Innlent

Stór skjálfti fannst vel á suður- og vestur­landi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorninu. 
Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorninu.  Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg, um tíu kílómetrum vestan við Eldey,  fannst vel á suður- og vesturlandi klukkan 14:21. Samkvæmt frummati var skjálftinn 4,9 að stærð. 

Kristín Elísa Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Hún segir að í hádeginu hafi jarðskjálftahrina hafist við Reykjaneshrygg og sá stærsti riðið yfir klukkan 14:21. Enn sé unnið að yfirferð en samkvæmt fyrstu tölum hafi hann verið upp á 4,9. 

Veðurstofunni hafi borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist vel á suður- og vesturlandi. 

Kristín segir skjálfta sem þessa vel þekkta og ekkert bendi til þess að þeir tengist eldsumbrotum heldur megi að öllum líkindum rekja þá til flekahreyfinga. 

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×