Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 21:12 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir ekki standa til að skerða fjárveitingar til KR-inga. Vísir/Ívar Fannar Borgarstjóri segir ekki standa til að taka hagsmuni sela í Húsdýragarðinum framyfir hagsmuni íþróttafélaga. Einungis sé um að ræða tilfærslur í fjárfestingaáætlun borgarinnar. Staðið hefur til um árabil að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Verja átti til þess tuttugu milljónum króna þetta árið, en samkvæmt breytingartillögum borgarstjóra stendur til að leggja til sextíu milljónir króna til viðbótar, samtals áttatíu milljónir króna. Á sama tíma í tillögunum er gert ráð fyrir því að framlög vegna fjölíþróttahúss KR verði minnkuð um hundrað milljónir úr fimm hundruð milljónum í fjögurhundruð milljónum. Margir KR-ingar supu því hveljur en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir þá ekki þurfa að örvænta. „Nei alls ekki, það hefur engin ákvörðun verið tekin um neitt varðandi íþróttahreyfinguna annað en að standa við þau áform sem hefur verið farið í, það er tilfærsla þarna, við erum að fjárfesta gríðarlega, við erum að fjárfesta fyrir yfir tuttugu milljarða á þessu ári, samstæðan ef þú tekur sama reikninginn A og B-hluta er yfir sjötíu milljarða þannig ég skil vel að fólk vilji fylgjast með,“ segir Heiða Björg. Ekki bara selalaug heldur áfangastaður fyrir fjölskyldur Minnihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna gagnrýndi breytingartillögurnar á borgarráðsfundi og sökuðu meirihlutann um að velja hagsmuni sela framyfir hagsmuni KR-inga. Borgarstjóri segir um alls ótengd mál að ræða og að breytingarnar séu tilfærslur á fjármunum en ekki skerðing. „Það er ekki búið að hætta við neinar framkvæmdir, þær hafa frestast vegna þess að það hafa komið upp þannig atriði, KR-ingar meðal annars verið sjálfir í fjölmiðlum að segja frá því sem hefur komið upp,“ segir Heiða. „Varðandi húsdýragarðinn þá er þetta meira en selalaug, þetta er áfangastaður fyrir fjölskyldur, þetta er eitt af því sem fjölskyldur gera saman að fara í Húsdýragarðinn og Fjölskyldugarðinn og þetta er ekki bara selalaugin þetta er líka húsið sem er við veitingastaðinn og líka áfangastaðinn þegar þú ert að koma inn, það þarf bara að halda svona hlutum við og þeir þurfa að vera í toppformi, við höfum ekki verið með selalaugina þar, hún hefur verið óásættanleg varðandi dýravelferð.“ Reykjavík Dýraheilbrigði Dýr Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn KR Borgarstjórn Tengdar fréttir Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Staðið hefur til um árabil að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Verja átti til þess tuttugu milljónum króna þetta árið, en samkvæmt breytingartillögum borgarstjóra stendur til að leggja til sextíu milljónir króna til viðbótar, samtals áttatíu milljónir króna. Á sama tíma í tillögunum er gert ráð fyrir því að framlög vegna fjölíþróttahúss KR verði minnkuð um hundrað milljónir úr fimm hundruð milljónum í fjögurhundruð milljónum. Margir KR-ingar supu því hveljur en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir þá ekki þurfa að örvænta. „Nei alls ekki, það hefur engin ákvörðun verið tekin um neitt varðandi íþróttahreyfinguna annað en að standa við þau áform sem hefur verið farið í, það er tilfærsla þarna, við erum að fjárfesta gríðarlega, við erum að fjárfesta fyrir yfir tuttugu milljarða á þessu ári, samstæðan ef þú tekur sama reikninginn A og B-hluta er yfir sjötíu milljarða þannig ég skil vel að fólk vilji fylgjast með,“ segir Heiða Björg. Ekki bara selalaug heldur áfangastaður fyrir fjölskyldur Minnihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna gagnrýndi breytingartillögurnar á borgarráðsfundi og sökuðu meirihlutann um að velja hagsmuni sela framyfir hagsmuni KR-inga. Borgarstjóri segir um alls ótengd mál að ræða og að breytingarnar séu tilfærslur á fjármunum en ekki skerðing. „Það er ekki búið að hætta við neinar framkvæmdir, þær hafa frestast vegna þess að það hafa komið upp þannig atriði, KR-ingar meðal annars verið sjálfir í fjölmiðlum að segja frá því sem hefur komið upp,“ segir Heiða. „Varðandi húsdýragarðinn þá er þetta meira en selalaug, þetta er áfangastaður fyrir fjölskyldur, þetta er eitt af því sem fjölskyldur gera saman að fara í Húsdýragarðinn og Fjölskyldugarðinn og þetta er ekki bara selalaugin þetta er líka húsið sem er við veitingastaðinn og líka áfangastaðinn þegar þú ert að koma inn, það þarf bara að halda svona hlutum við og þeir þurfa að vera í toppformi, við höfum ekki verið með selalaugina þar, hún hefur verið óásættanleg varðandi dýravelferð.“
Reykjavík Dýraheilbrigði Dýr Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn KR Borgarstjórn Tengdar fréttir Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46