Lífið

Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel

Bjarki Sigurðsson skrifar
Væb-hópurinn er nú þegar búinn að gera íslensku þjóðina stolta.
Væb-hópurinn er nú þegar búinn að gera íslensku þjóðina stolta. Getty/Harold Cunningham

Úrslitakvöld Eurovision fór fram í Basel í kvöld þar sem Austurríki bar sigur úr býtum.VÆB-bræður fengu núll stig frá dómnefndum og enduðu næstneðstir. Vísir fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Íslandi er spáð neðarlega, en það skiptir strákana í Væb litlu máli. Þeirra markmið var að komast í úrslitin svo Íslendingar myndu fá alvöru Eurovision-partý. Þeir eru mjög vinsælir hér í Basel, jafnt meðal keppenda, aðdáenda og blaðamanna.

Svíþjóð er spáð sigri, en Austuríkismenn og Frakkar gætu strítt Svíunum. Íslandi er spáð 24. sæti en fréttamaður er ósammála þeirri spá. 

Sé einhver með ábendingar, endilega skjótið á mig póst á bjarkisig@stod2.is.

Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan gætir þú þurft að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×