ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 11:51 Framkvæmdastjórn ESB vildi ekki afhenda textaskilaboð sem eru sögð hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta hennar, og Albert Bourla, forstjóra Pfizer, á hátindi Covid-faraldursins. Ríki heims kepptust þá um að tryggja sér aðgang að nýþróuðum bóluefnum. Samningurinn sem ESB gerði við Pfizer er sá stærsti sem um getur. Vísir Talsmenn gegnsæis í stjórnsýslu fagna eftir að evrópskur dómstóll felldi áfellisdóm yfir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í gær vegna þess hvernig hún hafnaði að afhenda skilaboð forseta hennar og forstjóra lyfjarisa í kórónuveirufaraldrinum. Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki verið í samræmi við góða stjórnsýslu þegar hún hafnaði blaðmanni bandaríska blaðsins New York Times um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og Albert Bourla, forstjóra lyfjarisans Pfizer. Samskipti þeirra eru sögð hafa átt sér stað þegar Evrópusambandið reyndi af kappi að tryggja sér nýtilbúið bóluefni gegn Covid-19 sem öll heimsbyggðin sóttist eftir. Þetta gerðist eftir að lyfjafyrirtækið AstraZeneca gat ekki uppfyllt pantanir ESB á sínu bóluefni. Samningurinn sem sambandið gerði við Pfizer í kjölfarið er sá stærsti sem framkvæmdastjórnin hefur nokkru sinni gert. Framkvæmdastjórnin sagði skilaboðin, ef þau væru á annað borð til, teldust ekki á meðal gagna sem almenningur ætti rétt á á grundvelli upplýsingalaga. Skilaboðin væru ekki til hjá framkvæmdastjórninni. Dómstóllinn sagði að framkvæmdastjórnin hefði þurft að gefa trúverðugar skýringar á því hvers vegna gögnin umbeðnu fyndust ekki, ekki aðeins fullyrða að þau væru ekki til. Þá hefði hún ekki gert grein fyrir því á trúverðugan hátt hvers vegna engar mikilvægar upplýsingar væri að finna í skilaboðunum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórnin hefði heldur ekki skýrt nægilega hvort að skilaboðunum hefði verið eytt og þá hvort það hefði verið gert viljandi, sjálfkrafa eða vegna þess að von der Leyen hefði fengið nýtt símtæki í millitíðinni. Reyna að finna nýjan rökstuðning Talsmaður New York Times lýsti niðurstöðunni sem sigri fyrir gegnsæi og ábyrgð innan Evrópusambandsins. Hún sendi sterk skilaboð um að rafræn samskipti af þessu tagi væru ekki undanþegin upplýsingarétti. Dómurinn í gær ógilti ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að hafna beiðni bandaríska blaðsins. Ekki er þó kveðið á um að öll textaskilaboð falli undir upplýsingarétt almennings, aðeins þau sem kunna að varða opinberan erindrekstur. Evrópska blaðið Politico segir að fyrstu viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar bendi til þess að hún ætli að finna nýjan rökstuðning fyrir því að hafna beiðninni aftur. Fyrir dómi vísaði framkvæmdastjórnin til þess að gengið væri út frá því að von der Leyen væri búin að skipta um síma frá því að samskiptin við Bourla áttu sér stað þar sem öryggisreglur sambandsins knýi á um það. Framkvæmdastjórnin hefur tvo mánuði til þess að áfrýja niðurstöðunni. Samningaviðræður ESB við Pfizer hafa sætt gagnrýni vegna ógegnsæis. Sambandið greiddi fyrirtækinu 2,7 milljarða evra fyrir meira en milljarð skammta af bóluefninu. Ísland átti í samstarfi við ESB um bóluefni og naut því góðs af samningnum. Rannsókn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði frá í fyrra benti til þess að bóluefnin hefðu bjargað um 1,4 milljón mannslífa í Evrópu. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Bólusetningar Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki verið í samræmi við góða stjórnsýslu þegar hún hafnaði blaðmanni bandaríska blaðsins New York Times um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og Albert Bourla, forstjóra lyfjarisans Pfizer. Samskipti þeirra eru sögð hafa átt sér stað þegar Evrópusambandið reyndi af kappi að tryggja sér nýtilbúið bóluefni gegn Covid-19 sem öll heimsbyggðin sóttist eftir. Þetta gerðist eftir að lyfjafyrirtækið AstraZeneca gat ekki uppfyllt pantanir ESB á sínu bóluefni. Samningurinn sem sambandið gerði við Pfizer í kjölfarið er sá stærsti sem framkvæmdastjórnin hefur nokkru sinni gert. Framkvæmdastjórnin sagði skilaboðin, ef þau væru á annað borð til, teldust ekki á meðal gagna sem almenningur ætti rétt á á grundvelli upplýsingalaga. Skilaboðin væru ekki til hjá framkvæmdastjórninni. Dómstóllinn sagði að framkvæmdastjórnin hefði þurft að gefa trúverðugar skýringar á því hvers vegna gögnin umbeðnu fyndust ekki, ekki aðeins fullyrða að þau væru ekki til. Þá hefði hún ekki gert grein fyrir því á trúverðugan hátt hvers vegna engar mikilvægar upplýsingar væri að finna í skilaboðunum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórnin hefði heldur ekki skýrt nægilega hvort að skilaboðunum hefði verið eytt og þá hvort það hefði verið gert viljandi, sjálfkrafa eða vegna þess að von der Leyen hefði fengið nýtt símtæki í millitíðinni. Reyna að finna nýjan rökstuðning Talsmaður New York Times lýsti niðurstöðunni sem sigri fyrir gegnsæi og ábyrgð innan Evrópusambandsins. Hún sendi sterk skilaboð um að rafræn samskipti af þessu tagi væru ekki undanþegin upplýsingarétti. Dómurinn í gær ógilti ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að hafna beiðni bandaríska blaðsins. Ekki er þó kveðið á um að öll textaskilaboð falli undir upplýsingarétt almennings, aðeins þau sem kunna að varða opinberan erindrekstur. Evrópska blaðið Politico segir að fyrstu viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar bendi til þess að hún ætli að finna nýjan rökstuðning fyrir því að hafna beiðninni aftur. Fyrir dómi vísaði framkvæmdastjórnin til þess að gengið væri út frá því að von der Leyen væri búin að skipta um síma frá því að samskiptin við Bourla áttu sér stað þar sem öryggisreglur sambandsins knýi á um það. Framkvæmdastjórnin hefur tvo mánuði til þess að áfrýja niðurstöðunni. Samningaviðræður ESB við Pfizer hafa sætt gagnrýni vegna ógegnsæis. Sambandið greiddi fyrirtækinu 2,7 milljarða evra fyrir meira en milljarð skammta af bóluefninu. Ísland átti í samstarfi við ESB um bóluefni og naut því góðs af samningnum. Rannsókn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði frá í fyrra benti til þess að bóluefnin hefðu bjargað um 1,4 milljón mannslífa í Evrópu.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Bólusetningar Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira