Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 13:03 Frá rauða dreglinum í Cannes í gær þar sem Tom Cruise spókaði sig, meðal annarra. AP/Millie Turner Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes opinberuðu í morgun nýja reglu um að leikarar sem hafa verið sakaðir um kynferðislegt ofbeldi, megi ekki ganga eftir rauða dreglinum. Reglan nýja snýr beint að franska leikaranum Théo Navarro-Mussy, sem leikur í Dossier 137. Hann var nýverið sakaður um að hafa brotið á þremur konum en átti að ganga rauða dregilinn með samstarfsmönnum sínum í Cannes í kvöld. Deadline hefur eftir frönskum miðlum að Thierry Frémaux, stjórnandi Cannes, hafi tekið þessa ákvörðun eftir að hann fékk veður af því að konurnar þrjár hefðu sakað Navarro-Mussy um nauðgun og andlegt- og líkamlegt ofbeldi, frá árunum 2018, 2019 og 2020. Ákærurnar gegn honum voru felldar niður í síðasta mánuði en konurnar hafa lýst því yfir að þær muni höfða einkamál gegn honum, samkvæmt Hollywood Reporter. Frémaux er sagður hafa tekið þessa ákvörðun í samráði með framleiðendum Dossier 137. Frémaux réttlætir ákvörðun sína með því að segja að málið gegn Navarro-Mussy sé enn yfirstandandi og að bannið verði fellt úr gildi verði hann fundinn saklaus. Þessi nýja regla er sérstaklega til komin vegna ásakan gegn franska leikaranum Théo Navarro-Mussy.Getty/Stephane Cardinale - Corbis Engin nekt heldur Fyrr í vikunni lýstu forsvarsmenn Cannes því yfir að nekt væri einnig bönnuð á rauða dreglinum, og á öðrum viðburðum sem tengjast kvikmyndahátíðinni. AP fréttaveitan segir að nekt hafi ávallt verið litin hornauga á Cannes en nú hafi banni formlega verið bætt við reglurnar vegna ítrekaðra viðburða þar sem fólk sýnir nekt. Er meðal annars vísað til Biöncu Censori á Grammy verðlaununum. Sjá einnig: Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Talsmenn Cannes segja reglunum ekki ætlað að hafa of mikil áhrif á klæðaburð fólks. Eingöngu að banna fulla nekt á rauða dreglinum í samræmi við áherslur hátíðarinnar og frönsk lög. Kvikmyndahátíðin í Cannes Bíó og sjónvarp Hollywood Frakkland Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Hann var nýverið sakaður um að hafa brotið á þremur konum en átti að ganga rauða dregilinn með samstarfsmönnum sínum í Cannes í kvöld. Deadline hefur eftir frönskum miðlum að Thierry Frémaux, stjórnandi Cannes, hafi tekið þessa ákvörðun eftir að hann fékk veður af því að konurnar þrjár hefðu sakað Navarro-Mussy um nauðgun og andlegt- og líkamlegt ofbeldi, frá árunum 2018, 2019 og 2020. Ákærurnar gegn honum voru felldar niður í síðasta mánuði en konurnar hafa lýst því yfir að þær muni höfða einkamál gegn honum, samkvæmt Hollywood Reporter. Frémaux er sagður hafa tekið þessa ákvörðun í samráði með framleiðendum Dossier 137. Frémaux réttlætir ákvörðun sína með því að segja að málið gegn Navarro-Mussy sé enn yfirstandandi og að bannið verði fellt úr gildi verði hann fundinn saklaus. Þessi nýja regla er sérstaklega til komin vegna ásakan gegn franska leikaranum Théo Navarro-Mussy.Getty/Stephane Cardinale - Corbis Engin nekt heldur Fyrr í vikunni lýstu forsvarsmenn Cannes því yfir að nekt væri einnig bönnuð á rauða dreglinum, og á öðrum viðburðum sem tengjast kvikmyndahátíðinni. AP fréttaveitan segir að nekt hafi ávallt verið litin hornauga á Cannes en nú hafi banni formlega verið bætt við reglurnar vegna ítrekaðra viðburða þar sem fólk sýnir nekt. Er meðal annars vísað til Biöncu Censori á Grammy verðlaununum. Sjá einnig: Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Talsmenn Cannes segja reglunum ekki ætlað að hafa of mikil áhrif á klæðaburð fólks. Eingöngu að banna fulla nekt á rauða dreglinum í samræmi við áherslur hátíðarinnar og frönsk lög.
Kvikmyndahátíðin í Cannes Bíó og sjónvarp Hollywood Frakkland Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira