Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Hjörvar Ólafsson skrifar 24. maí 2025 18:46 Breiðablik - Valur Besta Deild Karla Vor 2025 vísir/Diego Valur lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á N1-vellinum að Hlíðarenda í áttundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Jovan Mitrovic eftir hornspyrnu Birkir Heimissonar þegar tæplega hálftíma var liðinn af leiknum. Skömmu síðar var Patrick Pedersen búinn að tvöfalda forystu Valsmanna sem innsigluðu svo sigur sinn með marki Birkis Heimissonar nokkrum mínútutm fyrir lok fyrri hálfleiks. Tryggvi Hrafn Haraldsson skallaði þá boltann á Birki sem skoraði með skoti af stuttu færi. Staðan var 3-0 í hálfleik og hvorugt liðið bætti við marki í seinni hálfleik og niðurstaðan þægilegur sigur Vals sem skýst upp í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig með þessum sigri. Eyjamenn eru hins vegar í níunda sæti með átta stig. Srdjan Tufagdzic, Túfa, þjálfari Vals. Vísir/Diego Túfa: Ánægðastur með að halda hreinu „Við sýndum góða ákefð og frammistöðu í fyrri hálfleik og skoruðum þrjú góð mörk. Það sem ég tek jákvæðast út úr þessum leik er að ná í þrjú stig, héldum markinu hreinu og áttum góða kafla í fyrri hálfleik,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals að leik loknum. „Seinni hálfleikur var frekar flatur og við náðum ekki upp tempói í leik en við sigldum sigrinum hins vegar í höfn. Stefán Gísli og Birkir Jakob komu fínt inn í leikinn og það er gott að þeir fái mínútur í skrokkinn,“ sagði Túfa enn fremur. „Þetta var flott frammistaða hjá öllu liðinu og nú förum við að einbeita okkur að leiknum við Aftureldingu í næstu umferð deildarinnar. Það verður hörkuleikur og vonandi náum við að halda uppteknum hætti þar,“ sagði Túfa um framhaldið. Þorlákur: Slakasti leikur okkar í sumar „Þetta var líklega slakasta frammistaða okkar í sumar. Við náðum ekki upp neinni ákefð í okkar leik og mörkin sem þeir skoruðu voru ansi hreint ódýr. Við vorum sérstaklega slakir í fyrri hálfleik en þetta skánaði í þeim seinni sem var þó ekki gæðamikill,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV. Eyjamenn misstu Oliver Heiðarsson og Omar Sowe í meiðsli í vikunni og Þorlákur segir að það muni taka tíma að bregðast við þeim skörðum í sóknarleik Eyjaliðsins: „Það er eðlilegt að það taki tíma að fylla í þau skörð sem þeir skilja eftir og það er verkefni okkar í næstu leikjum að finna leiðir til þess að hressa upp á sóknarleik okkar án þeirra,“ sagði Þorlákur. „Fyrir utan þá erum við án Sigurðar og Vicente í þessum leik og við erum lemstraðir eftir mikið leikjaálag síðustu vikurnar. Það er hins vegar engin afsökun fyrir frammistöðu okkar í þessum leik. Það var aftur á móti jákvætt að fá Alex Frey aftur inn á völlinn en hann hefur verið fjarverandi þar sem hann var að eignast barn. Það er gott að fá Alex Freyr aftur inn í hópinn,“ sagði hann um stöðu mála hjá Eyjamönnum. Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV. Mynd: ÍBV Atvik leiksins Adam Ægir Pálsson er mögulega ekki sammála aðstoðardómara leiksins sem dæmdi mark hans af um miðjan seinni hálfleikinn. Aðstoðardómarinn taldi Patrick Pedersen hafa verið í sjónlínu Marcel Zapytowski, markvarðar ÍBV, þegar Adam Ægir skoraði en það var erfitt að sjá hvort að dómurinn var réttur eður ei. Stjörnur og skúrkar Birkir Heimisson lagði upp eitt mark og skoraði annað og var mikið í boltanum í þessum leik. Patrick Pedersen skoraði eitt marka Valsliðsins en hefði svo sem hæglega getað skorað fleiri. Lúkas Logi Heimisson var svo sprækur í sóknarleik Valsliðsins. Dómarar leiksins Sigurður Hjörtur Þrastarson, Eysteinn Hrafnkelsson, Bergur Daði Ágústsson og Jóhann Ingi Jónsson áttu heldur náðugan dag og fá þeir sjö í einkunn fyrir dómgæsluna í þessum leik. Stemming og umgjörð Það var bæði fjölmennt og góðmennt á Hlíðarenda í kvöld en stemmingin hefur svo sem oft verið betri. Stuðningsmenn féllu niður á plan leikmanna í seinni hálfleik og þar bragðdauf stemming bæði innan vallar sem utan. Besta deild karla Valur ÍBV
Valur lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á N1-vellinum að Hlíðarenda í áttundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Jovan Mitrovic eftir hornspyrnu Birkir Heimissonar þegar tæplega hálftíma var liðinn af leiknum. Skömmu síðar var Patrick Pedersen búinn að tvöfalda forystu Valsmanna sem innsigluðu svo sigur sinn með marki Birkis Heimissonar nokkrum mínútutm fyrir lok fyrri hálfleiks. Tryggvi Hrafn Haraldsson skallaði þá boltann á Birki sem skoraði með skoti af stuttu færi. Staðan var 3-0 í hálfleik og hvorugt liðið bætti við marki í seinni hálfleik og niðurstaðan þægilegur sigur Vals sem skýst upp í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig með þessum sigri. Eyjamenn eru hins vegar í níunda sæti með átta stig. Srdjan Tufagdzic, Túfa, þjálfari Vals. Vísir/Diego Túfa: Ánægðastur með að halda hreinu „Við sýndum góða ákefð og frammistöðu í fyrri hálfleik og skoruðum þrjú góð mörk. Það sem ég tek jákvæðast út úr þessum leik er að ná í þrjú stig, héldum markinu hreinu og áttum góða kafla í fyrri hálfleik,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals að leik loknum. „Seinni hálfleikur var frekar flatur og við náðum ekki upp tempói í leik en við sigldum sigrinum hins vegar í höfn. Stefán Gísli og Birkir Jakob komu fínt inn í leikinn og það er gott að þeir fái mínútur í skrokkinn,“ sagði Túfa enn fremur. „Þetta var flott frammistaða hjá öllu liðinu og nú förum við að einbeita okkur að leiknum við Aftureldingu í næstu umferð deildarinnar. Það verður hörkuleikur og vonandi náum við að halda uppteknum hætti þar,“ sagði Túfa um framhaldið. Þorlákur: Slakasti leikur okkar í sumar „Þetta var líklega slakasta frammistaða okkar í sumar. Við náðum ekki upp neinni ákefð í okkar leik og mörkin sem þeir skoruðu voru ansi hreint ódýr. Við vorum sérstaklega slakir í fyrri hálfleik en þetta skánaði í þeim seinni sem var þó ekki gæðamikill,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV. Eyjamenn misstu Oliver Heiðarsson og Omar Sowe í meiðsli í vikunni og Þorlákur segir að það muni taka tíma að bregðast við þeim skörðum í sóknarleik Eyjaliðsins: „Það er eðlilegt að það taki tíma að fylla í þau skörð sem þeir skilja eftir og það er verkefni okkar í næstu leikjum að finna leiðir til þess að hressa upp á sóknarleik okkar án þeirra,“ sagði Þorlákur. „Fyrir utan þá erum við án Sigurðar og Vicente í þessum leik og við erum lemstraðir eftir mikið leikjaálag síðustu vikurnar. Það er hins vegar engin afsökun fyrir frammistöðu okkar í þessum leik. Það var aftur á móti jákvætt að fá Alex Frey aftur inn á völlinn en hann hefur verið fjarverandi þar sem hann var að eignast barn. Það er gott að fá Alex Freyr aftur inn í hópinn,“ sagði hann um stöðu mála hjá Eyjamönnum. Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV. Mynd: ÍBV Atvik leiksins Adam Ægir Pálsson er mögulega ekki sammála aðstoðardómara leiksins sem dæmdi mark hans af um miðjan seinni hálfleikinn. Aðstoðardómarinn taldi Patrick Pedersen hafa verið í sjónlínu Marcel Zapytowski, markvarðar ÍBV, þegar Adam Ægir skoraði en það var erfitt að sjá hvort að dómurinn var réttur eður ei. Stjörnur og skúrkar Birkir Heimisson lagði upp eitt mark og skoraði annað og var mikið í boltanum í þessum leik. Patrick Pedersen skoraði eitt marka Valsliðsins en hefði svo sem hæglega getað skorað fleiri. Lúkas Logi Heimisson var svo sprækur í sóknarleik Valsliðsins. Dómarar leiksins Sigurður Hjörtur Þrastarson, Eysteinn Hrafnkelsson, Bergur Daði Ágústsson og Jóhann Ingi Jónsson áttu heldur náðugan dag og fá þeir sjö í einkunn fyrir dómgæsluna í þessum leik. Stemming og umgjörð Það var bæði fjölmennt og góðmennt á Hlíðarenda í kvöld en stemmingin hefur svo sem oft verið betri. Stuðningsmenn féllu niður á plan leikmanna í seinni hálfleik og þar bragðdauf stemming bæði innan vallar sem utan.