Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2025 12:12 Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í viðtali á föstudag vegna þess sem miður hefur farið í landamæraeftirliti. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir embættismönnum ekki um að kenna. Vísir Dómsmálaráðherra sakar Úlfar Lúðvíksson um að hengja bakara fyrir smið með því að saka ríkislögreglustjóra og ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins um að hafa brugðist skyldum sínum og með því kalla eftir afsögn þeirra. Ráðherra segir stjórnmálamenn bera alla ábyrgð á stöðunni á landamærum Íslands. Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Hauk Guðmundsson ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins í Spursmálum Morgunblaðsins á föstudag. Hann sagði þau hafa brugðist skyldum sínum í tengslum við landamæraeftirlit og kallaði eftir afsögn þeirra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ræddi ummælin á Sprengisandi í dag. Hún segir Úlfar skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að líta til stjórnmálamanna. „Þar finnst mér hann vera að skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að horfa á pólitíkina. Hann hefur sjálfur gætt landamæra sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í fimm ár. Mér heyrist hann vera að vísa til þess, um ábyrgð ríkislögreglustjóra að hún eigi að víkja sæti eða segja af sér vegna þess að hún hafi gætt landamæranna og ekki náð tilhlýðilegum árangri. Ég hef ákveðinn skilning á því að lögreglustjórinn fyrrverandi á Suðurnesjum líti svo á að staða landamæranna er ekki nægilega góð. Á því bera stjórnmálamenn alla ábyrgð,“ sagði Þorbjörg. Hún segir stóru tíðindin í málinu að ríkisstjórnin sé að efla og stækka embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem feli í sér breytt verkefni. Að því tilefni hafi hún boðað Úlfar á fund sinn, kynnt honum stöðuna og boðið honum flutning í annað embætti hugnist honum ekki að sækja um stöðuna. „Ég get ekki séð að í því felist ofboðsleg vantraustsyfirlýsing, þegar ráðherrann segir frá því, þér stendur annað embætti til boða viljirðu ekki halda áfram.“ Stjórnsýsla Lögreglan Landamæri Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Hauk Guðmundsson ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins í Spursmálum Morgunblaðsins á föstudag. Hann sagði þau hafa brugðist skyldum sínum í tengslum við landamæraeftirlit og kallaði eftir afsögn þeirra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ræddi ummælin á Sprengisandi í dag. Hún segir Úlfar skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að líta til stjórnmálamanna. „Þar finnst mér hann vera að skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að horfa á pólitíkina. Hann hefur sjálfur gætt landamæra sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í fimm ár. Mér heyrist hann vera að vísa til þess, um ábyrgð ríkislögreglustjóra að hún eigi að víkja sæti eða segja af sér vegna þess að hún hafi gætt landamæranna og ekki náð tilhlýðilegum árangri. Ég hef ákveðinn skilning á því að lögreglustjórinn fyrrverandi á Suðurnesjum líti svo á að staða landamæranna er ekki nægilega góð. Á því bera stjórnmálamenn alla ábyrgð,“ sagði Þorbjörg. Hún segir stóru tíðindin í málinu að ríkisstjórnin sé að efla og stækka embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem feli í sér breytt verkefni. Að því tilefni hafi hún boðað Úlfar á fund sinn, kynnt honum stöðuna og boðið honum flutning í annað embætti hugnist honum ekki að sækja um stöðuna. „Ég get ekki séð að í því felist ofboðsleg vantraustsyfirlýsing, þegar ráðherrann segir frá því, þér stendur annað embætti til boða viljirðu ekki halda áfram.“
Stjórnsýsla Lögreglan Landamæri Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20