„Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 11:30 Oliver Glasner hefur gert frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Crystal Palace. Getty/Rob Newell Þó að Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, vilji ekki tala of mikið um það þá hefur liðið aldrei verið nær því en í dag að vinna sinn fyrsta stóra titil. Mótherjinn er hins vegar Manchester City. Úrslitaleikurinn er á Wembley klukkan 15:30 í dag en bein útsending á Vodafone Sport hefst korteri fyrr. Á meðan City hefur rakað inn titlum á síðustu þrettán árum og spilað urmul risaleikja þá eru Palace-menn í nýjum aðstæðum og það er ekki síst hinum fimmtuga Austurríkismann Glasner að þakka. Hann er hins vegar vel meðvitaður um það að með tapi í dag gleymist frammistaða Palace í vetur fljótt: „Þú talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa,“ sagði Glasner háfleygur í viðtali við BBC. Here we go 😍#CPFC pic.twitter.com/MjXaW5VU9C— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 17, 2025 Sama hvernig fer í dag þá hefur hann hins vegar gert frábæra hluti með Palace síðan hann tók við liðinu af Roy Hodgson í febrúar í fyrra. Enginn fyrrverandi stjóri Palace getur státað af betri stigasöfnun eða að meðaltali 1,49 stig í leik. Samt byrjaði Palace þessa leiktíð afar illa og vann ekki deildarleik fyrr en 27. október. Það tók tíma að jafna sig á brotthvarfi Michael Olise til Bayern München síðasta sumar auk þess sem sjö leikmenn liðsins fóru í úrslit á stórmótum landsliða og þurftu tíma til að jafna sig. Frá því að Palace hrökk í gang, með sigri gegn Tottenham 27. október, er liðið hins vegar í sjötta sæti yfir þau lið sem hafa safnað flestum stigum í úrvalsdeildinni, á eftir Liverpool, Newcastle, Arsenal, Chelsea og Nottingham Forest. Gengið hefur því í raun verið betra en hjá City, þó að veðbankar séu sammála um að City sé mun líklegra til að lyfta bikarnum í dag. „Ég er mjög ánægður. Ekki bara með framfarir okkar heldur umhverfið sem við höfum skapað hérna á æfingasvæðinu og í félaginu. Við erum með mikinn metnað, það leggja allir hart að sér til að ná framförum, og það er aðalástæðan fyrir því hvar við erum stödd núna í lok leiktíðarinnar,“ sagði Glasner en Palace er í 12. sæti úrvalsdeildarinnar og þarf bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að toppa sinn allra besta árangur í sögunni. „Við höfum virkilega fest okkur í sessi á miðri töflunni og erum meira í því að horfa á liðin fyrir ofan okkur en fyrir neðan okkur. Við erum líka komnir í úrslitaleik bikarsins og ég er mjög ánægður með það sem hefur gerst á síðustu 15-16 mánuðum,“ sagði Glasner. Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Sjá meira
Úrslitaleikurinn er á Wembley klukkan 15:30 í dag en bein útsending á Vodafone Sport hefst korteri fyrr. Á meðan City hefur rakað inn titlum á síðustu þrettán árum og spilað urmul risaleikja þá eru Palace-menn í nýjum aðstæðum og það er ekki síst hinum fimmtuga Austurríkismann Glasner að þakka. Hann er hins vegar vel meðvitaður um það að með tapi í dag gleymist frammistaða Palace í vetur fljótt: „Þú talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa,“ sagði Glasner háfleygur í viðtali við BBC. Here we go 😍#CPFC pic.twitter.com/MjXaW5VU9C— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 17, 2025 Sama hvernig fer í dag þá hefur hann hins vegar gert frábæra hluti með Palace síðan hann tók við liðinu af Roy Hodgson í febrúar í fyrra. Enginn fyrrverandi stjóri Palace getur státað af betri stigasöfnun eða að meðaltali 1,49 stig í leik. Samt byrjaði Palace þessa leiktíð afar illa og vann ekki deildarleik fyrr en 27. október. Það tók tíma að jafna sig á brotthvarfi Michael Olise til Bayern München síðasta sumar auk þess sem sjö leikmenn liðsins fóru í úrslit á stórmótum landsliða og þurftu tíma til að jafna sig. Frá því að Palace hrökk í gang, með sigri gegn Tottenham 27. október, er liðið hins vegar í sjötta sæti yfir þau lið sem hafa safnað flestum stigum í úrvalsdeildinni, á eftir Liverpool, Newcastle, Arsenal, Chelsea og Nottingham Forest. Gengið hefur því í raun verið betra en hjá City, þó að veðbankar séu sammála um að City sé mun líklegra til að lyfta bikarnum í dag. „Ég er mjög ánægður. Ekki bara með framfarir okkar heldur umhverfið sem við höfum skapað hérna á æfingasvæðinu og í félaginu. Við erum með mikinn metnað, það leggja allir hart að sér til að ná framförum, og það er aðalástæðan fyrir því hvar við erum stödd núna í lok leiktíðarinnar,“ sagði Glasner en Palace er í 12. sæti úrvalsdeildarinnar og þarf bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að toppa sinn allra besta árangur í sögunni. „Við höfum virkilega fest okkur í sessi á miðri töflunni og erum meira í því að horfa á liðin fyrir ofan okkur en fyrir neðan okkur. Við erum líka komnir í úrslitaleik bikarsins og ég er mjög ánægður með það sem hefur gerst á síðustu 15-16 mánuðum,“ sagði Glasner.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Sjá meira