Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar 17. maí 2025 11:00 Það er hreint hjákátlegt að fylgjast með stjórnarandstöðunni ólmast í málþófi til að hindra framgang mála á Alþingi - jafnvel mál sem þau eru í raun hjartanlega sammála. Allt vegna þess að þau eru ekki sjálf í ríkisstjórn. Málþófinu er ætlað að tefja eins og mögulegt er þau mál sem þau vildu í raun koma sjálf í gegn þegar þau voru í ríkisstjórn, en skorti verksvit og vilja til að hrinda í framkvæmd. Við sátum uppi með kyrrstöðustjórn síðustu sjö ár. Nú hafa þau ekkert annað til málanna að leggja nema lýsingar á hversu óhöndlega þeim gengur með tappa á plastflöskum. Verkefni sem sérhvert leikskólabarn hefur náð góðum tökum á. Það er sorglegt að á þessum alvarlegu tímum sem við lifum nú dettur engum í stjórnarandstöðunni í hug að vekja athygli á alvöru málum samtímans. Nei, tappar á plastflöskum og slíkur hégómi á hug þeirra allan til að stíga í ræðustól Alþingis og belgja sig út af hneykslan vegna þess fyrirbæris. Stóru málin hvað? Meðan þau ræða vandræði sín við tappana til að tefja mál sem þau eru sammála um er verið að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeim dettur ekki í hug að ræða það í ræðustól Alþingis að zíonistar í Ísrael eru að þverbrjóta alþjóðalög. Meira en 50.000 manns hefur verið drepinn og 120.000 særðir og limlestir. Skipulagðar árásir á sjúkrastofnanir, lækna og hjálparstarfsmenn. Hungrað fólk í leit að mat skotið á færi. Hungri beitt sem hernaðaraðgerð og öllum neyðarvistum haldið í herkví til að svelta heila þjóð til bana. Um þetta þegir stjórnarandstaðan skerandi þunnu hljóði þó hún sé að verða uppiskroppa um mál til að ræða í málþófinu. Það vekur athygli að á sama tíma hafa iðulega kvatt sér hljóðs á Alþingi síðustu vikur stjórnarþingmenn til að fordæma þjóðarmorðið: Dagbjört Hákonardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir úr Samfylkingunni og Sigmar Guðmundsson úr Viðreisn. Stjórnarandstöðuþingmenn: Nú er lag. Talið um það sem skiptir máli. Talið um Gaza! Hvet alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í samstöðugöngunni með Palestínu sem leggur af stað frá Bandaríska sendiráðinu í dag og endar með útifundi á Austurvelli – líka stjórnarandstöðuþingmenn! Höfundur er leikstjóri og öldungur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það er hreint hjákátlegt að fylgjast með stjórnarandstöðunni ólmast í málþófi til að hindra framgang mála á Alþingi - jafnvel mál sem þau eru í raun hjartanlega sammála. Allt vegna þess að þau eru ekki sjálf í ríkisstjórn. Málþófinu er ætlað að tefja eins og mögulegt er þau mál sem þau vildu í raun koma sjálf í gegn þegar þau voru í ríkisstjórn, en skorti verksvit og vilja til að hrinda í framkvæmd. Við sátum uppi með kyrrstöðustjórn síðustu sjö ár. Nú hafa þau ekkert annað til málanna að leggja nema lýsingar á hversu óhöndlega þeim gengur með tappa á plastflöskum. Verkefni sem sérhvert leikskólabarn hefur náð góðum tökum á. Það er sorglegt að á þessum alvarlegu tímum sem við lifum nú dettur engum í stjórnarandstöðunni í hug að vekja athygli á alvöru málum samtímans. Nei, tappar á plastflöskum og slíkur hégómi á hug þeirra allan til að stíga í ræðustól Alþingis og belgja sig út af hneykslan vegna þess fyrirbæris. Stóru málin hvað? Meðan þau ræða vandræði sín við tappana til að tefja mál sem þau eru sammála um er verið að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeim dettur ekki í hug að ræða það í ræðustól Alþingis að zíonistar í Ísrael eru að þverbrjóta alþjóðalög. Meira en 50.000 manns hefur verið drepinn og 120.000 særðir og limlestir. Skipulagðar árásir á sjúkrastofnanir, lækna og hjálparstarfsmenn. Hungrað fólk í leit að mat skotið á færi. Hungri beitt sem hernaðaraðgerð og öllum neyðarvistum haldið í herkví til að svelta heila þjóð til bana. Um þetta þegir stjórnarandstaðan skerandi þunnu hljóði þó hún sé að verða uppiskroppa um mál til að ræða í málþófinu. Það vekur athygli að á sama tíma hafa iðulega kvatt sér hljóðs á Alþingi síðustu vikur stjórnarþingmenn til að fordæma þjóðarmorðið: Dagbjört Hákonardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir úr Samfylkingunni og Sigmar Guðmundsson úr Viðreisn. Stjórnarandstöðuþingmenn: Nú er lag. Talið um það sem skiptir máli. Talið um Gaza! Hvet alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í samstöðugöngunni með Palestínu sem leggur af stað frá Bandaríska sendiráðinu í dag og endar með útifundi á Austurvelli – líka stjórnarandstöðuþingmenn! Höfundur er leikstjóri og öldungur
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar