Fótbolti

Bellingham þarf að fara í að­gerð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jude Bellingham missir af leikjum í spænsku deildinni og með landsliðinu.
Jude Bellingham missir af leikjum í spænsku deildinni og með landsliðinu. vísir/getty

Jude Bellingham mun missa af fyrstu vikum næsta keppnistímabils með Real Madrid þar sem hann þarf að leggjast undir hnífinn.

Bellingham hefur verið að glíma við þrálát meiðsli í öxl í tvö ár og nú er mál að linni. Félagið hefur ákveðið að senda hann í aðgerð eftir að HM félagsliða lýkur í sumar.

Það þýðir að Bellingham missir af sex fyrstu vikum næsta tímabils. Hann missir þar af leiðandi líka af landsleikjum Englands í september.

HM félagsliða fer fram í Bandaríkjunum frá 15. júní til 13. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×