Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2025 22:40 Öryggissveitir Mexíkó hafa staðið í ströngu gegn glæpamönnum að undanförnu en umfangsmikil átök milli glæpamanna hafa komið mjög niður á íbúum. EPA/Isaac Esquivel Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins. Bandalagið gæti gert þeim kleift að ná tökum á Sinaloa-samtökunum á nýjan leik. Bræðurnir Iván Archivaldo og Ovidio Guzmán leiða eina fylkingu innan Sinaloa-samtakanna og hafa þeir barist gegn fylgimönnum Ismael Zambada eða „El Mayo“, sem leiddir eru af Mayito Flaco, syni „El Mayo“. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. El Chapo og El Mayo komu báðir að því að stofna Sinaloa-samtökin á árum áður og tóku fulla stjórn á þeim í miklum átökum árið 2008. Samtökin eru mjög umsvifamikil og hafa staðið í mikilli fíkniefnasölu um allan heim um árabil. Áætluð umsvif Sinaloa-samtakanna í Mexíkó, samkvæmt DEA. Á dökkrauðu svæðunum eru umsvifin mikil. Þau eru minni á ljósrauðu svæðunum og engin á hvítu svæðunum.DEA Bæði El Chap og El Mayo sitja nú í fangelsi í Bandaríkjunum og hafa synir þeirra barist um yfirráð yfir samtökunum með blóðugum afleiðingum fyrir íbúa Mexíkó. Hundruð liggja í valnum eða hafa horfið. Ofbeldið í Mexíkó er gífurlegt. Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó voru til að mynda myrtir í Veracruz-ríki á dögunum. Þá voru ritari og ráðgjafi borgarstjóra Mexíkóborgar skotin til bana í dag. Vopnaðir menn á mótorhjóli skutu ritara og ráðgjafa borgarstjóra Mexíkó til bana í dag.AP/Tristan Velazquez Hófust með svikum Átök þessara fylkinga Sinaloa-samtakanna hófust eftir að El Mayo var óvænt handtekinn síðasta sumar, eftir að þriðji sonur El Chapo plataði hann til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Þessi blóðugu átök hafa kostað Sinaloa-samtökin verulega í fjármunum og mannafla, svo eitthvað sé nefnt. Meðlimir annarra glæpasamtaka hafa reynt að nýta sér þessa stöðu. Þau samtök bera nafnið Cártel de Jalisco Nueca Generación eða CJNG. Þau samtök eru leidd af manni sem heitir Nemesio Oseguera Cervantes og er kallaður „El Mencho“. Samtökin eru samkvæmt blaðamönnum í Mexíkó talin hafa aukið umsvif sín í norðurhluta Mexíkó frá því átökin innan Sinaloa-samtakanna hófust, samkvæmt hugveitunni ACLED. Nú eru Los Chapitos sagðir hafa mögulega gert bandalag við El Mencho og CJNG. Áætluð umsvif CJNG í Mexíkó, samkvæmt DEA. Á dökkbláu svæðunum eru umsvifin mikil. Þau eru einhver á ljósbláu svæðunum.DEA Fregnir hafa borist af því að staða Los Chapitos hafi versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og þar á meðal vegna þess að nokkrir háttsettir meðlimir fylkingarinnar hafi verið handteknir. Synir El Chapo hafa bæði þurft að verjast Los Mayos og hafa mikið fyrir því að lenda ekki í fangelsi. Sjá einnig: Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Iván sjálfur rétt komst hjá handtöku í Culiacán á í febrúar, með því að flýja gegnum göng. Faðir hans flúði að minnsta kosti tvisvar sinnum úr fangelsi í Mexíkó gegnum göng. Þá hafa einnig borist fregnir af því að meðlimir Los Chapitos hafi gerst liðhlaupar og gengið til liðs við Los Mayos. Meðlimir þjóðvarðaliðs Mexíkó að störfum.Getty/Jesus Verdugo Hávær orðrómur um bandalag El País sagði frá því í dag að orðrómur um bandalag Los Chapitos og CJNG hafi verið á kreiki um nokkuð skeið. Orðrómur þessi varð svo háværari um helgina þegar myndband af meintum glæpamönnum úr báðum samtökum fór í dreifingu. Í myndbandinu er því haldið fram að Los Chapitos og CJNG hafi tekið höndum saman og nú sé eingöngu „hreinsun“ eftir. Umsvif CJNG hafa samkvæmt áðurnefndri skýrslu DEA aukist mjög að undanförnu og eru þau starfrækt í fleiri en fjörutíu löndum heims. Áætlað er að þau starfi einnig í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna og eru samtökin skilgreind meðal skæðustu ógna sem steðja að Bandaríkjunum, eins og Sinaloa-samtökin. Bæði samtökin hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Þá segir í skýrslunni að reynist þær fregnir réttar að Los Chapitos og CJNG hafi tekið höndum saman geti það mögulega leitt til þess að bæði glæpasamtökin eflist til muna. Leggi undir sig meira svæði og verði öflugri í alla staði. Það gæti haft gífurlegar afleiðingar á sviði glæpasamtaka í Mexíkó og á landið í heild. Það myndi einnig hafa áhrif á Bandaríkin með auknu flæði fíkniefna eins og fentanýls til norður og auknu flæði skotvopna til suðurs. Óvissan og óreiðan er þó mikil í Mexíkó og þykir erfitt að segja til um framhaldið. Í frétt El País segir að ástandið minni mjög á átökin um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum árið 2008. Þegar El Chapo og El Mayo tóku höndum saman gegn Beltrán Leyva bræðrunum. Mexíkó Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Bandalagið gæti gert þeim kleift að ná tökum á Sinaloa-samtökunum á nýjan leik. Bræðurnir Iván Archivaldo og Ovidio Guzmán leiða eina fylkingu innan Sinaloa-samtakanna og hafa þeir barist gegn fylgimönnum Ismael Zambada eða „El Mayo“, sem leiddir eru af Mayito Flaco, syni „El Mayo“. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. El Chapo og El Mayo komu báðir að því að stofna Sinaloa-samtökin á árum áður og tóku fulla stjórn á þeim í miklum átökum árið 2008. Samtökin eru mjög umsvifamikil og hafa staðið í mikilli fíkniefnasölu um allan heim um árabil. Áætluð umsvif Sinaloa-samtakanna í Mexíkó, samkvæmt DEA. Á dökkrauðu svæðunum eru umsvifin mikil. Þau eru minni á ljósrauðu svæðunum og engin á hvítu svæðunum.DEA Bæði El Chap og El Mayo sitja nú í fangelsi í Bandaríkjunum og hafa synir þeirra barist um yfirráð yfir samtökunum með blóðugum afleiðingum fyrir íbúa Mexíkó. Hundruð liggja í valnum eða hafa horfið. Ofbeldið í Mexíkó er gífurlegt. Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó voru til að mynda myrtir í Veracruz-ríki á dögunum. Þá voru ritari og ráðgjafi borgarstjóra Mexíkóborgar skotin til bana í dag. Vopnaðir menn á mótorhjóli skutu ritara og ráðgjafa borgarstjóra Mexíkó til bana í dag.AP/Tristan Velazquez Hófust með svikum Átök þessara fylkinga Sinaloa-samtakanna hófust eftir að El Mayo var óvænt handtekinn síðasta sumar, eftir að þriðji sonur El Chapo plataði hann til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Þessi blóðugu átök hafa kostað Sinaloa-samtökin verulega í fjármunum og mannafla, svo eitthvað sé nefnt. Meðlimir annarra glæpasamtaka hafa reynt að nýta sér þessa stöðu. Þau samtök bera nafnið Cártel de Jalisco Nueca Generación eða CJNG. Þau samtök eru leidd af manni sem heitir Nemesio Oseguera Cervantes og er kallaður „El Mencho“. Samtökin eru samkvæmt blaðamönnum í Mexíkó talin hafa aukið umsvif sín í norðurhluta Mexíkó frá því átökin innan Sinaloa-samtakanna hófust, samkvæmt hugveitunni ACLED. Nú eru Los Chapitos sagðir hafa mögulega gert bandalag við El Mencho og CJNG. Áætluð umsvif CJNG í Mexíkó, samkvæmt DEA. Á dökkbláu svæðunum eru umsvifin mikil. Þau eru einhver á ljósbláu svæðunum.DEA Fregnir hafa borist af því að staða Los Chapitos hafi versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og þar á meðal vegna þess að nokkrir háttsettir meðlimir fylkingarinnar hafi verið handteknir. Synir El Chapo hafa bæði þurft að verjast Los Mayos og hafa mikið fyrir því að lenda ekki í fangelsi. Sjá einnig: Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Iván sjálfur rétt komst hjá handtöku í Culiacán á í febrúar, með því að flýja gegnum göng. Faðir hans flúði að minnsta kosti tvisvar sinnum úr fangelsi í Mexíkó gegnum göng. Þá hafa einnig borist fregnir af því að meðlimir Los Chapitos hafi gerst liðhlaupar og gengið til liðs við Los Mayos. Meðlimir þjóðvarðaliðs Mexíkó að störfum.Getty/Jesus Verdugo Hávær orðrómur um bandalag El País sagði frá því í dag að orðrómur um bandalag Los Chapitos og CJNG hafi verið á kreiki um nokkuð skeið. Orðrómur þessi varð svo háværari um helgina þegar myndband af meintum glæpamönnum úr báðum samtökum fór í dreifingu. Í myndbandinu er því haldið fram að Los Chapitos og CJNG hafi tekið höndum saman og nú sé eingöngu „hreinsun“ eftir. Umsvif CJNG hafa samkvæmt áðurnefndri skýrslu DEA aukist mjög að undanförnu og eru þau starfrækt í fleiri en fjörutíu löndum heims. Áætlað er að þau starfi einnig í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna og eru samtökin skilgreind meðal skæðustu ógna sem steðja að Bandaríkjunum, eins og Sinaloa-samtökin. Bæði samtökin hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Þá segir í skýrslunni að reynist þær fregnir réttar að Los Chapitos og CJNG hafi tekið höndum saman geti það mögulega leitt til þess að bæði glæpasamtökin eflist til muna. Leggi undir sig meira svæði og verði öflugri í alla staði. Það gæti haft gífurlegar afleiðingar á sviði glæpasamtaka í Mexíkó og á landið í heild. Það myndi einnig hafa áhrif á Bandaríkin með auknu flæði fíkniefna eins og fentanýls til norður og auknu flæði skotvopna til suðurs. Óvissan og óreiðan er þó mikil í Mexíkó og þykir erfitt að segja til um framhaldið. Í frétt El País segir að ástandið minni mjög á átökin um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum árið 2008. Þegar El Chapo og El Mayo tóku höndum saman gegn Beltrán Leyva bræðrunum.
Mexíkó Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira