Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar 23. maí 2025 12:02 Það er hvorki einfalt né réttlætanlegt að styðja umfang aðgerða Ísraels á Gasa, þar sem ótal saklausir borgarar, þar á meðal tugþúsundir barna, hafa látið lífið. Ósk flestra er einfaldlega sú að ofbeldið hætti. Samt sem áður er brýnt að varpa ljósi á þætti deilunnar sem sjaldan fá umfjöllun – sérstaklega þegar umræða fjölmiðla og stjórnmálamanna draga upp þá einföldu mynd að um sé að ræða einhliða kúgun og slátrun Ísraels á Palestínumönnum. Þann 7. október 2023 hóf Hamas – alþjóðlega skilgreint sem hryðjuverkasamtök – skipulagða og grimmilega innrás í Ísrael. Árásin var umfangsmikil: yfir 1.200 óbreyttir borgarar voru myrtir, þar á meðal börn, fjölskyldur og eldri borgarar. Um 250 manns voru teknir í gíslingu. Þetta var stærsta árás á Ísrael síðan 1948 og leiddi af sér hörð viðbrögð Ísraelsríkis. Í kjölfarið var reynt að ná vopnahléi. Samkomulagið byggði á skilyrðum – gíslaskilum frá Hamas gegn hléi á loftárásum og aukinni hjálparaðstoð. En Hamas stóð ekki við samninginn og hélt áfram að halda mörgum gíslum, þar á meðal konum, börnum og öldruðum. Þetta gróf undan trausti sem var þó lítið fyrir, og Ísrael jók verulega árásir á Gasa eftir brot á vopnahlés samkomulaginu. Alþjóðlegir fjölmiðlar beina nú æ meiri athygli að hörmungum íbúa Gasa – og réttilega. En lítið er fjallað um að Hamas sjálf, sem stjórnar Gasa með harðri hendi, á stóran þátt í þjáningum eigin borgara. Hamas hefur ítrekað hrifsað til sín hjálpargögn og notað sjúkrahús, skóla og moskur sem hernaðarstöðvar – sem er skýrt brot á alþjóðalögum. Þeir skjóta eldflaugum úr íbúðarhverfum og nota almenna borgara sem mannlega skildi, en bregðast svo við sem fórnarlömb þegar árásum er svarað. Ísrael sér í Hamas stöðuga ógn. Svo lengi sem Hamas heldur völdum, er óumflýjanlegt að hryðjuverkaárásir gegn Ísrael muni halda áfram. Opinbert markmið Hamas – og annarra hópa sem styðja þá – er að útrýma Ísraelsríki. Þetta eitt og sér útilokar alla langvarandi friðarsamninga. Þá hefur Hamas vísvitandi hindrað hjálparflutninga frá Egyptalandi og reynt að stjórna aðgangi hjálpargagna eftir eigin hagsmunum. Það sem oft gleymist í umræðunni er að yfirstjórn Hamas býr ekki í Gasa heldur í öruggum og ríkulegum lúxus í Katar og Dúbaí – fjarri sprengjuregninu og eymdinni sem þeir sjálfir halda gangandi. Þaðan stýra þeir stríðinu með pólitískum og hernaðarlegum markmiðum, á meðan börn og ungmenni í Gasa eru notuð sem skjöldur og skotfæri. Fjölmiðlaumfjöllun hér á landi og víða erlendis má því gagnrýna fyrir að draga upp einfalda og tilfinningaþrungna mynd: að Ísrael sé í stríði við aldraða, konur og börn. Slík framsetning hylur óþægilegar en brýnar spurningar: Hvers vegna skilar Hamas ekki gíslunum núna, ef það gæti leitt til vopnahlés og mannúðaraðstoðar? Hvernig fær Hamas áfram vopn og birgðir þrátt fyrir umsátur? Er ekki líklegt að þau berist með hjálpargögnum ef ekkert annað kemst inn á Gasa. Af hverju beinir almenningur ekki reiði sinni að forystu Hamas, sem notar eigið fólk sem skjöld fyrir sinn hernað? Engin réttlæting er fyrir fjöldamorðum eða saklausu mannfalli – sama hvaðan það kemur. Ef við viljum kalla eftir friði og mannúð með trúverðugum hætti, verðum við að horfast í augu við ábyrgð beggja aðila. Þögnin um grimmd Hamas þjónar hvorki sannleikanum né þeim borgurum sem líða mest. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er hvorki einfalt né réttlætanlegt að styðja umfang aðgerða Ísraels á Gasa, þar sem ótal saklausir borgarar, þar á meðal tugþúsundir barna, hafa látið lífið. Ósk flestra er einfaldlega sú að ofbeldið hætti. Samt sem áður er brýnt að varpa ljósi á þætti deilunnar sem sjaldan fá umfjöllun – sérstaklega þegar umræða fjölmiðla og stjórnmálamanna draga upp þá einföldu mynd að um sé að ræða einhliða kúgun og slátrun Ísraels á Palestínumönnum. Þann 7. október 2023 hóf Hamas – alþjóðlega skilgreint sem hryðjuverkasamtök – skipulagða og grimmilega innrás í Ísrael. Árásin var umfangsmikil: yfir 1.200 óbreyttir borgarar voru myrtir, þar á meðal börn, fjölskyldur og eldri borgarar. Um 250 manns voru teknir í gíslingu. Þetta var stærsta árás á Ísrael síðan 1948 og leiddi af sér hörð viðbrögð Ísraelsríkis. Í kjölfarið var reynt að ná vopnahléi. Samkomulagið byggði á skilyrðum – gíslaskilum frá Hamas gegn hléi á loftárásum og aukinni hjálparaðstoð. En Hamas stóð ekki við samninginn og hélt áfram að halda mörgum gíslum, þar á meðal konum, börnum og öldruðum. Þetta gróf undan trausti sem var þó lítið fyrir, og Ísrael jók verulega árásir á Gasa eftir brot á vopnahlés samkomulaginu. Alþjóðlegir fjölmiðlar beina nú æ meiri athygli að hörmungum íbúa Gasa – og réttilega. En lítið er fjallað um að Hamas sjálf, sem stjórnar Gasa með harðri hendi, á stóran þátt í þjáningum eigin borgara. Hamas hefur ítrekað hrifsað til sín hjálpargögn og notað sjúkrahús, skóla og moskur sem hernaðarstöðvar – sem er skýrt brot á alþjóðalögum. Þeir skjóta eldflaugum úr íbúðarhverfum og nota almenna borgara sem mannlega skildi, en bregðast svo við sem fórnarlömb þegar árásum er svarað. Ísrael sér í Hamas stöðuga ógn. Svo lengi sem Hamas heldur völdum, er óumflýjanlegt að hryðjuverkaárásir gegn Ísrael muni halda áfram. Opinbert markmið Hamas – og annarra hópa sem styðja þá – er að útrýma Ísraelsríki. Þetta eitt og sér útilokar alla langvarandi friðarsamninga. Þá hefur Hamas vísvitandi hindrað hjálparflutninga frá Egyptalandi og reynt að stjórna aðgangi hjálpargagna eftir eigin hagsmunum. Það sem oft gleymist í umræðunni er að yfirstjórn Hamas býr ekki í Gasa heldur í öruggum og ríkulegum lúxus í Katar og Dúbaí – fjarri sprengjuregninu og eymdinni sem þeir sjálfir halda gangandi. Þaðan stýra þeir stríðinu með pólitískum og hernaðarlegum markmiðum, á meðan börn og ungmenni í Gasa eru notuð sem skjöldur og skotfæri. Fjölmiðlaumfjöllun hér á landi og víða erlendis má því gagnrýna fyrir að draga upp einfalda og tilfinningaþrungna mynd: að Ísrael sé í stríði við aldraða, konur og börn. Slík framsetning hylur óþægilegar en brýnar spurningar: Hvers vegna skilar Hamas ekki gíslunum núna, ef það gæti leitt til vopnahlés og mannúðaraðstoðar? Hvernig fær Hamas áfram vopn og birgðir þrátt fyrir umsátur? Er ekki líklegt að þau berist með hjálpargögnum ef ekkert annað kemst inn á Gasa. Af hverju beinir almenningur ekki reiði sinni að forystu Hamas, sem notar eigið fólk sem skjöld fyrir sinn hernað? Engin réttlæting er fyrir fjöldamorðum eða saklausu mannfalli – sama hvaðan það kemur. Ef við viljum kalla eftir friði og mannúð með trúverðugum hætti, verðum við að horfast í augu við ábyrgð beggja aðila. Þögnin um grimmd Hamas þjónar hvorki sannleikanum né þeim borgurum sem líða mest. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun