Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 22:37 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Meðal annars hafa starfsmenn verið sakaðir um að leka upplýsingum til blaðamanna, þó þær upplýsingar hafi ekki verið leyndarmál. Lygapróf eru reglulega framkvæmd í opinberum stofnunum vestanhafs þar sem sýslað er með ríkisleyndarmál en það er yfirleitt gert í tengslum við umsóknir um öryggisheimildir, starf eða í tengslum við sérstakar rannsóknir. Samkvæmt Wall Street Journal hafa núverandi og fyrrverandi starfsmenn ráðuneytisins aldrei séð jafn umfangsmikla notkun lygaprófa áður. Þessi próf eru sögð hafa tekið allt frá níutíu mínútur í fjórar klukkustundir. Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, er sögð hafa skipað starfsmönnum sérstakrar deildar innan ráðuneytisins sem sér að mest um öryggi á flugvöllum, að finna fólk sem lekið hefur upplýsingum sem henni og öðrum forsvarsmönnum ráðuneytisins þykja vandræðalegar. Svipaða sögu er að segja frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna, þar sem starfsmenn hafa verið skikkaðir í lygapróf vegna gruns um að þeir hafi rætt við blaðamenn. Fregnir hafa einnig borist af því að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi hótað háttsettum herforingjum að þeir yrðu látnir gangast lygapróf. Meðal þeirra sem hafa verið skikkaðir í próf eru yfirmenn undirstofnanna ráðuneytisins og jafnvel talsmenn, sem hafa heimild til að ræða við blaðamenn en hafa verið sakaðir um að deila upplýsingum sem þeim hafi ekki verið heimilt að deila. Talskona ráðuneytisins sagði í yfirlýsingu til WSJ að það skipti ekki mála hvaða stöðu viðkomandi starfsmaður hefði. Ef viðkomandi hefði lekið upplýsingum til fjölmiðla yrði honum refsað og dreginn til saka. Umræddar upplýsingar þyrftu ekki að vera ríkisleyndarmál til að óheimilt væri að deila þeim með blaðamönnum. Hún neitaði að segja hve margir starfsmenn hefðu verið skikkaðir til að gangast lygapróf en um 250 þúsund manns heyra undir Noem. Heimildarmenn ráðherrans, sem sagðir eru þekkja þankagang hennar, segja hana ekki treysta starfsmönnum sínum. Madison Sheahan, sem er næstráðandi hjá Innflytjendastofnun Bandaríkjanna (ICE) og vinnur mikið með Noem, er sögð hóta starfsmönnum reglulega með lygaprófum. Noem sjálf og Corey Lewandowski, æðsti ráðgjafi hennar, hafa persónulega farið fram á það að tilteknir starfsmenn verði látnir taka lygapróf eða hótað starfsmönnum með prófum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33 Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Sjá meira
Meðal annars hafa starfsmenn verið sakaðir um að leka upplýsingum til blaðamanna, þó þær upplýsingar hafi ekki verið leyndarmál. Lygapróf eru reglulega framkvæmd í opinberum stofnunum vestanhafs þar sem sýslað er með ríkisleyndarmál en það er yfirleitt gert í tengslum við umsóknir um öryggisheimildir, starf eða í tengslum við sérstakar rannsóknir. Samkvæmt Wall Street Journal hafa núverandi og fyrrverandi starfsmenn ráðuneytisins aldrei séð jafn umfangsmikla notkun lygaprófa áður. Þessi próf eru sögð hafa tekið allt frá níutíu mínútur í fjórar klukkustundir. Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, er sögð hafa skipað starfsmönnum sérstakrar deildar innan ráðuneytisins sem sér að mest um öryggi á flugvöllum, að finna fólk sem lekið hefur upplýsingum sem henni og öðrum forsvarsmönnum ráðuneytisins þykja vandræðalegar. Svipaða sögu er að segja frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna, þar sem starfsmenn hafa verið skikkaðir í lygapróf vegna gruns um að þeir hafi rætt við blaðamenn. Fregnir hafa einnig borist af því að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi hótað háttsettum herforingjum að þeir yrðu látnir gangast lygapróf. Meðal þeirra sem hafa verið skikkaðir í próf eru yfirmenn undirstofnanna ráðuneytisins og jafnvel talsmenn, sem hafa heimild til að ræða við blaðamenn en hafa verið sakaðir um að deila upplýsingum sem þeim hafi ekki verið heimilt að deila. Talskona ráðuneytisins sagði í yfirlýsingu til WSJ að það skipti ekki mála hvaða stöðu viðkomandi starfsmaður hefði. Ef viðkomandi hefði lekið upplýsingum til fjölmiðla yrði honum refsað og dreginn til saka. Umræddar upplýsingar þyrftu ekki að vera ríkisleyndarmál til að óheimilt væri að deila þeim með blaðamönnum. Hún neitaði að segja hve margir starfsmenn hefðu verið skikkaðir til að gangast lygapróf en um 250 þúsund manns heyra undir Noem. Heimildarmenn ráðherrans, sem sagðir eru þekkja þankagang hennar, segja hana ekki treysta starfsmönnum sínum. Madison Sheahan, sem er næstráðandi hjá Innflytjendastofnun Bandaríkjanna (ICE) og vinnur mikið með Noem, er sögð hóta starfsmönnum reglulega með lygaprófum. Noem sjálf og Corey Lewandowski, æðsti ráðgjafi hennar, hafa persónulega farið fram á það að tilteknir starfsmenn verði látnir taka lygapróf eða hótað starfsmönnum með prófum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33 Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Sjá meira
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48
Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33
Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54