Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2025 07:02 Alessia Russo hefur skorað átta mörk í 14 leikjum í Meistaradeildinni á leiktíðinni. EPA-EFE/ISABEL INFANTES Það hefur ekki farið hátt í fjölmiðlum en verðlaunagripurinn sem fer á loft að leik loknum í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu var stolið í vikunni. Bikarinn er hins vegar kominn í leitirnar og það er Alessia Russo, framherji Arsenal, ánægð með. Síðar í dag fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu fram. Leikið verður á José Alvalade-vellinum í Lissabon. Russo byrjar að öllum líkindum fremsti maður þegar Skytturnar reyna að leggja ríkjandi Evrópumeistara Barcelona að velli. „Allir leikmenn Arsenal vita að þetta er félag sem vill vinna titla. Félagið er metnaðarfullt og vill vera með í baráttunni um alla titla. Þar viljum við sem félag vera og munum halda áfram að reyna koma okkur á þann stall.“ „Við þekkjum söguna. Sem dæmi hefur Kim Little verið lengi hjá félaginu og á svo sannarlega skilið að spila leik sem þennan. Í aðdraganda leiksins settumst við niður með sigurvegurunum frá 2007 til að skilja hvað þetta þýðir fyrir þær. Það var sérstakt augnablik.“ Arsenal vann síðast Evróputitil árið 2007 á meðan Barcelona er ríkjandi meistari og á leið í úrslit fimmta árið í röð. Á meðan Börsungar unnu gríðarlega öruggan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í undanúrslitum þá gerði Arsenal sér lítið fyrir og lagði stórlið Lyon 4-1 eftir að tapa fyrri leik liðanna með einu marki. „Við vitum að Barcelona er topplið. Þær hafa ítrekað spilað og unnið á hæsta getustigi, við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því. Ég hef hins vegar fulla trú á okkur sem liði. Vegferðin sem við erum á, og frammistaða okkar undanfarið, við vitum hvað í okkur býr og höfum lagt hart að okkur í vikunni. Við erum virkilega spenntar og vel undirbúnar.“ „Við sem lið höfum rætt það mikið á þessari leiktíð að hafa trú. Við höfum fundið margar mismunandi leiðir til að vinna leiki. Frammistaðan gegn Lyon var eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í þennan leik. Við viljum sýna sömu gæði og halda stöðugleika á því getustigi sem við spiluðum á. Við vitum vel að við getum það.“ „Gegn Lyon áttum við engra kosta völ en að spila okkar besta leik í von um að komast alla leið í úrslit. Við viljum sýna sömu frammistöðu í úrslitaleiknum. Við munum gera okkar besta og spila eins vel og við getum.“ ✅ How can you watch it? ✅ Possible line-ups✅ All you need to know Read the full #UWCLfinal preview 👇#UWCL— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) May 23, 2025 Að endingu var Russo spurð út í þá staðreynd að Meistaradeildarbikarnum var stolið. „Ég hafði ekki hugmynd. Eins og þú getur ef til vill giskað á þá hefur þetta verið virkilega annasöm vika. Ég er glöð að bikarinn er kominn til baka í réttar hendur.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Síðar í dag fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu fram. Leikið verður á José Alvalade-vellinum í Lissabon. Russo byrjar að öllum líkindum fremsti maður þegar Skytturnar reyna að leggja ríkjandi Evrópumeistara Barcelona að velli. „Allir leikmenn Arsenal vita að þetta er félag sem vill vinna titla. Félagið er metnaðarfullt og vill vera með í baráttunni um alla titla. Þar viljum við sem félag vera og munum halda áfram að reyna koma okkur á þann stall.“ „Við þekkjum söguna. Sem dæmi hefur Kim Little verið lengi hjá félaginu og á svo sannarlega skilið að spila leik sem þennan. Í aðdraganda leiksins settumst við niður með sigurvegurunum frá 2007 til að skilja hvað þetta þýðir fyrir þær. Það var sérstakt augnablik.“ Arsenal vann síðast Evróputitil árið 2007 á meðan Barcelona er ríkjandi meistari og á leið í úrslit fimmta árið í röð. Á meðan Börsungar unnu gríðarlega öruggan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í undanúrslitum þá gerði Arsenal sér lítið fyrir og lagði stórlið Lyon 4-1 eftir að tapa fyrri leik liðanna með einu marki. „Við vitum að Barcelona er topplið. Þær hafa ítrekað spilað og unnið á hæsta getustigi, við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því. Ég hef hins vegar fulla trú á okkur sem liði. Vegferðin sem við erum á, og frammistaða okkar undanfarið, við vitum hvað í okkur býr og höfum lagt hart að okkur í vikunni. Við erum virkilega spenntar og vel undirbúnar.“ „Við sem lið höfum rætt það mikið á þessari leiktíð að hafa trú. Við höfum fundið margar mismunandi leiðir til að vinna leiki. Frammistaðan gegn Lyon var eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í þennan leik. Við viljum sýna sömu gæði og halda stöðugleika á því getustigi sem við spiluðum á. Við vitum vel að við getum það.“ „Gegn Lyon áttum við engra kosta völ en að spila okkar besta leik í von um að komast alla leið í úrslit. Við viljum sýna sömu frammistöðu í úrslitaleiknum. Við munum gera okkar besta og spila eins vel og við getum.“ ✅ How can you watch it? ✅ Possible line-ups✅ All you need to know Read the full #UWCLfinal preview 👇#UWCL— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) May 23, 2025 Að endingu var Russo spurð út í þá staðreynd að Meistaradeildarbikarnum var stolið. „Ég hafði ekki hugmynd. Eins og þú getur ef til vill giskað á þá hefur þetta verið virkilega annasöm vika. Ég er glöð að bikarinn er kominn til baka í réttar hendur.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira