Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2025 20:33 Elon Musk varði nærri því þrjú hundruð milljónum dala í framboð Donalds Trump eða í fjárveitingar til annarra Repúblikana í fyrra. AP/Jeffrey Phelps Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga úr fjárútlátum sínum til stjórnmálamanna og vegna málefna sem honum eru hugfangin. Hann segist búinn að gera nóg, í bili. Auðjöfurinn varði fúlgum fjár í að styðja Trump í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra. Samkvæmt frétt Reuters er talið að hann hafi verið nærri því þrjú hundruð milljónum dala í stuðning við Trump og aðra Repúblikana á síðasta ári. Þetta sagði Musk á ráðstefnum í Katar í dag og sagðist hann þeirrar skoðunar að hann væri búinn að gefa nóg til stjórnmálanna. „Varðandi pólitísk fjárútlát, ætla ég að draga verulega úr þeim í framtíðinni,“ sagði Musk. „Ég held ég sé búinn að gera nóg.“ Samkvæmt Wall Street Journal gaf Musk þó til kynna að honum gæti snúist hugur, ef aðstæður breyttust og sjái hann tilefni til. Núna sjái hann ekki ástæðu til mikilla fjárútláta. Hann hét því einnig að vera áfram forstjóri hjá Tesla í að minnsta kosti fimm ár, nema hann deyi, eins og hann orðaði það. Í apríl lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að draga úr störfum sínum fyrir Trump og einbeita sér að rekstri bílafyrirtækisins en það var eftir að fyrirtækið birti ársfjórðungsuppgjör sem þótti mjög slæmt fyrir Tesla. Störf Musks varðandi umfangsmikla niðurskurði í stjórnsýslu Bandaríkjanna og aðrar aðgerðir hans varðandi stjórnmál þar í landi hafa leitt til mótmæla gegn honum og Tesla. Í uppgjörinu kom fram að pólitískt andrúmsloft hafi haft mikil áhrif á reksturinn. Mikil eftirspurn, nema í Evrópu Musk sagði þó í dag að fyrirtækið hefði mögulega tapað einhverjum frjálslyndum viðskiptavinum en aðrir hefðu komið í staðinn. Sölutölur væru þegar komnar í fyrra horfa. Hann sagði eftirspurn eftir bílum Tesla vara mikla allss taðar, nema í Evrópu. Wall Street Journal sagði nýverið frá því að stjórnarmeðlimir Tesla hafi að undanförnu leitað til fyrirtækja sem sérhæfa sig í ráðningum stjórnenda varðandi leit að nýjum forstjóra. Stjórnin er sögðu hafa gert Musk ljóst að hann væri búinn að leggja allt of mikla áherslu á störf sín fyrir Trump og þyrfti frekar einbeita sér að rekstri Tesla. Talsmenn fyrirtækisins neituðu þessum fregnum og Musk gagnrýndi fréttaflutninginn á samfélagsmiðli sínum. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Tesla Tengdar fréttir Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02 Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. 6. maí 2025 08:11 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. 23. apríl 2025 11:39 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Auðjöfurinn varði fúlgum fjár í að styðja Trump í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra. Samkvæmt frétt Reuters er talið að hann hafi verið nærri því þrjú hundruð milljónum dala í stuðning við Trump og aðra Repúblikana á síðasta ári. Þetta sagði Musk á ráðstefnum í Katar í dag og sagðist hann þeirrar skoðunar að hann væri búinn að gefa nóg til stjórnmálanna. „Varðandi pólitísk fjárútlát, ætla ég að draga verulega úr þeim í framtíðinni,“ sagði Musk. „Ég held ég sé búinn að gera nóg.“ Samkvæmt Wall Street Journal gaf Musk þó til kynna að honum gæti snúist hugur, ef aðstæður breyttust og sjái hann tilefni til. Núna sjái hann ekki ástæðu til mikilla fjárútláta. Hann hét því einnig að vera áfram forstjóri hjá Tesla í að minnsta kosti fimm ár, nema hann deyi, eins og hann orðaði það. Í apríl lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að draga úr störfum sínum fyrir Trump og einbeita sér að rekstri bílafyrirtækisins en það var eftir að fyrirtækið birti ársfjórðungsuppgjör sem þótti mjög slæmt fyrir Tesla. Störf Musks varðandi umfangsmikla niðurskurði í stjórnsýslu Bandaríkjanna og aðrar aðgerðir hans varðandi stjórnmál þar í landi hafa leitt til mótmæla gegn honum og Tesla. Í uppgjörinu kom fram að pólitískt andrúmsloft hafi haft mikil áhrif á reksturinn. Mikil eftirspurn, nema í Evrópu Musk sagði þó í dag að fyrirtækið hefði mögulega tapað einhverjum frjálslyndum viðskiptavinum en aðrir hefðu komið í staðinn. Sölutölur væru þegar komnar í fyrra horfa. Hann sagði eftirspurn eftir bílum Tesla vara mikla allss taðar, nema í Evrópu. Wall Street Journal sagði nýverið frá því að stjórnarmeðlimir Tesla hafi að undanförnu leitað til fyrirtækja sem sérhæfa sig í ráðningum stjórnenda varðandi leit að nýjum forstjóra. Stjórnin er sögðu hafa gert Musk ljóst að hann væri búinn að leggja allt of mikla áherslu á störf sín fyrir Trump og þyrfti frekar einbeita sér að rekstri Tesla. Talsmenn fyrirtækisins neituðu þessum fregnum og Musk gagnrýndi fréttaflutninginn á samfélagsmiðli sínum.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Tesla Tengdar fréttir Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02 Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. 6. maí 2025 08:11 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. 23. apríl 2025 11:39 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02
Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. 6. maí 2025 08:11
Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23
Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07
ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. 23. apríl 2025 11:39