Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2025 22:33 Sómi, sem er líklega elsti hestur landsins en hann er 36 vetra og ótrúlega brattur miðað við aldur. Hér er hann með eiganda sínum, Sigríði Ingibjörgu, sem vinnur við tamningar á bænum Margrétarhofi í Ásahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann heitir Sómi, tennurnar hans eru í góðu lagi og hófarnir líka en það fer engin á bak honum lengur. Hér erum við að tala um elsta núlifandi hest landsins því hann er þrjátíu og sex vetra og unir sér vel út í haga í Skógum undir Eyjafjöllum. Það fer vel um Sóma gamla á bænum Ytri Skógum undir Eyjafjöllum þar sem hann er duglegur að bíta gras og njóta þeirra gæða, sem svæðið hans hefur upp á að bjóða. Ekki spillir fyrir að merin Jörp er með honum en hún er 30 vetra. Sómi er sótrauðblesóttur og er mjög líklega elsti hestur landsins en meðalaldur íslenskra hesta er 22 vetra samkvæmt upplýsingum frá hrossaræktarráðunaut. Sigríður Ingibjörg á Sóma og samband þeirra er einstakt því þeim þykir svo vænt um hvort annað. „Þetta er höfðingi enda er hann er algjör meistari. Þetta er fyrsti hesturinn, sem ég eignaðist og kom mér í hestamennsku. Hann er að nálgast fertugt en hann er í dag þrjátíu og sex vetra,“ segir Sigríður Ingibjörg. Finnst þér þetta ekki vera með ólíkindum? „Júa, það er það, mér fannst hann gamall þegar við fengum hann, það var fyrir 19 árum en hann er mjög gamall núna,“ segir Sigríður hlæjandi. Sigríður segir Sóma halda sig ótrúlega vel, tennurnar á honum séu í fínu standi og hófarnir líka en hann er ekki á járnum enda ekkert notaður lengur, hann er jú komin í lögbundið frí vegna aldurs. Sigríði og Sóma þykir mjög vænt um hvort annað enda er Sigríður dugleg að heimsækja hann og knúsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sómi er mjög klár og mjög sérvitur,“ segir Sigríður. En hefur eitthvað komið til tals að fella hann eða eitthvað svoleiðis? Það hefur alveg komið til tals en maður veit ekki alveg. Maður allavega ætlar að leyfa honum að lifa út sumarið og svo sjáum við hvað við gerum. Þetta er frábær hestur og algjör gullmoli,“ segir Sigríður að lokum. Sigurður Anton Pétursson í Ytri Skógum þekkir Sóma mjög vel og segir hann algjöran snilling en síðustu ár hefur hann verið notaður í hestaleigunni á bænum. Hann er líka með merina Jörp, sem er 30 vetra hjá Sóma. „Þau fá bara að lifa sinn líftíma ef þau endast og virka vel. Ef þeim líður vel og þá líður þeim bara vel þar til þau geta ekki meira,“ segir Sigurður Anton. Sigríður Ingibjörg með Sóma gamla og Sigurður Anton með Jörp gömlu í Ytri Skógum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Það fer vel um Sóma gamla á bænum Ytri Skógum undir Eyjafjöllum þar sem hann er duglegur að bíta gras og njóta þeirra gæða, sem svæðið hans hefur upp á að bjóða. Ekki spillir fyrir að merin Jörp er með honum en hún er 30 vetra. Sómi er sótrauðblesóttur og er mjög líklega elsti hestur landsins en meðalaldur íslenskra hesta er 22 vetra samkvæmt upplýsingum frá hrossaræktarráðunaut. Sigríður Ingibjörg á Sóma og samband þeirra er einstakt því þeim þykir svo vænt um hvort annað. „Þetta er höfðingi enda er hann er algjör meistari. Þetta er fyrsti hesturinn, sem ég eignaðist og kom mér í hestamennsku. Hann er að nálgast fertugt en hann er í dag þrjátíu og sex vetra,“ segir Sigríður Ingibjörg. Finnst þér þetta ekki vera með ólíkindum? „Júa, það er það, mér fannst hann gamall þegar við fengum hann, það var fyrir 19 árum en hann er mjög gamall núna,“ segir Sigríður hlæjandi. Sigríður segir Sóma halda sig ótrúlega vel, tennurnar á honum séu í fínu standi og hófarnir líka en hann er ekki á járnum enda ekkert notaður lengur, hann er jú komin í lögbundið frí vegna aldurs. Sigríði og Sóma þykir mjög vænt um hvort annað enda er Sigríður dugleg að heimsækja hann og knúsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sómi er mjög klár og mjög sérvitur,“ segir Sigríður. En hefur eitthvað komið til tals að fella hann eða eitthvað svoleiðis? Það hefur alveg komið til tals en maður veit ekki alveg. Maður allavega ætlar að leyfa honum að lifa út sumarið og svo sjáum við hvað við gerum. Þetta er frábær hestur og algjör gullmoli,“ segir Sigríður að lokum. Sigurður Anton Pétursson í Ytri Skógum þekkir Sóma mjög vel og segir hann algjöran snilling en síðustu ár hefur hann verið notaður í hestaleigunni á bænum. Hann er líka með merina Jörp, sem er 30 vetra hjá Sóma. „Þau fá bara að lifa sinn líftíma ef þau endast og virka vel. Ef þeim líður vel og þá líður þeim bara vel þar til þau geta ekki meira,“ segir Sigurður Anton. Sigríður Ingibjörg með Sóma gamla og Sigurður Anton með Jörp gömlu í Ytri Skógum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira