Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar 22. maí 2025 11:01 Sumarfrí eru kærkomin hvíldartímabil fyrir börn eftir annasamt skólaár. En á sama tíma og börnin njóta þess að leika sér úti, ferðast með fjölskyldunni og slaka á, þá getur mikilvægi reglulegs lesturs gleymst, með afleiðingum sem eru ekki alltaf sýnilegar strax. Fjölmargar rannsóknir sýna að lestrarfærni barna getur hrakað á sumrin ef þau æfa sig ekki reglulega. Þetta sýnir sig berlega í lesfimiprófum næsta skólaárs. Lesfimi lækkar í flestum tilfellum að hausti en svo eru nemendur að sýna miklar framfarir að vori. Rannsóknir sýna að leshraði er mikilvægur þáttur í lesfimi, sem aftur hefur sterk tengsl við lesskilning. Þegar nemendur lesa hratt og án mikillar fyrirhafnar verður lesturinn sjálfvirkari, sem gefur heilanum svigrúm til að einbeita sér að innihaldi textans. Því getur aukinn leshraði stuðlað að betri lesfimi og þar með dýpri skilningi á því sem lesið er. Lesfimi þarf stöðugan stuðning Lestrarfærni er grunnur að öllu námi. Hún snýst ekki aðeins um að geta lesið texta – heldur líka um að skilja, túlka og nýta sér upplýsingar. Líkt og með íþróttaiðkun eða tónlist, þá minnkar færni ef hún er ekki þjálfuð. Börn sem lesa lítið yfir sumarið geta orðið eftirá í lestri miðað við jafnaldra sína og það getur haft áhrif á sjálfstraust þeirra og námsgetu næsta haust. Foreldrar skipta sköpum Foreldrar gegna lykilhlutverki í að viðhalda lestrarfærni barna. Þegar skóli er í fríi tekur heimilið við sem helsta námsumhverfið og þar skiptir máli að skapa aðstæður þar sem lestur er hluti af daglegu lífi. Það þarf ekki að vera flókið – að lesa saman kvöldsögur, heimsækja bókasöfn eða leyfa barninu að velja bækur sem það hefur áhuga á getur haft meiri áhrif en margir halda. Þar að auki geta þessar samverustundir orðið gæðastundir sem börnunum þykir vænt um. Skemmtilegar leiðir til að hvetja til lesturs Sameiginlegur lestur: Lesið saman og skiptist á að lesa. Þannig skapast notaleg stund og barn lærir með því að heyra hvernig fullorðnir lesa. Lestraráskoranir: Margir skólar og bókasöfn bjóða upp á lestraráskoranir yfir sumarið sem hvetja börn til að halda áfram að lesa. Þar vil ég sérstaklega benda á heimasíðuna www.sumarlestur.is en þar er að finna frábært efni sem hægt er að nota með börnunum í sumar. Valfrelsi: Leyfið barninu að velja bækur sem það hefur raunverulegan áhuga á – hvort sem það eru skáldsögur, fróðleikur,fréttir, myndasögur eða tímarit. Samræður um lestur: Spyrjið spurninga um það sem barnið er að lesa, hvetjið til umræðu og leyfið barninu að segja frá því sem það lærir eða upplifir í bókinni. Lestur er fjárfesting til framtíðar Þegar foreldrar styðja við lestur barna sinna, sérstaklega yfir sumartímann, eru þeir ekki aðeins að halda við færni heldur að byggja upp jákvætt viðhorf til náms og menningar. Reglulegur lestur eflir orðaforða, málskilning og einbeitingu og einnig ímyndunarafl og tilfinningagreind. Þetta er einföld en áhrifarík leið til að styðja við námsframvindu barna og undirbúa þau fyrir komandi skólaár. Því skiptir öllu máli að gera lestur að hluta af sumrinu – rétt eins og sól, ís og útileikir. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Sumarfrí eru kærkomin hvíldartímabil fyrir börn eftir annasamt skólaár. En á sama tíma og börnin njóta þess að leika sér úti, ferðast með fjölskyldunni og slaka á, þá getur mikilvægi reglulegs lesturs gleymst, með afleiðingum sem eru ekki alltaf sýnilegar strax. Fjölmargar rannsóknir sýna að lestrarfærni barna getur hrakað á sumrin ef þau æfa sig ekki reglulega. Þetta sýnir sig berlega í lesfimiprófum næsta skólaárs. Lesfimi lækkar í flestum tilfellum að hausti en svo eru nemendur að sýna miklar framfarir að vori. Rannsóknir sýna að leshraði er mikilvægur þáttur í lesfimi, sem aftur hefur sterk tengsl við lesskilning. Þegar nemendur lesa hratt og án mikillar fyrirhafnar verður lesturinn sjálfvirkari, sem gefur heilanum svigrúm til að einbeita sér að innihaldi textans. Því getur aukinn leshraði stuðlað að betri lesfimi og þar með dýpri skilningi á því sem lesið er. Lesfimi þarf stöðugan stuðning Lestrarfærni er grunnur að öllu námi. Hún snýst ekki aðeins um að geta lesið texta – heldur líka um að skilja, túlka og nýta sér upplýsingar. Líkt og með íþróttaiðkun eða tónlist, þá minnkar færni ef hún er ekki þjálfuð. Börn sem lesa lítið yfir sumarið geta orðið eftirá í lestri miðað við jafnaldra sína og það getur haft áhrif á sjálfstraust þeirra og námsgetu næsta haust. Foreldrar skipta sköpum Foreldrar gegna lykilhlutverki í að viðhalda lestrarfærni barna. Þegar skóli er í fríi tekur heimilið við sem helsta námsumhverfið og þar skiptir máli að skapa aðstæður þar sem lestur er hluti af daglegu lífi. Það þarf ekki að vera flókið – að lesa saman kvöldsögur, heimsækja bókasöfn eða leyfa barninu að velja bækur sem það hefur áhuga á getur haft meiri áhrif en margir halda. Þar að auki geta þessar samverustundir orðið gæðastundir sem börnunum þykir vænt um. Skemmtilegar leiðir til að hvetja til lesturs Sameiginlegur lestur: Lesið saman og skiptist á að lesa. Þannig skapast notaleg stund og barn lærir með því að heyra hvernig fullorðnir lesa. Lestraráskoranir: Margir skólar og bókasöfn bjóða upp á lestraráskoranir yfir sumarið sem hvetja börn til að halda áfram að lesa. Þar vil ég sérstaklega benda á heimasíðuna www.sumarlestur.is en þar er að finna frábært efni sem hægt er að nota með börnunum í sumar. Valfrelsi: Leyfið barninu að velja bækur sem það hefur raunverulegan áhuga á – hvort sem það eru skáldsögur, fróðleikur,fréttir, myndasögur eða tímarit. Samræður um lestur: Spyrjið spurninga um það sem barnið er að lesa, hvetjið til umræðu og leyfið barninu að segja frá því sem það lærir eða upplifir í bókinni. Lestur er fjárfesting til framtíðar Þegar foreldrar styðja við lestur barna sinna, sérstaklega yfir sumartímann, eru þeir ekki aðeins að halda við færni heldur að byggja upp jákvætt viðhorf til náms og menningar. Reglulegur lestur eflir orðaforða, málskilning og einbeitingu og einnig ímyndunarafl og tilfinningagreind. Þetta er einföld en áhrifarík leið til að styðja við námsframvindu barna og undirbúa þau fyrir komandi skólaár. Því skiptir öllu máli að gera lestur að hluta af sumrinu – rétt eins og sól, ís og útileikir. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun