær Ingason minnkaði muninn og þá þurfti Frederik Schram, markvörður Vals, að taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þeim dansk-íslenska tókst að halda gestunum í skefjum og Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. 🥛Valur 2 - Þróttur 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaValur⚽️Patrick Pedersen ⚽️Jónatan Ingi JónssonÞróttur⚽️Aron Snær Ingason pic.twitter.com/ZTNDffALrH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025 Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Kári sló út ÍR sem spilar í Lengjudeildinni í 32-liða úrslitum og eru þekktir fyrir að vera erfiðir heim að sækja í hinni víðsfrægu Akraneshöll. Benedikt Warén kom Stjörnunni yfir með frábæru marki undir lok fyrri hálfleiks en gestirnir áttu þó í erfiðleikum með að beisla orkuna í heimaliðinu. Varamaðurinn Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði svo metin fyrir Kára eftir rétt rúma mínútu inn á vellinum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þar sem mörkin voru ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að grípa til framlengingar. Þar kom Adolf Daði Birgisson gestunum úr Garðabæ yfir undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Mikael Hrafn Helgason jafnaði metin með skoti sem fór af varnarmanni á 117. mínútu. Þar sem staðan var jöfn þegar flautað var til loka framlengingar þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi í 8-liða úrslit. Stjarnan getur þakkað Árna Snæ Ólafssyni markverði fyrir en hann varði tvær vítaspyrnur og sá til þessa að Stjarnan slapp með skrekkinn. Á Hlíðarenda kom Patrick Pedersen heimamönnum í Val yfir þegar tæpar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Jónatan Ingi Jónsson forystu Vals en gestirnir gáfust ekki upp. Aron Snær Ingason minnkaði muninn og þá þurfti Frederik Schram, markvörður Vals, að taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þeim dansk-íslenska tókst að halda gestunum í skefjum og Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. 🥛Valur 2 - Þróttur 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaValur⚽️Patrick Pedersen ⚽️Jónatan Ingi JónssonÞróttur⚽️Aron Snær Ingason pic.twitter.com/ZTNDffALrH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07