Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Jón Þór Stefánsson skrifar 17. maí 2025 14:06 „Vertu sæll, Morris. Við munum öll sakna þín,“ segir Adam Sandler um krókódílinn. Krókódíllinn Morris, sem er þekktastur fyrir rullu sína í gamanmyndinni goðsagnakenndu Happy Gilmore, er dauður. Talið er að hann hafi verið um það bil áttræður. Langur og farsæll kvikmyndaferill krókódílsins hófst árið 1975, eftir að honum hafði verið bjargað úr ólöglegu gæludýrahaldi í Los Angeles. Auk frammistöðunnar í Happy Gilmore kom Morris fyrir í kvikmyndum á borð við Interview with the Vampire, Dr Dolittle 2, og Blues Brothers 2000. Hann settist í helgan stein frá kvikmyndagerð árið 2006 og dvaldi á sérstöku verndarsvæði krókódíla í Colorado síðustu árin. Nákvæmur aldur Morris lá ekki fyrir, en samkvæmt aldursgreiningu, sem byggði á rannsóknum á tönnum og skinni var hann um það bil áttatíu ára gamall. Tekin hefur verið ákvörðun um að Morris verði uppstoppaður. Kvikmyndastjarnan Adam Sandler, sem fór með hlutverk titilpersónunnar í Happy Gilmore, skrifaði minningargrein um krókódílinn á samfélagsmiðla. „Vertu sæll, Morris. Við munum öll sakna þín. Þú gast verið erfiður í samskiptum við leikstjóra, förðunarfólk, búningaliðið – og í raun alla með útlimi – en ég veit að þú gerðir það með hag kvikmyndarinnar í huga. Daginn sem þú neitaðir að koma úr vagninum þínum nema við myndum gefa þér fjörutíu kálhausa kenndir þú mér mikilvæga lexíu: Aldrei gefa eftir í listsköpun þinni,“ segir í minningargrein Sandlers. Framhaldsmynd, sem mun bera heitið Happy Gilmore 2, er væntanleg í næstkomandi júlí. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Dýr Hollywood Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Langur og farsæll kvikmyndaferill krókódílsins hófst árið 1975, eftir að honum hafði verið bjargað úr ólöglegu gæludýrahaldi í Los Angeles. Auk frammistöðunnar í Happy Gilmore kom Morris fyrir í kvikmyndum á borð við Interview with the Vampire, Dr Dolittle 2, og Blues Brothers 2000. Hann settist í helgan stein frá kvikmyndagerð árið 2006 og dvaldi á sérstöku verndarsvæði krókódíla í Colorado síðustu árin. Nákvæmur aldur Morris lá ekki fyrir, en samkvæmt aldursgreiningu, sem byggði á rannsóknum á tönnum og skinni var hann um það bil áttatíu ára gamall. Tekin hefur verið ákvörðun um að Morris verði uppstoppaður. Kvikmyndastjarnan Adam Sandler, sem fór með hlutverk titilpersónunnar í Happy Gilmore, skrifaði minningargrein um krókódílinn á samfélagsmiðla. „Vertu sæll, Morris. Við munum öll sakna þín. Þú gast verið erfiður í samskiptum við leikstjóra, förðunarfólk, búningaliðið – og í raun alla með útlimi – en ég veit að þú gerðir það með hag kvikmyndarinnar í huga. Daginn sem þú neitaðir að koma úr vagninum þínum nema við myndum gefa þér fjörutíu kálhausa kenndir þú mér mikilvæga lexíu: Aldrei gefa eftir í listsköpun þinni,“ segir í minningargrein Sandlers. Framhaldsmynd, sem mun bera heitið Happy Gilmore 2, er væntanleg í næstkomandi júlí.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Dýr Hollywood Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira