Svona verður Sæbraut í stokki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2025 20:56 Hér má sjá þann kafla Sæbrautar sem fer í stokk. Vísir/Sara Breytingar á Vogahverfi þegar Sæbraut verður sett í stokk munu auka öryggi gangandi og hjólandi og bæta hljóð- og loftgæði. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2030 og er ráðgert að verkið kosti um 25 milljarða króna. Um kílómeters langur kafli af Sæbrautinni verður settur í stokk, frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Tvær almennar akreinar verða í hvora átt og þriðja akrein, sem leiðir til að- og fráreina inn í og út úr hverfunum. „Þetta mun auðvitað greiða leið akandi vegfarenda á sama tíma og það eru tvenn umferðarljós sem fara út og það eru þau sem geta verið ákveðin í hindrun í för fólks þegar mikil umferð er í gangi,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Á yfirborðinu verður útbúinn borgargarður, nægur gróður og aðstaða til útivistar og hreyfingar. Leggja á mikla göngu- og hjólastíga og Borgarlínan mun þvera suðurhluta stokksins. „Þetta mun stórbæta lífsgæði fyrir þessi tvö aðliggjandi hverfi sem eru nú rist í sundur af stórri umferðarþungri götu,“ segir Dóra. Þessi loftmynd sýnir vel hvaða kafli Sæbrautar er undir.Vísir „Á sama tíma er þetta algjör forsenda fyrir borgarlínu og austur-vestur tengingu hennar sem mun fara yfir stokkinn á suðurendanum.“ Gert er ráð fyrir nokkrum umferðartöfum þegar framkvæmdir hefjast. Bráðabirgðavegur, með tvær akreinar, í báðar áttir, verður útbúinn fyrir austan Sæbraut á meðan á framkvæmdum stendur auk þess sem gert er ráð fyrir að umferð aukist um nærliggjandi götur. „Og það verður gerður ákveðinn veggur til að skerma byggðina frá hljóðmengun og loftmengun.“ Skipulag Reykjavík Umferðaröryggi Borgarlína Sæbrautarstokkur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Um kílómeters langur kafli af Sæbrautinni verður settur í stokk, frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Tvær almennar akreinar verða í hvora átt og þriðja akrein, sem leiðir til að- og fráreina inn í og út úr hverfunum. „Þetta mun auðvitað greiða leið akandi vegfarenda á sama tíma og það eru tvenn umferðarljós sem fara út og það eru þau sem geta verið ákveðin í hindrun í för fólks þegar mikil umferð er í gangi,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Á yfirborðinu verður útbúinn borgargarður, nægur gróður og aðstaða til útivistar og hreyfingar. Leggja á mikla göngu- og hjólastíga og Borgarlínan mun þvera suðurhluta stokksins. „Þetta mun stórbæta lífsgæði fyrir þessi tvö aðliggjandi hverfi sem eru nú rist í sundur af stórri umferðarþungri götu,“ segir Dóra. Þessi loftmynd sýnir vel hvaða kafli Sæbrautar er undir.Vísir „Á sama tíma er þetta algjör forsenda fyrir borgarlínu og austur-vestur tengingu hennar sem mun fara yfir stokkinn á suðurendanum.“ Gert er ráð fyrir nokkrum umferðartöfum þegar framkvæmdir hefjast. Bráðabirgðavegur, með tvær akreinar, í báðar áttir, verður útbúinn fyrir austan Sæbraut á meðan á framkvæmdum stendur auk þess sem gert er ráð fyrir að umferð aukist um nærliggjandi götur. „Og það verður gerður ákveðinn veggur til að skerma byggðina frá hljóðmengun og loftmengun.“
Skipulag Reykjavík Umferðaröryggi Borgarlína Sæbrautarstokkur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira