Beckham varar Manchester United við Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 15:18 David Beckham, eigandi Inter Miami, spilaði á sínum tíma hjá Manchester United og vann fjölda titla. Vísir/Getty David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hvetur eigendur félagsins til að styðja vel við þjálfarann Rúben Amorim með því að fara mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Þá varar hann sitt gamla félag við því að selja lykilleikmanninn Bruno Fernandes. Í nýlegu viðtali hjá The Athletic ræddi Beckham, sem er nú eigandi Inter Miami í MLS deildinni, um stöðuna hjá Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni en mætir Tottenham annað kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Beckham vill að eigendur Manchester United, Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe og hans teymi, geri Manchester United kleift að styrkja sitt lið í komandi félagsskiptaglugga með stórum fjárhæðum. Amorim tók við stjórnartaumunum hjá liði Manchester United af Hollendingnum Erik ten Hag í nóvember á síðasta ári. Honum hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við í ensku úrvalsdeildinni en Beckham segir hann þurfa þolinmæði í starfi. Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð.Getty/Marc Atkins „Ég tel okkur vera með mjög góðan þjálfara núna,“ sagði Beckham í samtali við The Athletic. „Hann er ungur að árum, sigursæll frá fyrri tíð og býr yfir mikilli reynslu miðað við sinn aldur. Hann þarf að fá tækifæri til þess að gera liðið að sínu, fá inn sína leikmenn og þá tel ég að við munum sjá önnur úrslit.“ Manchester United virðist ekki langt frá því að landa Matheus Cunha frá Wolves en sá hefur verið afar öflugur á tímabilinu og þá eru sögusagnir um að Liam Delap, sóknarmaður Ipswich Town sem hefur skorað tólf mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leið til Rauðu djöflanna. En einnig er talað um að leikmenn gætu verið á förum frá félaginu. Fjárhagsstaða Manchester United er ekki sú besta og einhver staðar verður að fá pening inn fyrir nýjum leikmönnum. Miðjumaðurinn Bruno Fernandes hefur verið orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu en Beckham vill ekki sjá það að Portúgalinn verði seldur og það sama gildir um uppalda leikmenn Manchester United. „Bruno steig upp þegar að við þurftum á honum að halda. Þá hata ég hugmyndir um að leikmenn, sem eru aldir upp hjá Manchester United, fari. Ef þeir elska félagið og standa sig þá ættu þeir að vera áfram. “ Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham í Evrópudeildinni hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Sjá meira
Í nýlegu viðtali hjá The Athletic ræddi Beckham, sem er nú eigandi Inter Miami í MLS deildinni, um stöðuna hjá Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni en mætir Tottenham annað kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Beckham vill að eigendur Manchester United, Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe og hans teymi, geri Manchester United kleift að styrkja sitt lið í komandi félagsskiptaglugga með stórum fjárhæðum. Amorim tók við stjórnartaumunum hjá liði Manchester United af Hollendingnum Erik ten Hag í nóvember á síðasta ári. Honum hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við í ensku úrvalsdeildinni en Beckham segir hann þurfa þolinmæði í starfi. Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð.Getty/Marc Atkins „Ég tel okkur vera með mjög góðan þjálfara núna,“ sagði Beckham í samtali við The Athletic. „Hann er ungur að árum, sigursæll frá fyrri tíð og býr yfir mikilli reynslu miðað við sinn aldur. Hann þarf að fá tækifæri til þess að gera liðið að sínu, fá inn sína leikmenn og þá tel ég að við munum sjá önnur úrslit.“ Manchester United virðist ekki langt frá því að landa Matheus Cunha frá Wolves en sá hefur verið afar öflugur á tímabilinu og þá eru sögusagnir um að Liam Delap, sóknarmaður Ipswich Town sem hefur skorað tólf mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leið til Rauðu djöflanna. En einnig er talað um að leikmenn gætu verið á förum frá félaginu. Fjárhagsstaða Manchester United er ekki sú besta og einhver staðar verður að fá pening inn fyrir nýjum leikmönnum. Miðjumaðurinn Bruno Fernandes hefur verið orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu en Beckham vill ekki sjá það að Portúgalinn verði seldur og það sama gildir um uppalda leikmenn Manchester United. „Bruno steig upp þegar að við þurftum á honum að halda. Þá hata ég hugmyndir um að leikmenn, sem eru aldir upp hjá Manchester United, fari. Ef þeir elska félagið og standa sig þá ættu þeir að vera áfram. “ Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham í Evrópudeildinni hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Sjá meira