Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir og Bergþóra Góa Kvaran skrifa 20. maí 2025 12:32 Mannvirkjageirinn ber ábyrgð á um 40% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu samkvæmt sameinuðu þjóðunum ásamt því að mikil efnanotkun fylgir framkvæmdum. Það er ljóst að aðgerðir innan byggingariðnaðarins sem snúa að umhverfismálum eru mikilvægar. Á síðustu árum hafa þó framfarir orðið bæði þar sem umhverfisvottuðum verkefnum hefur fjölgað sem og breytingar í regluverkinu hafa átt sér stað. Það er hins vegar ljóst að betur má ef duga skal og ekki má sofna á verðinum. En hvar liggur ábyrgðin og hvar er hægt að skapa hvata til umbreytinga? Sveitarfélög eiga eitt öflugasta tækið þegar kemur að því að draga úr umhverfisáhrifum bygginga og búa því yfir tækifæri til að móta sjálfbæra framtíð. Þau stýra skipulagi, setja leikreglurnar og geta valið að leiða með góðu fordæmi. Hvort sem það er með vistvænum áherslum í eigin framkvæmdum eða með því að hvetja verktaka og hönnuði til að velja umhverfisvænar lausnir. Mikilvægt að kalla fram breytingar Ef við viljum sjá raunverulegar og hraðar breytingar eru tækifærin mörg á skrifstofum sveitarfélaganna. Þar liggur valdið til að skapa hvata fyrir betri byggingar og möguleiki til að skapa tækifæri fyrir alla aðila í ferlinu – hönnuði, verktaka og verkkaupa – til að velja umhverfisvænar leiðir. En hvatar þurfa að vera skýrir, og kröfurnar markvissar svo sjálfbærar lausnir verði ekki eingöngu kostur, heldur augljósasti valkosturinn. Það eru jákvæð teikn á lofti, mörg sveitarfélög eru farin að nýta verkfæri eins og umhverfisvottanir, eins og Svaninn og BREEAM sem hafa verið leiðandi í byggingariðnaðinum hér á landi. Umhverfismerki á borð við Svaninn, þar sem hægt er að votta ýmisar vörur og þjónustu, eru leiðbeinandi fyrir neytendur og auðvelda valið. Svansmerkið nýtist til að mynda bæði við innkaup á vörum og þjónustu í rekstri sveitarfélaga og við byggingarframkvæmdir. Umhverfismerki veita skýran ramma fyrir þau sem vilja leggja áherslu á umhverfisvænar lausnir og gæði – hvort sem um ræðir nýbyggingar eða endurbætur. Önnur verkfæri sem eru í boði eru lífsferilsgreiningar (LCA) sem sveitarfélög og fagfólk geta einnig unnið markvisst með til að minnka kolefnisspor mannvirkja, m.a. með því að velja efni og lausnir sem hafa minni heildaráhrif á umhverfið yfir allan líftíma byggingarinnar. Þá skiptir einnig miklu máli að horfa til hringrásarhagkerfisins, þar sem efni eru endurnýtt, líftími bygginga lengdur og úrgangur lágmarkaður með snjöllum hönnunar- og framkvæmdalausnum. Hvað er hægt að gera? Hafnarfjarðarbær er gott dæmi um sveitarfélag sem hefur sýnt frumkvæði á þessu sviði en sveitarfélagið býður upp á afslætti af gatnagerðar- og lóðagjöldum fyrir þau sem byggja umhverfisvottaðar byggingar. Með þessu styður bærinn verktaka og aðra í að velja sjálfbærar lausnir í framkvæmdum sem skila sér í gæðum byggingarverkefna þar sem heilsan er í fyrirrúmi og vistvænni hverfum. Þessi fjárhagslegi hvati hefur skilað sér en um fjórðungur allra verkefna sem hafa annað hvort fengið vottun eða eru í Svansvottunarferli eru staðsett í Hafnarfjarðarbæ. Einnig má sjá að mikill fjöldi verkefna er staðsettur í Reykjavík en sveitarfélagið stóð til að mynda að verkefni sem kallast Grænt húsnæði framtíðarinnar sem stuðlar að vistvænni húsnæðisþróun þar sem kallað er eftir tillögum um vistvænni byggð. Fleiri sveitarfélög hafa einnig tekið af skarið en sveitarfélagið Hornafjörður er nú á lokametrunum með að Svansvotta viðbyggingu við leikskólann Sjónarhól og Reykjanesbær er í Svansvottunarferli með hjúkrunarheimili sem rís í Njarðvík. Þá hafa Kópavogur og Garðabær farið í Svansvottunarferli með sínar eigin framkvæmdir en leikskólinn Urriðaból í Garðabæ hlaut Grænu skófluna árið 2024 sem er viðurkenning fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum. Sveitarfélög hafa öfluga hvata í höndunum ef viljinn er fyrir hendi. Byggingar sem rísa í dag eru byggðar til að endast í a.m.k. 100 ár. Því eiga allar ákvarðanir sem teknar eru í dag eftir að hafa áhrif á byggingarmassann næstu öldina. Því er mikilvægt að hanna byggingar með betri orkunýtni en tíðkast hefur til að sóa ekki auðlindum og hanna sér í hag til dæmis fyrir (orku)óvissu framtíðarinnar. Það er því mikilvægt að kröfur séu settar á framkvæmdaraðila sem stuðla að betri byggingum fyrir heilsu og umhverfið í framtíðinni. Sveitarfélög gegna þar lykilhlutverki og geta hvatt til grænni lausna m.a. með því að: Setja skýrari umhverfiskröfur í tengslum við skipulagsmál eins og deili- og aðalskipulag og byggingarframkvæmdir t.d. með kröfu um bætta orkunotkun, lægra kolefnisspor o.fl. Veita fjárhagslega hvata, t.d. afslátt af lóðagjöldum og/eða gatnagerðargjöldum. Velja að umhverfisvotta eigin framkvæmdir. Skrifa kröfur sem varða sjálfbærni í eigin útboðsgögn. Gæði bygginga eru umhverfismál Gæði bygginga skipta sköpum. Vandaðar og endingargóðar byggingar draga úr þörf á nýbyggingum og viðhaldi, sem og tilheyrandi umhverfisáhrifum og kostnaði. Reglulegt viðhald, markviss rekstur og endurbætur eru lykilatriði þegar kemur að lengri líftíma bygginga og mikilvægt er að hlúa að þeim húsum sem þegar standa. Reykjavíkurborg hefur tekið frumkvæði með því að innleiða Svansvottun í endurbótaverkefni sín. Einnig hægt að Svansvotta rekstur bygginga, sem eykur umhverfisvitund og tryggir betra eftirlit með viðhaldi. Þegar vel er haldið á spilunum stuðla gæði að sjálfbærni – bæði til skamms tíma og til framtíðar. Við þurfum sveitarfélög sem þora að setja kröfur, hugsa til lengri tíma og velja umhverfisvænar lausnir. Höfundar eru Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi og Bergþóra Góa Kvaran, sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mannvirkjageirinn ber ábyrgð á um 40% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu samkvæmt sameinuðu þjóðunum ásamt því að mikil efnanotkun fylgir framkvæmdum. Það er ljóst að aðgerðir innan byggingariðnaðarins sem snúa að umhverfismálum eru mikilvægar. Á síðustu árum hafa þó framfarir orðið bæði þar sem umhverfisvottuðum verkefnum hefur fjölgað sem og breytingar í regluverkinu hafa átt sér stað. Það er hins vegar ljóst að betur má ef duga skal og ekki má sofna á verðinum. En hvar liggur ábyrgðin og hvar er hægt að skapa hvata til umbreytinga? Sveitarfélög eiga eitt öflugasta tækið þegar kemur að því að draga úr umhverfisáhrifum bygginga og búa því yfir tækifæri til að móta sjálfbæra framtíð. Þau stýra skipulagi, setja leikreglurnar og geta valið að leiða með góðu fordæmi. Hvort sem það er með vistvænum áherslum í eigin framkvæmdum eða með því að hvetja verktaka og hönnuði til að velja umhverfisvænar lausnir. Mikilvægt að kalla fram breytingar Ef við viljum sjá raunverulegar og hraðar breytingar eru tækifærin mörg á skrifstofum sveitarfélaganna. Þar liggur valdið til að skapa hvata fyrir betri byggingar og möguleiki til að skapa tækifæri fyrir alla aðila í ferlinu – hönnuði, verktaka og verkkaupa – til að velja umhverfisvænar leiðir. En hvatar þurfa að vera skýrir, og kröfurnar markvissar svo sjálfbærar lausnir verði ekki eingöngu kostur, heldur augljósasti valkosturinn. Það eru jákvæð teikn á lofti, mörg sveitarfélög eru farin að nýta verkfæri eins og umhverfisvottanir, eins og Svaninn og BREEAM sem hafa verið leiðandi í byggingariðnaðinum hér á landi. Umhverfismerki á borð við Svaninn, þar sem hægt er að votta ýmisar vörur og þjónustu, eru leiðbeinandi fyrir neytendur og auðvelda valið. Svansmerkið nýtist til að mynda bæði við innkaup á vörum og þjónustu í rekstri sveitarfélaga og við byggingarframkvæmdir. Umhverfismerki veita skýran ramma fyrir þau sem vilja leggja áherslu á umhverfisvænar lausnir og gæði – hvort sem um ræðir nýbyggingar eða endurbætur. Önnur verkfæri sem eru í boði eru lífsferilsgreiningar (LCA) sem sveitarfélög og fagfólk geta einnig unnið markvisst með til að minnka kolefnisspor mannvirkja, m.a. með því að velja efni og lausnir sem hafa minni heildaráhrif á umhverfið yfir allan líftíma byggingarinnar. Þá skiptir einnig miklu máli að horfa til hringrásarhagkerfisins, þar sem efni eru endurnýtt, líftími bygginga lengdur og úrgangur lágmarkaður með snjöllum hönnunar- og framkvæmdalausnum. Hvað er hægt að gera? Hafnarfjarðarbær er gott dæmi um sveitarfélag sem hefur sýnt frumkvæði á þessu sviði en sveitarfélagið býður upp á afslætti af gatnagerðar- og lóðagjöldum fyrir þau sem byggja umhverfisvottaðar byggingar. Með þessu styður bærinn verktaka og aðra í að velja sjálfbærar lausnir í framkvæmdum sem skila sér í gæðum byggingarverkefna þar sem heilsan er í fyrirrúmi og vistvænni hverfum. Þessi fjárhagslegi hvati hefur skilað sér en um fjórðungur allra verkefna sem hafa annað hvort fengið vottun eða eru í Svansvottunarferli eru staðsett í Hafnarfjarðarbæ. Einnig má sjá að mikill fjöldi verkefna er staðsettur í Reykjavík en sveitarfélagið stóð til að mynda að verkefni sem kallast Grænt húsnæði framtíðarinnar sem stuðlar að vistvænni húsnæðisþróun þar sem kallað er eftir tillögum um vistvænni byggð. Fleiri sveitarfélög hafa einnig tekið af skarið en sveitarfélagið Hornafjörður er nú á lokametrunum með að Svansvotta viðbyggingu við leikskólann Sjónarhól og Reykjanesbær er í Svansvottunarferli með hjúkrunarheimili sem rís í Njarðvík. Þá hafa Kópavogur og Garðabær farið í Svansvottunarferli með sínar eigin framkvæmdir en leikskólinn Urriðaból í Garðabæ hlaut Grænu skófluna árið 2024 sem er viðurkenning fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum. Sveitarfélög hafa öfluga hvata í höndunum ef viljinn er fyrir hendi. Byggingar sem rísa í dag eru byggðar til að endast í a.m.k. 100 ár. Því eiga allar ákvarðanir sem teknar eru í dag eftir að hafa áhrif á byggingarmassann næstu öldina. Því er mikilvægt að hanna byggingar með betri orkunýtni en tíðkast hefur til að sóa ekki auðlindum og hanna sér í hag til dæmis fyrir (orku)óvissu framtíðarinnar. Það er því mikilvægt að kröfur séu settar á framkvæmdaraðila sem stuðla að betri byggingum fyrir heilsu og umhverfið í framtíðinni. Sveitarfélög gegna þar lykilhlutverki og geta hvatt til grænni lausna m.a. með því að: Setja skýrari umhverfiskröfur í tengslum við skipulagsmál eins og deili- og aðalskipulag og byggingarframkvæmdir t.d. með kröfu um bætta orkunotkun, lægra kolefnisspor o.fl. Veita fjárhagslega hvata, t.d. afslátt af lóðagjöldum og/eða gatnagerðargjöldum. Velja að umhverfisvotta eigin framkvæmdir. Skrifa kröfur sem varða sjálfbærni í eigin útboðsgögn. Gæði bygginga eru umhverfismál Gæði bygginga skipta sköpum. Vandaðar og endingargóðar byggingar draga úr þörf á nýbyggingum og viðhaldi, sem og tilheyrandi umhverfisáhrifum og kostnaði. Reglulegt viðhald, markviss rekstur og endurbætur eru lykilatriði þegar kemur að lengri líftíma bygginga og mikilvægt er að hlúa að þeim húsum sem þegar standa. Reykjavíkurborg hefur tekið frumkvæði með því að innleiða Svansvottun í endurbótaverkefni sín. Einnig hægt að Svansvotta rekstur bygginga, sem eykur umhverfisvitund og tryggir betra eftirlit með viðhaldi. Þegar vel er haldið á spilunum stuðla gæði að sjálfbærni – bæði til skamms tíma og til framtíðar. Við þurfum sveitarfélög sem þora að setja kröfur, hugsa til lengri tíma og velja umhverfisvænar lausnir. Höfundar eru Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi og Bergþóra Góa Kvaran, sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar