Viðskipti innlent

Brynja yfir­maður markaðs­eftir­lits Nas­daq Iceland

Atli Ísleifsson skrifar
Brynja Þrastardóttir.
Brynja Þrastardóttir. Nasdaq Iceland

Brynja Þrastardóttir hefur verið ráðin í starf yfirmanns markaðseftirlits Nasdaq Iceland en hún tekur við starfinu af Baldvini Inga Sigurðssyni sem hefur horfið til annarra starfa.

Í tilkynningu frá Nasdaq Iceland segir að Brynja hafi starfað hjá Nasdaq Iceland frá árinu 2020, fyrst sem sérfræðingur í markaðseftirliti og síðar sem viðskiptastjóri á skráningarsviði.

„Brynja er að ljúka við tvær mastersgráður í fjármálahagfræði og alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Hún lauk B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá sama skóla árið 2018.

Markaðseftirlit Nasdaq Iceland hefur eftirlit með upplýsingagjöf útgefenda skráðra verðbréfa og viðskiptum á markaði, auk tengdrar þjónustu,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×