Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar 16. maí 2025 09:32 Fyrir margt löngu skrifaði ég grein sem bar heitið „Lýðræðið er á förum“. Í dag virðist ástæða til að rifja hana upp. Lýðræðið hefur lengi verið talið eitt af grundvallaratriðum vestrænna samfélaga – undirstaða velfarnaðar okkar. Þrátt fyrir það er núverandi mynd þess aðeins um 180 ára gömul. Hugmyndin er sú að almenningur hafi raunveruleg áhrif á ákvarðanir sem snerta líf sitt. En höfum við misst stjórnina? Erum við á leiðinni inn í kerfi þar sem lýðræði þjónar aðeins fáum, sérhagsmunum og peningavöldum? Þegar litið er til baka má sjá að þátttaka fólks í stjórnmálum var áður mun virkari. Fólk bar út blöð, dreifði bæklingum og skipulagði fjáröflun. Á fundum og í umræðu mótaði fólk stefnu sinna flokka. Þetta skapaði sterk tengsl milli flokks og fólks. Flokkarnir byggðu á samstöðu og þátttöku og upp úr þessu starfi fæddust forystumenn með raunverulegan stuðning flokksmanna. Í dag hefur þetta breyst. Stjórnmálaflokkar þurfa ekki lengur á virku grasrótarstarfi að halda. Á síðustu árum hafa þeir fengið um 9 milljarða króna úr ríkissjóði til reksturs. Slíkt fjármagn átti að draga úr þörf þeirra fyrir stuðning frá fyrirtækjum og auðmönnum. Þrátt fyrir það halda stórfyrirtæki áfram að styrkja flokka með milljónagreiðslum. Í stað þess að treysta á fólk snýst baráttan nú um markaðssetningu. Flokkarnir nýta fjármuni í auglýsingar, ráðgjafa og markaðsrannsóknir til að stýra orðræðu og stefnu þannig að hún höfði til kjósenda – oft án raunverulegrar sannfæringar eða langtímahugsunar. Þetta sést vel í Bandaríkjunum þar sem stórir hópar framkvæma kannanir til að finna hvaða mál skipta fólk mestu máli í fylki eða borg og í kjölfarið eru herferðir og ræður sniðnar eftir niðurstöðunum – allt til að fá atkvæði, ekki endilega til að leysa vandann. Þessi þróun dregur úr vægi almennra flokksmanna og eykur völd fárra sérhagsmunaaðila. Kjósendur eru farnir að líta á stjórnmál eins og neytendur sem velja úr tilbúnum vörum, án raunverulegrar aðkomu að mótun þeirra né þekkja innihald. Áður var sagt að enginn kæmist á þing í Bandaríkjunum nema hafa milljónir dollara og banka sem bakhjarla. Ísland virðist stefna sömu leið. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um allan heim veikjast lýðræðislegar stofnanir, fjölmiðlafrelsi er skert, dómstólar orðnir pólitískir og almenningur útilokaður frá ákvarðanatöku. Þó við sjáum þessa þróun virðist enginn bregðast við. Fyrir flokkana er þetta þægilegt ástand. Spurningin er hvort við getum snúið þessari þróun við. Getum við endurvakið raunverulega þátttöku fólks og styrkt lýðræðislegar stofnanir áður en það verður of seint? Lýðræði krefst virkni, ekki þöggunar. Það er ekki nóg að kvarta í hljóði. Við verðum að ræða málin, mynda nýja grasrót og krefjast þess að stjórnmálin þjóni fólkinu. Á meðan við sitjum hjá færist völdin smám saman frá almenningi til fárra. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu skrifaði ég grein sem bar heitið „Lýðræðið er á förum“. Í dag virðist ástæða til að rifja hana upp. Lýðræðið hefur lengi verið talið eitt af grundvallaratriðum vestrænna samfélaga – undirstaða velfarnaðar okkar. Þrátt fyrir það er núverandi mynd þess aðeins um 180 ára gömul. Hugmyndin er sú að almenningur hafi raunveruleg áhrif á ákvarðanir sem snerta líf sitt. En höfum við misst stjórnina? Erum við á leiðinni inn í kerfi þar sem lýðræði þjónar aðeins fáum, sérhagsmunum og peningavöldum? Þegar litið er til baka má sjá að þátttaka fólks í stjórnmálum var áður mun virkari. Fólk bar út blöð, dreifði bæklingum og skipulagði fjáröflun. Á fundum og í umræðu mótaði fólk stefnu sinna flokka. Þetta skapaði sterk tengsl milli flokks og fólks. Flokkarnir byggðu á samstöðu og þátttöku og upp úr þessu starfi fæddust forystumenn með raunverulegan stuðning flokksmanna. Í dag hefur þetta breyst. Stjórnmálaflokkar þurfa ekki lengur á virku grasrótarstarfi að halda. Á síðustu árum hafa þeir fengið um 9 milljarða króna úr ríkissjóði til reksturs. Slíkt fjármagn átti að draga úr þörf þeirra fyrir stuðning frá fyrirtækjum og auðmönnum. Þrátt fyrir það halda stórfyrirtæki áfram að styrkja flokka með milljónagreiðslum. Í stað þess að treysta á fólk snýst baráttan nú um markaðssetningu. Flokkarnir nýta fjármuni í auglýsingar, ráðgjafa og markaðsrannsóknir til að stýra orðræðu og stefnu þannig að hún höfði til kjósenda – oft án raunverulegrar sannfæringar eða langtímahugsunar. Þetta sést vel í Bandaríkjunum þar sem stórir hópar framkvæma kannanir til að finna hvaða mál skipta fólk mestu máli í fylki eða borg og í kjölfarið eru herferðir og ræður sniðnar eftir niðurstöðunum – allt til að fá atkvæði, ekki endilega til að leysa vandann. Þessi þróun dregur úr vægi almennra flokksmanna og eykur völd fárra sérhagsmunaaðila. Kjósendur eru farnir að líta á stjórnmál eins og neytendur sem velja úr tilbúnum vörum, án raunverulegrar aðkomu að mótun þeirra né þekkja innihald. Áður var sagt að enginn kæmist á þing í Bandaríkjunum nema hafa milljónir dollara og banka sem bakhjarla. Ísland virðist stefna sömu leið. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um allan heim veikjast lýðræðislegar stofnanir, fjölmiðlafrelsi er skert, dómstólar orðnir pólitískir og almenningur útilokaður frá ákvarðanatöku. Þó við sjáum þessa þróun virðist enginn bregðast við. Fyrir flokkana er þetta þægilegt ástand. Spurningin er hvort við getum snúið þessari þróun við. Getum við endurvakið raunverulega þátttöku fólks og styrkt lýðræðislegar stofnanir áður en það verður of seint? Lýðræði krefst virkni, ekki þöggunar. Það er ekki nóg að kvarta í hljóði. Við verðum að ræða málin, mynda nýja grasrót og krefjast þess að stjórnmálin þjóni fólkinu. Á meðan við sitjum hjá færist völdin smám saman frá almenningi til fárra. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun