Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. maí 2025 07:03 Það að láta verkin tala eða láta taka eftir sér í vinnunni en ekki endilega rétta fólkið getur hvoru tveggja verið röng nálgun á því að ná langt í starfi. Svo segir að minnsta kosti höfundur bókarinnar Unforgettable Presence; Get Seen, Gain Influence and Catapult Your Career. Vísir/Getty Við þekkjum öll orðatiltækið: Að láta verkin tala. Sem er reyndar nokkuð vinsælt orðatiltæki og rímar vel við þá sannfæringu fólks um að einbeita sér frekar að því að gera vel í vinnu en að láta taka eftir sér. Sumt fólk leggur reyndar áherslu á að láta taka vel eftir sér í vinnunni líka. Og tekst það vel upp. En ekkert endilega þannig að „rétta“ fólkið sé að taka eftir því. Að láta verkin tala eða að láta fullt af fólki taka eftir þér í vinnunni, án þess að vera endilega „rétta“ fólkið, getur hins vegar hvoru tveggja verið algjörlega röng nálgun fyrir fólk sem stefnir langt í starfsframa. Að minnsta kosti að sögn Lorraine K. Lee, höfundar bókarinnar Unforgettable Presence; Get Seen, Gain Influence and Catapult Your Career. Bók sem þó nokkuð af erlendum miðlum hafa verið að skrifa um undanfarið. Lee talar þar af eigin reynslu. Því sjálf flokkaðist hún eitt sinn í þann hóp að leggja fyrst og fremst áherslu á að vinna vel og vera dugleg. Vinna að mikilvægum verkefnum. Og vera góður liðsmaður: Vel liðin af samstarfsfélögum. Fyrir sitt litla líf gat hún samt ekki skilið, hvers vegna ekkert gekk í að fá stöðuhækkun. Starfsframinn virtist hvorki fara aftur á bak né áfram, sama hversu dugleg hún var. Sem Lee segir einfaldlega skýrast af því að hún lét ekki taka eftir sér sem líklegan leiðtoga. Bókinni er lýst sem kennslubók fyrir metnaðarfullt fólk sem vill ná langt í starfi. En um bókina segir: „Það er ekki lengur nóg að vera frábær í starfi. Samkeppnisumhverfið í dag er einfaldlega þannig að fólk sem vill ná langt í starfsframa verður að huga bæði að því hvernig og hvar það er, ef það vill láta taka eftir sér fyrir stærri stöður.“ Sem Lee segist þekkja af eigin raun. Því sjálf fór hún frá því að vera duglegur en feiminn sérfræðingur sem upplifði starfsframann staðnaðan, yfir í að verða eftirsóttur fyrirlesari, rithöfundur og ráðgjafi fyrir mörg af 500 stærstu fyrirtækjum heims. Nú getur hver og einn velt því fyrir sér, hvort eitthvað af ofangreindu sé mögulega eitthvað sem fólk vill íhuga fyrir sig og sinn starfsframa: Hvort nálgunin þeirra sé rétt, eða hvort starfsframinn virki staðnaður þótt metnaðurinn sé svo sannarlega til staðar. Eitt af því sem Lee hefur sagt að sé ágætis íhugun fyrir fólk er að velta fyrir sér: Hvað segir fólk um þig, þegar þú ert ekki nálægt? „Það sem fólk segir þá, er vörumerkið þitt. Því hvort sem þú hefur unnið að því að byggja þig upp meðvitað eða ómeðvitað sem vörumerki, erum við öll ákveðin vörumerki; Vörumerkið er þá það orðspor sem við höfum á okkur.“ Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04 Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21. mars 2025 07:00 Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að vinna á draumavinnustaðnum er geggjuð upplifun. Að hlakka til hvers dags til að fara að vinna og upplifa daginn sem ánægjuna eina: Svo gaman að vinna, svo frábær vinnustaður. 7. mars 2025 07:01 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ „Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár. 24. febrúar 2025 07:04 Nýr 40/40 listi: „Spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni“ „Það sem mér finnst þessi hópur stjórnenda eiga sameiginlegt, er að þetta eru stjórnendur sem segja má að tilheyri nýja skólanum í viðskiptalífinu,“ segir Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan 40/40 listann, sem birtur var á dögunum. 3. júlí 2024 07:00 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Sjá meira
Sumt fólk leggur reyndar áherslu á að láta taka vel eftir sér í vinnunni líka. Og tekst það vel upp. En ekkert endilega þannig að „rétta“ fólkið sé að taka eftir því. Að láta verkin tala eða að láta fullt af fólki taka eftir þér í vinnunni, án þess að vera endilega „rétta“ fólkið, getur hins vegar hvoru tveggja verið algjörlega röng nálgun fyrir fólk sem stefnir langt í starfsframa. Að minnsta kosti að sögn Lorraine K. Lee, höfundar bókarinnar Unforgettable Presence; Get Seen, Gain Influence and Catapult Your Career. Bók sem þó nokkuð af erlendum miðlum hafa verið að skrifa um undanfarið. Lee talar þar af eigin reynslu. Því sjálf flokkaðist hún eitt sinn í þann hóp að leggja fyrst og fremst áherslu á að vinna vel og vera dugleg. Vinna að mikilvægum verkefnum. Og vera góður liðsmaður: Vel liðin af samstarfsfélögum. Fyrir sitt litla líf gat hún samt ekki skilið, hvers vegna ekkert gekk í að fá stöðuhækkun. Starfsframinn virtist hvorki fara aftur á bak né áfram, sama hversu dugleg hún var. Sem Lee segir einfaldlega skýrast af því að hún lét ekki taka eftir sér sem líklegan leiðtoga. Bókinni er lýst sem kennslubók fyrir metnaðarfullt fólk sem vill ná langt í starfi. En um bókina segir: „Það er ekki lengur nóg að vera frábær í starfi. Samkeppnisumhverfið í dag er einfaldlega þannig að fólk sem vill ná langt í starfsframa verður að huga bæði að því hvernig og hvar það er, ef það vill láta taka eftir sér fyrir stærri stöður.“ Sem Lee segist þekkja af eigin raun. Því sjálf fór hún frá því að vera duglegur en feiminn sérfræðingur sem upplifði starfsframann staðnaðan, yfir í að verða eftirsóttur fyrirlesari, rithöfundur og ráðgjafi fyrir mörg af 500 stærstu fyrirtækjum heims. Nú getur hver og einn velt því fyrir sér, hvort eitthvað af ofangreindu sé mögulega eitthvað sem fólk vill íhuga fyrir sig og sinn starfsframa: Hvort nálgunin þeirra sé rétt, eða hvort starfsframinn virki staðnaður þótt metnaðurinn sé svo sannarlega til staðar. Eitt af því sem Lee hefur sagt að sé ágætis íhugun fyrir fólk er að velta fyrir sér: Hvað segir fólk um þig, þegar þú ert ekki nálægt? „Það sem fólk segir þá, er vörumerkið þitt. Því hvort sem þú hefur unnið að því að byggja þig upp meðvitað eða ómeðvitað sem vörumerki, erum við öll ákveðin vörumerki; Vörumerkið er þá það orðspor sem við höfum á okkur.“
Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04 Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21. mars 2025 07:00 Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að vinna á draumavinnustaðnum er geggjuð upplifun. Að hlakka til hvers dags til að fara að vinna og upplifa daginn sem ánægjuna eina: Svo gaman að vinna, svo frábær vinnustaður. 7. mars 2025 07:01 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ „Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár. 24. febrúar 2025 07:04 Nýr 40/40 listi: „Spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni“ „Það sem mér finnst þessi hópur stjórnenda eiga sameiginlegt, er að þetta eru stjórnendur sem segja má að tilheyri nýja skólanum í viðskiptalífinu,“ segir Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan 40/40 listann, sem birtur var á dögunum. 3. júlí 2024 07:00 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Sjá meira
„Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04
Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21. mars 2025 07:00
Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að vinna á draumavinnustaðnum er geggjuð upplifun. Að hlakka til hvers dags til að fara að vinna og upplifa daginn sem ánægjuna eina: Svo gaman að vinna, svo frábær vinnustaður. 7. mars 2025 07:01
30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ „Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár. 24. febrúar 2025 07:04
Nýr 40/40 listi: „Spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni“ „Það sem mér finnst þessi hópur stjórnenda eiga sameiginlegt, er að þetta eru stjórnendur sem segja má að tilheyri nýja skólanum í viðskiptalífinu,“ segir Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan 40/40 listann, sem birtur var á dögunum. 3. júlí 2024 07:00