Innlent

Brennandi ein­býlis­hús reyndist eyði­býli

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hús í ljósum logum á Vatnsleysuströnd. 
Hús í ljósum logum á Vatnsleysuströnd.  Brunavarnir Suðurnesja

Slökkviliðinu á Suðurnesjum var í gærkvöldi tilkynnt um eld í einbýlishúsi á Vatnsleysuströnd. Þegar slökkvilið bar að garði kom í ljós að um var að ræða eyðibýli. 

Í tilkynningu frá Brunavörnum Suðurnesja á Facebook segir að tilkynning hafi borist á ellefta tímanum í gærkvöldi. Slökkvistarfi hafi lokið um tveimur tímum síðar og á þriðjatímanum hafi öllum frágangi eftir útkallið verið lokið. 

Þá segir að um tólf þúsund lítrar af vatni hafi verið notaðir við útkallið. 

Frá vettvangi. Brunavarnir Suðurnesja



Fleiri fréttir

Sjá meira


×