Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 23. maí 2025 11:33 Á dögunum var haldið málþingið ,,Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna” á vegum Menntavísindasviðs HÍ og Aldin, samtaka eldri borgara gegn loftlagsvá. Þingið var áhugavert, fróðlegt og skemmtilegt þó ég sem leikskólastjóri hafi saknað þess að ekkert erindi hafi verið um hlutverk og mikilvægi máltíða í leikskólum. Í leikskólum fer nefnilega fram afar mikilvægt nám fram hvað varðar máltíðir og matarmenningu og það einmitt með áherslu á loftslags- og náttúruvernd. Í mínum skóla sem starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia eru máltíðir barnanna hluti af náminu en ekki hlé frá því. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði barna, val og valdeflingu þeirra, tilfinningu fyrir samfélagi og samveru um leið og hlúð er að menningarlegum tengslum í tengslum við mat og matarvenjur. Einnig er litið á umhverfið sem þriðja kennarann og frætt um mikilvægi náttúrunnar við fæðuöflun og um ábyrgð okkar á því að ganga vel um mat, borða fjölbreytta fæðu og læra að þekkja eigið magamál sem lið í að sporna við sóun. Allt er þetta mikilvægt eins og segir í Aðalnámskrá leikskóla og er í markmiðum grænfánaskóla og heilsueflandi skóla, sem við störfum einnig eftir, þar sem umhverfi og menningu sem og lýðheilsu er gert hátt undir höfði. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá mörgum að nýlega voru teknar upp gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sem er sannarlega jákvætt skref í átt að því að öll börn sitji við sama borð, óháð félagslegum eða efnahagslegum bakgrunni. Gjarnan er setningin ,,gjaldfrjálsar skólamáltíðir” notað sem sannarlega er ekki réttnefni enda greiða foreldrar barna í leikskólum, sem er fyrsta skólastigið, enn fyrir fæði sinna barna. Hitt er svo að máltíðirnar eru ekki fríar eða gjaldfrjálsar heldur greiddar úr sameiginlegum sjóðum og því í boði okkar allra sem leggjum til í þá sjóði og er það sannarlega vel. Næsta aðgerð ætti að vera að bjóða upp á gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir fyrir börn á leikskólaaldri. Víða greiða foreldrar á bilinu 12 til 14 þúsund á mánuði fyrir morgunmat, hádegisverð og síðdegishressingu barna sinna eða 132 til 154 þúsund á árs grundvelli. Þetta eru töluverðar upphæðir og margfaldast við hvert barn sem er í leikskóla því þetta er það gjald sem enginn afsláttur er veittur af þó hann komi annars til vegna systkina, námsfólks og stundum starfsfólks leikskóla. Því væru gjaldfrjálsar máltíðir í leikskólum kærkomin búbót fyrir foreldra sem gjarnan eru ungir, í námi, að koma undir sig fótunum og feta fyrstu skrefin á atvinnumarkaði og/eða að basla við húsnæðiskaup. Það munar alveg um þennan útgjaldalið og þar sem lágar tekjur eru fyrir situr fæðisgjaldið samt óhaggað á reikningnum og getur jafnvel staðið í vegi fyrir leikskóladvöl einhverra barna. Slík aðgerð myndi því styðja við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á unga aldri og máltíðir í leikskólum eru hluti af náttúrufræði- og sjálfbærnikennslu. Hægt er að nýta máltíðir sem tækifæri til að ræða matarmenningu, fjölbreytileika og siðfræði matar og slíkt einmitt áhersluatriði í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar. Staðreyndin er sú að það eru gjarnan börn af erlendum uppruna sem ekki sækja leikskóla en fyrir þau sem það gera fá þau dýrmætt tækifæri til inngildingar einmitt í gegn um matarmenningu, siði og venjur þegar þau sitja matmálstíma. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að gjaldfrjálsum morgunverði, hádegisverði og síðdegishressingu óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Þess vegna er mikilvægt að fjármögnun þessa komi úr sameiginlegum sjóðum og allt sé gert til að jafna stöðu og tækifæri barna. Gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir á leikskólastigi er því fjölþætt félagsleg fjárfesting sem styður við heilsu, jafnrétti, menntun, samfélagsleg tengsl og þroska barna á mótunarárum þeirra. Samhliða því veita þær samfélagslegan stuðning sem skilar sér bæði til fjölskyldna og menntakerfisins í heild. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Á dögunum var haldið málþingið ,,Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna” á vegum Menntavísindasviðs HÍ og Aldin, samtaka eldri borgara gegn loftlagsvá. Þingið var áhugavert, fróðlegt og skemmtilegt þó ég sem leikskólastjóri hafi saknað þess að ekkert erindi hafi verið um hlutverk og mikilvægi máltíða í leikskólum. Í leikskólum fer nefnilega fram afar mikilvægt nám fram hvað varðar máltíðir og matarmenningu og það einmitt með áherslu á loftslags- og náttúruvernd. Í mínum skóla sem starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia eru máltíðir barnanna hluti af náminu en ekki hlé frá því. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði barna, val og valdeflingu þeirra, tilfinningu fyrir samfélagi og samveru um leið og hlúð er að menningarlegum tengslum í tengslum við mat og matarvenjur. Einnig er litið á umhverfið sem þriðja kennarann og frætt um mikilvægi náttúrunnar við fæðuöflun og um ábyrgð okkar á því að ganga vel um mat, borða fjölbreytta fæðu og læra að þekkja eigið magamál sem lið í að sporna við sóun. Allt er þetta mikilvægt eins og segir í Aðalnámskrá leikskóla og er í markmiðum grænfánaskóla og heilsueflandi skóla, sem við störfum einnig eftir, þar sem umhverfi og menningu sem og lýðheilsu er gert hátt undir höfði. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá mörgum að nýlega voru teknar upp gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sem er sannarlega jákvætt skref í átt að því að öll börn sitji við sama borð, óháð félagslegum eða efnahagslegum bakgrunni. Gjarnan er setningin ,,gjaldfrjálsar skólamáltíðir” notað sem sannarlega er ekki réttnefni enda greiða foreldrar barna í leikskólum, sem er fyrsta skólastigið, enn fyrir fæði sinna barna. Hitt er svo að máltíðirnar eru ekki fríar eða gjaldfrjálsar heldur greiddar úr sameiginlegum sjóðum og því í boði okkar allra sem leggjum til í þá sjóði og er það sannarlega vel. Næsta aðgerð ætti að vera að bjóða upp á gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir fyrir börn á leikskólaaldri. Víða greiða foreldrar á bilinu 12 til 14 þúsund á mánuði fyrir morgunmat, hádegisverð og síðdegishressingu barna sinna eða 132 til 154 þúsund á árs grundvelli. Þetta eru töluverðar upphæðir og margfaldast við hvert barn sem er í leikskóla því þetta er það gjald sem enginn afsláttur er veittur af þó hann komi annars til vegna systkina, námsfólks og stundum starfsfólks leikskóla. Því væru gjaldfrjálsar máltíðir í leikskólum kærkomin búbót fyrir foreldra sem gjarnan eru ungir, í námi, að koma undir sig fótunum og feta fyrstu skrefin á atvinnumarkaði og/eða að basla við húsnæðiskaup. Það munar alveg um þennan útgjaldalið og þar sem lágar tekjur eru fyrir situr fæðisgjaldið samt óhaggað á reikningnum og getur jafnvel staðið í vegi fyrir leikskóladvöl einhverra barna. Slík aðgerð myndi því styðja við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á unga aldri og máltíðir í leikskólum eru hluti af náttúrufræði- og sjálfbærnikennslu. Hægt er að nýta máltíðir sem tækifæri til að ræða matarmenningu, fjölbreytileika og siðfræði matar og slíkt einmitt áhersluatriði í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar. Staðreyndin er sú að það eru gjarnan börn af erlendum uppruna sem ekki sækja leikskóla en fyrir þau sem það gera fá þau dýrmætt tækifæri til inngildingar einmitt í gegn um matarmenningu, siði og venjur þegar þau sitja matmálstíma. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að gjaldfrjálsum morgunverði, hádegisverði og síðdegishressingu óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Þess vegna er mikilvægt að fjármögnun þessa komi úr sameiginlegum sjóðum og allt sé gert til að jafna stöðu og tækifæri barna. Gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir á leikskólastigi er því fjölþætt félagsleg fjárfesting sem styður við heilsu, jafnrétti, menntun, samfélagsleg tengsl og þroska barna á mótunarárum þeirra. Samhliða því veita þær samfélagslegan stuðning sem skilar sér bæði til fjölskyldna og menntakerfisins í heild. Höfundur er leikskólastjóri.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun