Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. maí 2025 20:33 Landsmenn hafa notið sólarinnar undanfarna daga. Vísir/Anton Íslendingar nota fæstir nægilega mikla sólarvörn að mati lækna sem vara við því að það geti tekið óvarið fólk skamman tíma að brenna þessa dagana. Slíkt getur haft alvarleg áhrif síðar. Þeir hvetja fólk til að bera á sig sólarvörn og velja hana vel. Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarið sem hafa verið duglegir að njóta hennar. Læknar segja mikilvægt að fólk hugi vel að því þessa dagana að verja sig gegn sólargeislum og passi sérstaklega vel upp á börnin. „Það tekur ekki nema fimmtán til tuttugu mínútur að brenna ef þú ferð með alveg óvarða íslenska húð í út í sól sem kemur svona skyndilega að vori. Það er enn verra fyrir börn að brenna varðandi hættu á krabbameini og svoleiðis,“ segir Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans segir fólk geta sólbrunnið á skömmum tíma í veðri líkt og hefur verið síðustu daga.Vísir/Bjarni Þannig geti mikil vera í sól aukið líkur á ýmsum gerðum húðkrabbameina og hraðað öldrun húðarinnar. Sólarvörn, höfuðföt, sólgleraugu og langermabolir séu því mikilvæg þessa dagana til að verja fólk. „Skaðinn kemur, hann sést ekkert strax, hann kemur í ljós seinna. Af því það hefur áhrif á það sem kallast elastín í húðinni og fleira sem veldur því þá að andlitið sígur þá og hrukkur og slíkt.“ Þá sé mikilvægt að fólk beri á sig viðurkennda sólarvörn sem ver bæði fyrir UVA og UVB geislum og að það sé gert rétt. Flestir noti ekki nægilega mikið af henni. „Fólk notar of þunnt lag en maður þarf að nota dálítið vel af vörunni til þess að hún skili tilskyldum árangri,“ segir Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum. Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum segir mikilvægt að bera vel af sólarvörn á sig en flestir beri ekki nógu þykkt lag af vörninni. Vísir/Bjarni Ef bestu sólarvarnir séu bornar rétt á geti þær varið fólk fyrir 97 prósentum af geislunum. „Auðvitað á fólk að njóta lífsins og fara út í sólina en bara passa upp á umgengnina og hvernig fólk hegðar sér og bara reyna fyrir alla muni að forðast sólbruna.“ Landspítalinn Veður Krabbamein Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarið sem hafa verið duglegir að njóta hennar. Læknar segja mikilvægt að fólk hugi vel að því þessa dagana að verja sig gegn sólargeislum og passi sérstaklega vel upp á börnin. „Það tekur ekki nema fimmtán til tuttugu mínútur að brenna ef þú ferð með alveg óvarða íslenska húð í út í sól sem kemur svona skyndilega að vori. Það er enn verra fyrir börn að brenna varðandi hættu á krabbameini og svoleiðis,“ segir Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans segir fólk geta sólbrunnið á skömmum tíma í veðri líkt og hefur verið síðustu daga.Vísir/Bjarni Þannig geti mikil vera í sól aukið líkur á ýmsum gerðum húðkrabbameina og hraðað öldrun húðarinnar. Sólarvörn, höfuðföt, sólgleraugu og langermabolir séu því mikilvæg þessa dagana til að verja fólk. „Skaðinn kemur, hann sést ekkert strax, hann kemur í ljós seinna. Af því það hefur áhrif á það sem kallast elastín í húðinni og fleira sem veldur því þá að andlitið sígur þá og hrukkur og slíkt.“ Þá sé mikilvægt að fólk beri á sig viðurkennda sólarvörn sem ver bæði fyrir UVA og UVB geislum og að það sé gert rétt. Flestir noti ekki nægilega mikið af henni. „Fólk notar of þunnt lag en maður þarf að nota dálítið vel af vörunni til þess að hún skili tilskyldum árangri,“ segir Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum. Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum segir mikilvægt að bera vel af sólarvörn á sig en flestir beri ekki nógu þykkt lag af vörninni. Vísir/Bjarni Ef bestu sólarvarnir séu bornar rétt á geti þær varið fólk fyrir 97 prósentum af geislunum. „Auðvitað á fólk að njóta lífsins og fara út í sólina en bara passa upp á umgengnina og hvernig fólk hegðar sér og bara reyna fyrir alla muni að forðast sólbruna.“
Landspítalinn Veður Krabbamein Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira