Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2025 12:22 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, lét svipuna ganga og fékk þinglflokk sinn til þess að samþykkja frumvarp Bandaríkjaforseta þrátt fyrir efasemdir margra þeirra. AP/Rod Lamkey yngri Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. Helstu stefnumál Repúblikanaflokksins og Bandaríkjaforseta er að finna í frumvarpinu sem gekk undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“. Hryggjarstykkið í því er framlenging á skattalækkunum upp á 4,5 billjónir (milljónir milljóna) dollara sem voru fyrst samþykktar á fyrra kjörtímabili núverandi forseta árið 2017 að viðbættum nýjum lækkunum sem hann lofaði í kosningabaráttu sinni í fyrra. Frumvarpið var samþykkt með eins atkvæðis mun en tveir repúblikanar greiddu atkvæði með demókrötum gegn því. Þingmaður demókrataflokksins lést í vikunni og mögulegt að andlát hans hafi gert repúblikönum mögulegt að koma frumvarpinu í gegn. Þingmenn demókrata kölluðu frumvarpið „eitt ljótt frumvarp“ í umræðum um það í nótt. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, fullyrti aftur á móti að það kæmi Bandaríkjamönnum aftur á sigurbraut. Frumvarpið gengur nú til öldungadeildarinnar þar sem repúblikanar hafa einnig meirihluta. Einfaldan meirihluta þarf til þess að samþykkja það þar. Slæmt fyrir lágtekjufólk, gott fyrir hátekjufólk Til þess að stoppa upp í gatið í fjárlögum samþykktu repúblikanar að skera Medicaid, opinbera heilbrigðisþjónustu alríkisstjórnarinnar, og matarmiða lágtekjufólks verulega niður. Með frumvarpinu yrðu settar kröfur um vinnuskyldu fyrir þá sem þiggja þjónustuna. Þá felldi frumvarpið úr gildi skattaívilnanir til grænnar orku sem demókratar samþykktu í forsetatíð Joes Biden. Repúblikanar afneita loftslagsvísindum og eru á móti endurnýjanlegum orkugjöfum að miklu leyti. Bandaríska þinghúsið þar sem repúblikanar í fulltrúadeildinni samþykktu risavaxið frumvarp um tekjur og útgjöld alríkisstjórnarinnar í nótt.Vísir/EPA Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings, óháð ráðgjafarstofnun, áætlar að með frumvarpinu missi um 8,6 milljónir Bandaríkjamanna aðgang að heilbrigðisþjónustu og þrjár milljónir manna matarmiða, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá telur hún að skattkerfisbreytingarnar sem frumvarpið felur í sér verði kjarabót fyrir hæstu tekjuhópana en að þeir sem hafa lægstu tekjurnar þurfi að greiða meira í skatt. Bætir billjónum við fjárlagahallann Repúblikanar hafa ítrekað hótað því að stöðva rekstur alríkisstjórnarinnar til þess að knýja fram niðurskurð á ríkisútgjöldum síðasta rúma áratuginn. Það er vegna áhyggna þeirra af gríðarlegum fjárlagahalla bandaríska ríkissjóðsins. Skattalækkanirnar sem þeir samþykktu í nótt eru taldar fela í sér 3,8 billjóna dollara aukningu á hallanum næsta áratuginn. Niðurskurðurinn til Medicaid, matarmiðanna og annarar almannaþjónustu gæti dregið úr halla um billjón dollara. Það kostaði enda Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, blóð, svita og tár að fá allan þingflokk sinn til þess að greiða atkvæði með frumvarpinu. Stíf fundarhöld hafa átt sér stað, jafnvel langt fram á nætur. Forsetinn hitti þingflokkinn meðal annars á þriðjudag en Hvíta húsið varaði þingmenn flokksins við því að það væru hin mestu svik ef þeir samþykktu ekki frumvarp forsetans. Auk kostnaðarins við skattalækkanirnar felur frumvarpið í sér um 350 milljarða dollara útgjaldaaukningu, að stærstum hluta til varnarmálaráðuneytisins. Þeir 150 milljarðar dollara sem fara til þess fara annars vegar í eldflaugavarnarkerfi að ísraelskri fyrirmynd og til fjöldabrottvísana á innflytjendum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Helstu stefnumál Repúblikanaflokksins og Bandaríkjaforseta er að finna í frumvarpinu sem gekk undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“. Hryggjarstykkið í því er framlenging á skattalækkunum upp á 4,5 billjónir (milljónir milljóna) dollara sem voru fyrst samþykktar á fyrra kjörtímabili núverandi forseta árið 2017 að viðbættum nýjum lækkunum sem hann lofaði í kosningabaráttu sinni í fyrra. Frumvarpið var samþykkt með eins atkvæðis mun en tveir repúblikanar greiddu atkvæði með demókrötum gegn því. Þingmaður demókrataflokksins lést í vikunni og mögulegt að andlát hans hafi gert repúblikönum mögulegt að koma frumvarpinu í gegn. Þingmenn demókrata kölluðu frumvarpið „eitt ljótt frumvarp“ í umræðum um það í nótt. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, fullyrti aftur á móti að það kæmi Bandaríkjamönnum aftur á sigurbraut. Frumvarpið gengur nú til öldungadeildarinnar þar sem repúblikanar hafa einnig meirihluta. Einfaldan meirihluta þarf til þess að samþykkja það þar. Slæmt fyrir lágtekjufólk, gott fyrir hátekjufólk Til þess að stoppa upp í gatið í fjárlögum samþykktu repúblikanar að skera Medicaid, opinbera heilbrigðisþjónustu alríkisstjórnarinnar, og matarmiða lágtekjufólks verulega niður. Með frumvarpinu yrðu settar kröfur um vinnuskyldu fyrir þá sem þiggja þjónustuna. Þá felldi frumvarpið úr gildi skattaívilnanir til grænnar orku sem demókratar samþykktu í forsetatíð Joes Biden. Repúblikanar afneita loftslagsvísindum og eru á móti endurnýjanlegum orkugjöfum að miklu leyti. Bandaríska þinghúsið þar sem repúblikanar í fulltrúadeildinni samþykktu risavaxið frumvarp um tekjur og útgjöld alríkisstjórnarinnar í nótt.Vísir/EPA Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings, óháð ráðgjafarstofnun, áætlar að með frumvarpinu missi um 8,6 milljónir Bandaríkjamanna aðgang að heilbrigðisþjónustu og þrjár milljónir manna matarmiða, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá telur hún að skattkerfisbreytingarnar sem frumvarpið felur í sér verði kjarabót fyrir hæstu tekjuhópana en að þeir sem hafa lægstu tekjurnar þurfi að greiða meira í skatt. Bætir billjónum við fjárlagahallann Repúblikanar hafa ítrekað hótað því að stöðva rekstur alríkisstjórnarinnar til þess að knýja fram niðurskurð á ríkisútgjöldum síðasta rúma áratuginn. Það er vegna áhyggna þeirra af gríðarlegum fjárlagahalla bandaríska ríkissjóðsins. Skattalækkanirnar sem þeir samþykktu í nótt eru taldar fela í sér 3,8 billjóna dollara aukningu á hallanum næsta áratuginn. Niðurskurðurinn til Medicaid, matarmiðanna og annarar almannaþjónustu gæti dregið úr halla um billjón dollara. Það kostaði enda Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, blóð, svita og tár að fá allan þingflokk sinn til þess að greiða atkvæði með frumvarpinu. Stíf fundarhöld hafa átt sér stað, jafnvel langt fram á nætur. Forsetinn hitti þingflokkinn meðal annars á þriðjudag en Hvíta húsið varaði þingmenn flokksins við því að það væru hin mestu svik ef þeir samþykktu ekki frumvarp forsetans. Auk kostnaðarins við skattalækkanirnar felur frumvarpið í sér um 350 milljarða dollara útgjaldaaukningu, að stærstum hluta til varnarmálaráðuneytisins. Þeir 150 milljarðar dollara sem fara til þess fara annars vegar í eldflaugavarnarkerfi að ísraelskri fyrirmynd og til fjöldabrottvísana á innflytjendum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira