Bíó og sjónvarp

Gurra og Georg hafa eignast litla systur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Aðdáendur þáttanna um Gurru grís hafa beðið eftir gleðitíðindunum með mikilli eftirvæntingum. Eva litla er komin i heiminn.
Aðdáendur þáttanna um Gurru grís hafa beðið eftir gleðitíðindunum með mikilli eftirvæntingum. Eva litla er komin i heiminn. GMB/ITV

Teiknimyndagríslingarnir Gurra og Georg hafa nú eignast litla systur. Greint var frá gleðitíðindunum í morgunþættinum Good Morning Britain. Þættirnir um Gurru (e. Peppa pig) eru geysivinsælir hjá yngstu kynslóðinni.

Mamma grís hélt svokallaða „kynjaveislu“ fyrir nokkrum mánuðum þar sem foreldrarnir afhjúpu kyn gríslingsins en aðdáendur þáttanna hafa tekið því fagnandi að Gurra fái annað systkini og að Georg litli verði stóri bróðir.

Litla systir þeirra Gurru og Georgs heitir Eva en handritshöfundar þáttanna um Gurru grís segja að Eva hafi fæðst á sama spítala og hin konunglegu börn Vilhjálms og Katrínar.

Aðdáendur þáttanna, ungir sem aldnir, þurfa að bíða til haustsins til að sjá Evu litlu í þáttunum.


Tengdar fréttir

Mamma Gurru gríss gýtur í sumar

Teiknimyndagrísinn Gurra grís á von á systkini í sumar þar sem móðir hennar gengur með grís. Fyrir á Gurra bróðurinn Georg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.