Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2025 15:32 Lewis Hamilton er brattur þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. getty/Alessio Morgese Lewis Hamilton hefur ekki fengið neina draumabyrjun hjá Ferrari eftir vistaskiptin frá Mercedes. Hann segir þó of snemmt að dæma sig og árangurinn hjá Ferrari eftir nokkrar keppnir. Betur fari að gera það eftir nokkur ár. Eftir sex keppnir er Hamilton í 7. sæti í keppni ökuþóra með 41 stig, níutíu stigum á eftir Oscar Piastri sem er á toppnum. Ferrari er í 4. sæti í keppni bílasmiða með 94 stig, 152 stigum á eftir McLaren. Sjöunda keppni tímabilsins fer fram í Imola um helgina og er fyrsti kappaksturinn í Evrópu á þessu ári. Síðan tekur Mónakó-kappaksturinn við og svo Spánarkappaksturinn. Hamilton vill ekki gera of mikið úr mikilvægi næstu þriggja keppna. „Ég set ekki allt á þessar þrjár keppnir. Ef við ættum þrjár slæmar keppnir væri vonin enn til staðar. Ég held að það verði ekki þannig en ég er bara að segja að við hengjum ekki allt á eina keppni,“ sagði Hamilton. „Ég dæmi ekki árangur okkar eftir nokkrar keppnir, hálft eða eitt tímabil. Talið við mig þegar ferli mínum hjá Ferrari lýkur, eftir nokkur ár hjá Ferrari skulum við tala um hvað við höfum gert. Þá getum við horft til baka og sagt hvort við höfum náð árangri eða ekki.“ Hinn fertugi Hamilton hefur ekki endað ofar en í 5. sæti í keppni á þessu tímabili. Hann varð áttundi í síðasta kappakstri, í Miami. Hamilton hefur gengið betur í sprettkeppnum og vann slíka í Kína í mars. Akstursíþróttir Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Eftir sex keppnir er Hamilton í 7. sæti í keppni ökuþóra með 41 stig, níutíu stigum á eftir Oscar Piastri sem er á toppnum. Ferrari er í 4. sæti í keppni bílasmiða með 94 stig, 152 stigum á eftir McLaren. Sjöunda keppni tímabilsins fer fram í Imola um helgina og er fyrsti kappaksturinn í Evrópu á þessu ári. Síðan tekur Mónakó-kappaksturinn við og svo Spánarkappaksturinn. Hamilton vill ekki gera of mikið úr mikilvægi næstu þriggja keppna. „Ég set ekki allt á þessar þrjár keppnir. Ef við ættum þrjár slæmar keppnir væri vonin enn til staðar. Ég held að það verði ekki þannig en ég er bara að segja að við hengjum ekki allt á eina keppni,“ sagði Hamilton. „Ég dæmi ekki árangur okkar eftir nokkrar keppnir, hálft eða eitt tímabil. Talið við mig þegar ferli mínum hjá Ferrari lýkur, eftir nokkur ár hjá Ferrari skulum við tala um hvað við höfum gert. Þá getum við horft til baka og sagt hvort við höfum náð árangri eða ekki.“ Hinn fertugi Hamilton hefur ekki endað ofar en í 5. sæti í keppni á þessu tímabili. Hann varð áttundi í síðasta kappakstri, í Miami. Hamilton hefur gengið betur í sprettkeppnum og vann slíka í Kína í mars.
Akstursíþróttir Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira