Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 20. maí 2025 06:04 Myndin er tekin í Breiðafirði og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar auk sjóbjörgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, Grundarfirði, Rifi og Stykkishólmi voru kallaðar út á öðrum tímanum í nótt í kjölfar þess að staðsetningarmerki fiskibáts bárust ekki lengur stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð. Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar um málið segir að auk þess hafi eigandi bátsins ekki svarað köllum Landhelgisgæslunnar í gegnum talstöð og ekki heldur náðst í viðkomandi í síma. Samkvæmt tilkynningu óskuðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í kjölfarið eftir því að bátar í grenndinni héldu á vettvang til að svipast um eftir bátnum sem saknað var auk þess sem sjófarendum á norðanverðum Breiðafirði var tilkynnt um leitina á rás 16. Síðasta þekkta staðsetning bátsins var um 5,6 sjómílur suðaustur af Brjánslæk. Fyrsti bátur sem kom á leitarsvæðið sá ekki til fiskibátsins en skyggni var á þessum tíma slæmt til leitar á Breiðafirði sökum þoku. Landhelgisgæslan óskaði einnig eftir því við lögregluna á Vestfjörðum að kanna hvort báturinn kynni að vera kominn til hafnar þrátt fyrir að slíkar upplýsingar hefðu ekki borist stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Laust fyrir klukkan þrjú kom í ljós að báturinn sem leitað var að var kominn til hafnar á Brjánslæk og var leit þá afturkölluð. Minna á mikilvægi þess að tilkynna sig Í tilkynningu segir að lokum að eitt af hlutverkum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sé að fylgjast með bátunum á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þeir tilkynni sig inn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar við brottför og hverfi þeir úr ferilvöktun setji varðstjórar ferli í gang til að hafa upp á viðkomandi og hefja svo leit. Landhelgisgæslan áréttar að lokum mikilvægi þess að sjófarendur tilkynni sig úr höfn við brottför, hlusti vel á rás 16 og fari vel yfir virkni þess öryggisbúnaðar sem um borð er. Einnig er mjög mikilvægt að sjómenn tilkynni um breytt símanúmer um borð. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Vesturbyggð Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar um málið segir að auk þess hafi eigandi bátsins ekki svarað köllum Landhelgisgæslunnar í gegnum talstöð og ekki heldur náðst í viðkomandi í síma. Samkvæmt tilkynningu óskuðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í kjölfarið eftir því að bátar í grenndinni héldu á vettvang til að svipast um eftir bátnum sem saknað var auk þess sem sjófarendum á norðanverðum Breiðafirði var tilkynnt um leitina á rás 16. Síðasta þekkta staðsetning bátsins var um 5,6 sjómílur suðaustur af Brjánslæk. Fyrsti bátur sem kom á leitarsvæðið sá ekki til fiskibátsins en skyggni var á þessum tíma slæmt til leitar á Breiðafirði sökum þoku. Landhelgisgæslan óskaði einnig eftir því við lögregluna á Vestfjörðum að kanna hvort báturinn kynni að vera kominn til hafnar þrátt fyrir að slíkar upplýsingar hefðu ekki borist stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Laust fyrir klukkan þrjú kom í ljós að báturinn sem leitað var að var kominn til hafnar á Brjánslæk og var leit þá afturkölluð. Minna á mikilvægi þess að tilkynna sig Í tilkynningu segir að lokum að eitt af hlutverkum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sé að fylgjast með bátunum á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þeir tilkynni sig inn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar við brottför og hverfi þeir úr ferilvöktun setji varðstjórar ferli í gang til að hafa upp á viðkomandi og hefja svo leit. Landhelgisgæslan áréttar að lokum mikilvægi þess að sjófarendur tilkynni sig úr höfn við brottför, hlusti vel á rás 16 og fari vel yfir virkni þess öryggisbúnaðar sem um borð er. Einnig er mjög mikilvægt að sjómenn tilkynni um breytt símanúmer um borð.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Vesturbyggð Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48