Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Árni Jóhannsson skrifar 24. maí 2025 21:46 Daði Berg skoraði tvö mörk í dag og var mjög góður í seinni hálfleik. vísir / anton brink Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. Daði var spurður að því, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson skömmu eftir leik, hversu sætur sigurinn í dag hefði verið í ljósi fyrri hálfleiksins. „Hann var mjög sætur. Sérstaklega af því að við mættum ekki til leiks í upphafi leiks. Fyrstu tíu fimmtán vorum við bara off og þetta var bara vesen. Það var bara slökkt á okkur og svo bara í hálfleik vissum við hvað þurfti að bæta og við mættum hungraðir út og sýndum það.“ Hvað sagði Davíð Smári við sína menn í hálfleik? „Það er eiginlega ekki við hæfi barna“, sagði Daði og brosti út í annað áður en hann hélt áfram. „Hann sagði bara að við þyrftum að kveikja á okkur og það sem við vorum að gera væri ekki boðlegt. Við sýndum það síðan bara að við vissum hvað þyrfti að bæta og við gerðum það. Fyrstu tíu fimmtán vorum við ekki með en svo komumst við í stjórn á leiknum. Það vantaði herslumuninn á að skapa færi og það var bara eitt návígi án þess að við slyppum í gegn en það datt með okkur í seinni hálfleik.“ Daði Berg var lítið sjáanlegur í fyrri hálfleik en eins og allt liðið kveikti hann á sér. Henry spurði Daða að því hvað hann hafði gert öðruvísi í seinni hálfleik til að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa verið farþegi í þeim fyrri. „Það eru kaldar kveðjur“, sagði Daði fyrst hlæjandi en hélt svo áfram: „Nei nei, ég er sammála þessu ég bara þurfti að núllstilla mig. Leikurinn er 90 mínútur og maður getur mætt af krafti í næsta leik.“ Daði er kominn með fjögur mörk á þessu tímabili og virðist njóta sín í þessu Vestra liði. „Þetta er geðveikt. Þetta er geggjaður hópur og það var tekið vel á móti mér. Þó þetta séu ekkert allt Íslendingar þá skiptir það ekki máli, þetta eru allt toppgaurar og það er geggjað andrúmsloft hérna fyrir vestan.“ Menn eru að tengja vel og það héldu einhverjir að þetta væri kannski einhverj blaðra sem myndi springa en það er ekki að gerast. „Nei, við erum búnir að fá á okkur fjögur mörk í átta leikjum. Það er engin tilviljun, við erum vel þjálfaðir í varnarleik og svo erum við með gæði fram á við til að skora eitt ef við fáum ekki mark á okkur. Við skoruðum þrjú í dag þar sem við fengum eitt mark á okkur.“ Í seinna marki sínu fagnaði Daði með því að taka sundtök á vellinum og var hann spurður út í það nánar. „Fyrra fagnið var stúdentshúfan en ég átti að vera að útskrifast í dag í bænum en ég er hér og það er eins og það er. Sundfagnið var smá spuni í því. Bjóst ekki við að skora tvö en það er bara svoleiðis.“ Besta deild karla Vestri Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Daði var spurður að því, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson skömmu eftir leik, hversu sætur sigurinn í dag hefði verið í ljósi fyrri hálfleiksins. „Hann var mjög sætur. Sérstaklega af því að við mættum ekki til leiks í upphafi leiks. Fyrstu tíu fimmtán vorum við bara off og þetta var bara vesen. Það var bara slökkt á okkur og svo bara í hálfleik vissum við hvað þurfti að bæta og við mættum hungraðir út og sýndum það.“ Hvað sagði Davíð Smári við sína menn í hálfleik? „Það er eiginlega ekki við hæfi barna“, sagði Daði og brosti út í annað áður en hann hélt áfram. „Hann sagði bara að við þyrftum að kveikja á okkur og það sem við vorum að gera væri ekki boðlegt. Við sýndum það síðan bara að við vissum hvað þyrfti að bæta og við gerðum það. Fyrstu tíu fimmtán vorum við ekki með en svo komumst við í stjórn á leiknum. Það vantaði herslumuninn á að skapa færi og það var bara eitt návígi án þess að við slyppum í gegn en það datt með okkur í seinni hálfleik.“ Daði Berg var lítið sjáanlegur í fyrri hálfleik en eins og allt liðið kveikti hann á sér. Henry spurði Daða að því hvað hann hafði gert öðruvísi í seinni hálfleik til að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa verið farþegi í þeim fyrri. „Það eru kaldar kveðjur“, sagði Daði fyrst hlæjandi en hélt svo áfram: „Nei nei, ég er sammála þessu ég bara þurfti að núllstilla mig. Leikurinn er 90 mínútur og maður getur mætt af krafti í næsta leik.“ Daði er kominn með fjögur mörk á þessu tímabili og virðist njóta sín í þessu Vestra liði. „Þetta er geðveikt. Þetta er geggjaður hópur og það var tekið vel á móti mér. Þó þetta séu ekkert allt Íslendingar þá skiptir það ekki máli, þetta eru allt toppgaurar og það er geggjað andrúmsloft hérna fyrir vestan.“ Menn eru að tengja vel og það héldu einhverjir að þetta væri kannski einhverj blaðra sem myndi springa en það er ekki að gerast. „Nei, við erum búnir að fá á okkur fjögur mörk í átta leikjum. Það er engin tilviljun, við erum vel þjálfaðir í varnarleik og svo erum við með gæði fram á við til að skora eitt ef við fáum ekki mark á okkur. Við skoruðum þrjú í dag þar sem við fengum eitt mark á okkur.“ Í seinna marki sínu fagnaði Daði með því að taka sundtök á vellinum og var hann spurður út í það nánar. „Fyrra fagnið var stúdentshúfan en ég átti að vera að útskrifast í dag í bænum en ég er hér og það er eins og það er. Sundfagnið var smá spuni í því. Bjóst ekki við að skora tvö en það er bara svoleiðis.“
Besta deild karla Vestri Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira