Svanhildur Hólm fór holu í höggi Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2025 15:37 Svanhildur Hólm, sem er til þess að gera nýbyrjuð í golfi, fór holu í höggi. Loga Bergmann, eiginmanni hennar til utanáliggjandi mæðu. Facebook Versta martröð Loga Bergmann raungerðist. Svanhildur Hólm Valsdóttir sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og eiginkona Loga, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Logi Bergmann Eiðsson, eiginmaður Svanhildar, hefur fjallað mikið og ítarlega um þrá sína eftir því að fara holu í höggi. Og hefur þetta verið stöðugt til umfjöllunar í hlaðvarpi þeirra Jóns Júlíusar Karlssonar; allir gestir eru spurðir í þaula um þetta atriði. Boltinn beint ofan í af 135 metra færi Svanhildur segir hins vegar frá því að þau hjónin hafi farið í golf með vinum þeirra, þeim Gunnari Úlfarssyni og Jóni Júlíusi. „Jón Júlíus og Logi höfðu ákveðið að taka upp á nokkrum holum, enda eru þeir saman með hið stórgóða hlaðvarp Seinni níu. Þeir voru reyndar ekki með upptöku í gangi þegar ég sló teighöggið á 2. holu vallarins, en tóku fljótt við sér og skjalfestu það sem á eftir kom! Ég setti sem sagt boltann ofan í, á 135 metra færi, með sjö-járni.“ Svanhildur birtir myndbönd með frásögninni sem sjá má hér neðar og segist ekkert hafa skilið í þessu en þetta hafi verið gaman og frábært að þetta skyldi gerast með góðum vinum sem fögnuðu stórkostlega með mér. „Það má líka fylgja sögunni að við Logi erum enn gift og ætlum að vera það áfram, þrátt fyrir allar yfirlýsingar hans um að ef ég færi holu í höggi á undan honum væri það fullkominn forsendubrestur í þessu hjónabandi!“ Besti hringur Loga sem reyndist huggun harmi gegn Svanhildur fékk svo afhentan sérstakan fána Bretton Woods-klúbbsins nálægt Washington, hvar þau voru að spila og fæ nafnið sitt upp á vegg í klúbbhúsinu. Hún heldur að hún sé annar Íslendingurinn til þess. Hinn er Bragi Valgeirsson. „En af því að alheimurinn leitar alltaf jafnvægis og gætir þess að maður ofmetnist ekki, er rétt að geta þess að ég labbaði á kyrrstæðan golfbíl á sautjándu braut. Gunnar var eftir hringinn ekki viss um hvort væri merkilegra, að fara holu í höggi eða labba á golfbíl,“ segir Svanhildur á Facebook-síðu sinni. „Já, enn sem komið er þá heldur hjónabandið. Hann var búinn að nefna þetta í þættinum að það myndi koma til skilnaðar,“ segir Jón Júlíus. En það hafi nú mjög líklega verið í nösunum á honum. Þetta hafi verið frábært högg hjá Svanhildi og stefndi allan tímann á pinnann. „En þetta er líklega besti hringurinn sem Logi hefur spilað í Bandaríkjunum þannig að það var huggun harmi gegn. Hann var að spila mjög gott golf. Hann hefur verið í púttveseni en það var ekki núna, hann púttaði eins og engill. Ég hef áður verið viðstaddur þegar einhver hefur farið holu í höggi. Það trúði þessu enginn. Þetta var stórkostlegt," segir Jón Júlíus kátur. Golf Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Sjá meira
Logi Bergmann Eiðsson, eiginmaður Svanhildar, hefur fjallað mikið og ítarlega um þrá sína eftir því að fara holu í höggi. Og hefur þetta verið stöðugt til umfjöllunar í hlaðvarpi þeirra Jóns Júlíusar Karlssonar; allir gestir eru spurðir í þaula um þetta atriði. Boltinn beint ofan í af 135 metra færi Svanhildur segir hins vegar frá því að þau hjónin hafi farið í golf með vinum þeirra, þeim Gunnari Úlfarssyni og Jóni Júlíusi. „Jón Júlíus og Logi höfðu ákveðið að taka upp á nokkrum holum, enda eru þeir saman með hið stórgóða hlaðvarp Seinni níu. Þeir voru reyndar ekki með upptöku í gangi þegar ég sló teighöggið á 2. holu vallarins, en tóku fljótt við sér og skjalfestu það sem á eftir kom! Ég setti sem sagt boltann ofan í, á 135 metra færi, með sjö-járni.“ Svanhildur birtir myndbönd með frásögninni sem sjá má hér neðar og segist ekkert hafa skilið í þessu en þetta hafi verið gaman og frábært að þetta skyldi gerast með góðum vinum sem fögnuðu stórkostlega með mér. „Það má líka fylgja sögunni að við Logi erum enn gift og ætlum að vera það áfram, þrátt fyrir allar yfirlýsingar hans um að ef ég færi holu í höggi á undan honum væri það fullkominn forsendubrestur í þessu hjónabandi!“ Besti hringur Loga sem reyndist huggun harmi gegn Svanhildur fékk svo afhentan sérstakan fána Bretton Woods-klúbbsins nálægt Washington, hvar þau voru að spila og fæ nafnið sitt upp á vegg í klúbbhúsinu. Hún heldur að hún sé annar Íslendingurinn til þess. Hinn er Bragi Valgeirsson. „En af því að alheimurinn leitar alltaf jafnvægis og gætir þess að maður ofmetnist ekki, er rétt að geta þess að ég labbaði á kyrrstæðan golfbíl á sautjándu braut. Gunnar var eftir hringinn ekki viss um hvort væri merkilegra, að fara holu í höggi eða labba á golfbíl,“ segir Svanhildur á Facebook-síðu sinni. „Já, enn sem komið er þá heldur hjónabandið. Hann var búinn að nefna þetta í þættinum að það myndi koma til skilnaðar,“ segir Jón Júlíus. En það hafi nú mjög líklega verið í nösunum á honum. Þetta hafi verið frábært högg hjá Svanhildi og stefndi allan tímann á pinnann. „En þetta er líklega besti hringurinn sem Logi hefur spilað í Bandaríkjunum þannig að það var huggun harmi gegn. Hann var að spila mjög gott golf. Hann hefur verið í púttveseni en það var ekki núna, hann púttaði eins og engill. Ég hef áður verið viðstaddur þegar einhver hefur farið holu í höggi. Það trúði þessu enginn. Þetta var stórkostlegt," segir Jón Júlíus kátur.
Golf Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Sjá meira