„Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. maí 2025 13:51 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann opinberaði landsliðshóp fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni við Noreg og Frakkland. Íslenska liðið sækist eftir því að binda enda sjö leikja hrinu án sigurs. Þorsteinn snerti á ýmsu á blaðamannafundi dagsins, til að mynda endurkomu Glódísar Perlu Viggósdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur sem snúa aftur í hópinn. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur á Laugardalsvöll þar sem stendur til að Ísland mæti Frakklandi í vígsluleiks nýs hybrid-grass þann 3. júní. Áður en að þeim leik kemur mætir Ísland Noregi ytra 30. maí. Stelpurnar okkar hafa gert þrjú jafntefli og tapað einum í riðli sínum í Þjóðadeildinni hingað til. Alls hefur landsliðið spilað sjö leiki í röð án þess að sigra. Í því samhengi var Þorsteinn spurður út í sóknarleik liðsins, sem var til fyrirmyndar í 3-3 endurkomu jafntefli við Sviss í apríl en hafði verið heldur bitlausari í tveimur markalausum jafntefli við bæði Noreg og Sviss fyrr í vor. Aðspurður um þennan mun milli leikja á sóknarleik liðsins sagði Þorsteinn: „Fótbolti er bara svona. Þegar þú lendir undir og þarft að sækja hefurðu engu að tapa. Ef leikurinn er jafn er engin ástæða fyrir þig að opna allt og taka sénsa. Ef þú ert undir skiptir ekki máli hvort þú tapar 1-0 eða 2-0 og getur sótt,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér fannst við ekki geta sleppt af okkur beislinu í 0-0 jafnteflinu við Sviss varðandi að vera skapandi sóknarlega. Fótbolti er bara svona, stundum eru leikirnir lokaðir. Landsleikir eru oft mjög taktískir og þú ert ekkert að fara að opna þig og búa til færi fyrir andstæðingana. Þú þarft að nýta þá möguleika sem þú færð,“ „Stundum skorar maður, stundum ekki. Svona er þetta bara. Ég get alveg lofað þér því að við erum ekki að fara að spila eins og KR í karlaboltanum,“ segir Þorsteinn og vísar þar í opinn leik karlaliðs KR í fótbolta sem hefur skorað 19 mörk og fengið á sig ellefu í fyrstu sex leikjum liðsins í Bestu deild karla. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Spurningin sem vísað er til að ofan er borin upp undir lok fundar, þegar rúmar tíu mínútur eru liðnar af honum. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta KR Besta deild karla Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira
Þorsteinn snerti á ýmsu á blaðamannafundi dagsins, til að mynda endurkomu Glódísar Perlu Viggósdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur sem snúa aftur í hópinn. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur á Laugardalsvöll þar sem stendur til að Ísland mæti Frakklandi í vígsluleiks nýs hybrid-grass þann 3. júní. Áður en að þeim leik kemur mætir Ísland Noregi ytra 30. maí. Stelpurnar okkar hafa gert þrjú jafntefli og tapað einum í riðli sínum í Þjóðadeildinni hingað til. Alls hefur landsliðið spilað sjö leiki í röð án þess að sigra. Í því samhengi var Þorsteinn spurður út í sóknarleik liðsins, sem var til fyrirmyndar í 3-3 endurkomu jafntefli við Sviss í apríl en hafði verið heldur bitlausari í tveimur markalausum jafntefli við bæði Noreg og Sviss fyrr í vor. Aðspurður um þennan mun milli leikja á sóknarleik liðsins sagði Þorsteinn: „Fótbolti er bara svona. Þegar þú lendir undir og þarft að sækja hefurðu engu að tapa. Ef leikurinn er jafn er engin ástæða fyrir þig að opna allt og taka sénsa. Ef þú ert undir skiptir ekki máli hvort þú tapar 1-0 eða 2-0 og getur sótt,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér fannst við ekki geta sleppt af okkur beislinu í 0-0 jafnteflinu við Sviss varðandi að vera skapandi sóknarlega. Fótbolti er bara svona, stundum eru leikirnir lokaðir. Landsleikir eru oft mjög taktískir og þú ert ekkert að fara að opna þig og búa til færi fyrir andstæðingana. Þú þarft að nýta þá möguleika sem þú færð,“ „Stundum skorar maður, stundum ekki. Svona er þetta bara. Ég get alveg lofað þér því að við erum ekki að fara að spila eins og KR í karlaboltanum,“ segir Þorsteinn og vísar þar í opinn leik karlaliðs KR í fótbolta sem hefur skorað 19 mörk og fengið á sig ellefu í fyrstu sex leikjum liðsins í Bestu deild karla. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Spurningin sem vísað er til að ofan er borin upp undir lok fundar, þegar rúmar tíu mínútur eru liðnar af honum.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta KR Besta deild karla Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira