Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 23:02 Orka VÆB-bræðra er gríðarlega mikil og smitar sannarlega frá sér. Eurovision Ekki nóg með að VÆB-bræður stígi á stokk á úrslitakvöldi Eurovision á morgun heldur gefa þeir einnig út nýtt lag. VÆB-bræður komust áfram á undankvöldi Eurovision á þriðjudag og stíga á svið ásamt 26 öðrum þjóðum annað kvöld á úrslitakvöldi Eurovision. Þar munu þeir flytja framlag Íslands, RÓA en í kvöld fer fram dómararennsli. Bræðurnir eru spenntir að leyfa fólki að heyra nýja lagið sem heitir „Dr. Saxophone“ en bæði lag og texti eru samin af þríeykinu Matthíasi Davíð, Hálfdáni Helga og Inga Bauer sem einnig pródúseraði lagið. Hér hægra megin má sjá kóverið fyrir nýja lagið, „Dr. Saxophone“. „Við erum búnir að vera með þetta lag í maganum í dáldinn tíma og svo bara þegar við áttum lausa stund hérna í Basel náðum við að klára þetta með Inga. Við erum bókaðir á alveg helling af skemmtunum og útihátíðum um allt land í sumar og við hlökkum mikið til að syngja þetta fyrir þjóðina í góða veðrinu,“ segja bræðurnir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. „Þetta lag er bara stemmning og algjört rugl þannig séð. Sumar og saxófónn, ég myndi eiginlega lýsa þessu þannig. Sól og bullandi stemmning," segir Ingi Bauer, meðhöfundur þeirra bræðra. Draumur að rætast Bræðurnir eru afar spenntir fyrir morgundeginum þegar langþráður draumur þeirra rætist. „Það verður gjörsamlega geggjað að standa á sviðinu á morgun fyrir framan 200 milljónir manna. It's a dream, það er bara þannig. There you go,“ segja bræðurnir í tilkynningunni. Þá lofa þeir stórtónleikum á Íslandi: „Bíðið bara, það verður epic!“ VÆB verða með fjölskyldutónleika í Salnum Kópavogi þegar þeir koma heim frá Basel en uppselt er á alla tónleikana og hafa nýir aukatónleikar verið settir í sölu. Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
VÆB-bræður komust áfram á undankvöldi Eurovision á þriðjudag og stíga á svið ásamt 26 öðrum þjóðum annað kvöld á úrslitakvöldi Eurovision. Þar munu þeir flytja framlag Íslands, RÓA en í kvöld fer fram dómararennsli. Bræðurnir eru spenntir að leyfa fólki að heyra nýja lagið sem heitir „Dr. Saxophone“ en bæði lag og texti eru samin af þríeykinu Matthíasi Davíð, Hálfdáni Helga og Inga Bauer sem einnig pródúseraði lagið. Hér hægra megin má sjá kóverið fyrir nýja lagið, „Dr. Saxophone“. „Við erum búnir að vera með þetta lag í maganum í dáldinn tíma og svo bara þegar við áttum lausa stund hérna í Basel náðum við að klára þetta með Inga. Við erum bókaðir á alveg helling af skemmtunum og útihátíðum um allt land í sumar og við hlökkum mikið til að syngja þetta fyrir þjóðina í góða veðrinu,“ segja bræðurnir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. „Þetta lag er bara stemmning og algjört rugl þannig séð. Sumar og saxófónn, ég myndi eiginlega lýsa þessu þannig. Sól og bullandi stemmning," segir Ingi Bauer, meðhöfundur þeirra bræðra. Draumur að rætast Bræðurnir eru afar spenntir fyrir morgundeginum þegar langþráður draumur þeirra rætist. „Það verður gjörsamlega geggjað að standa á sviðinu á morgun fyrir framan 200 milljónir manna. It's a dream, það er bara þannig. There you go,“ segja bræðurnir í tilkynningunni. Þá lofa þeir stórtónleikum á Íslandi: „Bíðið bara, það verður epic!“ VÆB verða með fjölskyldutónleika í Salnum Kópavogi þegar þeir koma heim frá Basel en uppselt er á alla tónleikana og hafa nýir aukatónleikar verið settir í sölu.
Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira