Biggi ekki lengur lögga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 14:28 Birgir Örn er þekktur fyrir að hafa húmorinn að leiðarljósi eins og Edda Björgvins leikkona. Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er hættur í löggunni. Birgir hefur ráðið sig sem deildarstjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem er í smíðum. Hann er þakklátur fyrir ár sín í einkennisbúningi lögreglunnar. Birgir opinbera tíðindin í færslu á Facebook og rifjar upp þegar hann tók skyndiákvörðun fyrir rúmum tuttugu árum að sækja um í lögregluskólanum. „Ég hafði aldrei haft þann draum um að gerast lögga og það var í raun algjörlega úr mínum karakter, að mér fannst, að fara í slíkt starf. Ég heillaðist engu að síður fljótt af starfinu og þá sérstaklega þeirri hlið að fá tækifæri að hjálpa og hafa áhrif á líf fólks, oft á þeirra erfiðustu tímum í lífinu. Ég hef alltaf verið mjög forvarnarmiðaður í hugsun og starfið mitt í löggunni hefur litaðist mjög af því. Ég hef meðal annars tekið þátt í allskonar forvarnarverkefnum, bæði hérlendis og erlendis og meðal annars komið að því að gera verklag og þjálfa lögreglumenn víðsvegar um Evrópu. Upp á síðkastið hef ég svo verið rannsóknarlögreglumaður í miðlægri kynferðisbrotadeild. Ástæðan fyrir því að ég valdi þá deild var einnig forvarnarlegs eðlis vegna þess hversu gífurleg áhrif kynferðisbrot hafa oft á líf fólks og framtíð,“ segir Birgir. Biggi lögga var gestur hjá Soffíu í þáttunum Skreytum hús um árið.Skreytum hús Nú sé komið að kaflaskilum. „Eftir rúm tuttugu ár er löggubúningurinn kominn á hilluna. Mér hefur boðist staða utan lögreglunnar og hef ég nú þegar hafið störf. Þetta er spennandi starf þar sem ég er sannfærður um að reynsla mín komi að gagni auk þess sem það fellur algjörlega að minni hugsjón. Ég hef verið ráðinn sem deildarstjóri hjá Barna og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem við munum opna á næstu mánuðum. Þetta er ótrúlega spennandi starf í gífurlega mikilvægum málaflokki sem hjarta mitt hefur alla tíð slegið fyrir. Sem betur fer er margt í gangi í málaflokknum, enda þörfin mikil, og spennandi tímar framundan. Það eru því bæði forréttindi og áskorun að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir Birgir. Biggi undir stýri í lögreglubúningnum. „Það er pínu skrýtið að fara í annað starf eftir allan þennan tíma í lögreglunni þegar sjálfið manns og meira að segja nafnið er svona tengt starfinu, en ég er sjúklega spenntur fyrir komandi tímum. Ég er endalaust þakklátur fyrir allt það frábæra fólk sem ég hef unnið með í lögreglunni og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs. Það er nefnilega engin stofnun eyland í þessum málaflokki. Farsælt samstarf er lykill.“ Lögreglan Vistaskipti Barnavernd Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Birgir opinbera tíðindin í færslu á Facebook og rifjar upp þegar hann tók skyndiákvörðun fyrir rúmum tuttugu árum að sækja um í lögregluskólanum. „Ég hafði aldrei haft þann draum um að gerast lögga og það var í raun algjörlega úr mínum karakter, að mér fannst, að fara í slíkt starf. Ég heillaðist engu að síður fljótt af starfinu og þá sérstaklega þeirri hlið að fá tækifæri að hjálpa og hafa áhrif á líf fólks, oft á þeirra erfiðustu tímum í lífinu. Ég hef alltaf verið mjög forvarnarmiðaður í hugsun og starfið mitt í löggunni hefur litaðist mjög af því. Ég hef meðal annars tekið þátt í allskonar forvarnarverkefnum, bæði hérlendis og erlendis og meðal annars komið að því að gera verklag og þjálfa lögreglumenn víðsvegar um Evrópu. Upp á síðkastið hef ég svo verið rannsóknarlögreglumaður í miðlægri kynferðisbrotadeild. Ástæðan fyrir því að ég valdi þá deild var einnig forvarnarlegs eðlis vegna þess hversu gífurleg áhrif kynferðisbrot hafa oft á líf fólks og framtíð,“ segir Birgir. Biggi lögga var gestur hjá Soffíu í þáttunum Skreytum hús um árið.Skreytum hús Nú sé komið að kaflaskilum. „Eftir rúm tuttugu ár er löggubúningurinn kominn á hilluna. Mér hefur boðist staða utan lögreglunnar og hef ég nú þegar hafið störf. Þetta er spennandi starf þar sem ég er sannfærður um að reynsla mín komi að gagni auk þess sem það fellur algjörlega að minni hugsjón. Ég hef verið ráðinn sem deildarstjóri hjá Barna og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem við munum opna á næstu mánuðum. Þetta er ótrúlega spennandi starf í gífurlega mikilvægum málaflokki sem hjarta mitt hefur alla tíð slegið fyrir. Sem betur fer er margt í gangi í málaflokknum, enda þörfin mikil, og spennandi tímar framundan. Það eru því bæði forréttindi og áskorun að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir Birgir. Biggi undir stýri í lögreglubúningnum. „Það er pínu skrýtið að fara í annað starf eftir allan þennan tíma í lögreglunni þegar sjálfið manns og meira að segja nafnið er svona tengt starfinu, en ég er sjúklega spenntur fyrir komandi tímum. Ég er endalaust þakklátur fyrir allt það frábæra fólk sem ég hef unnið með í lögreglunni og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs. Það er nefnilega engin stofnun eyland í þessum málaflokki. Farsælt samstarf er lykill.“
Lögreglan Vistaskipti Barnavernd Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira