Viljum við deyja út? Friðrik Snær Björnsson skrifar 26. maí 2025 07:01 Við okkur mannfólkinu blasa ýmis vandamál, það veit hvert mannsbarn. Loftslagsbreytingar og aukinn stríðsrekstur þjóða. Fátækt, hungur og ofbeldi. Allt eru þetta gríðarleg vandamál sem við sem samfélag erum og eigum að vera að gera allt í okkar valdi til að leysa og minnka skaða af. Eitt vandamál sem er eðlisólíkt en þó alveg jafn alvarlegt hefur fengið að laumast undir vandamála radar okkar. Þegar þetta er rætt þykir okkur það óþægilegt og við einfaldlega trúum ekki að þetta geti verið raunverulegt vandamál. Þetta er ekkert eins og þau vandamál sem við höfum tekist á við áður. Við erum nefnilega hætt að eignast börn. Hvað er fæðingartíðni Hér eftir verður talað um fæðingartíðni sem áætlaða tölu á því hversu mörg börn kona eignast á lífsleiðinni. Til viðhalds þjóðar þarf hver kona að eignast um 2.1 börn. Hvað er að gerast Allar heimsins þjóðir eru að glíma við sama vandamál. Fæðingartíðnin er að hrynja. Gróflega virðist það vera þannig að eftir því sem velmegun eykst í löndum því minni verður fæðingartíðnin. Þetta er auðvitað ekki algilt lögmál en virðist gilda gróflega. Efst á fæðingartíðnilistum sjáum við tróna þriðja heims lönd líkt og Tsjad og Sómalíu þar sem fæðingartíðnin er í kringum 6 börn á konu. Á Íslandi er fæðingartíðnin 1.5. Þetta kemur ekkert sem þruma úr heiðskíru lofti. Þetta hefur verið að gerast í nokkur ár. Línurit sem sýnir fæðingartíðni á Íslandi og í nágrannaríkjum.Hagstofa Íslands Á mynd má sjá þróun fæðingartíðni hjá okkur og nágrannaþjóðunum síðastliðin 25 ár. Þar sést skýrt, þetta var í ágætu standi hérna þangað til 2011 þegar þetta fór að hrynja niður. Fæðingartíðnin á Íslandi er í frjálsu falli. Af hverju er þetta vandamál? Setjum þetta upp í einfalt dæmi. Með fæðingartíðni upp á 1.5 á hverja konu, eða 0.75 á manneskju, eignast 100 manna kynslóð 75 börn. 75 manna kynslóð eignast síðan 56 börn. Með 1.5 í fæðingartíðni helmingast kynslóðir á Íslandi aðra hverja kynslóð. Auðvitað er dæmið ekki svona einfalt, en þessu er ekki hægt að neita. Þetta er ekki pólitískt ágreiningsmál. Þetta er ekki eitthvað sem er hægt að rökræða. Þetta er raunveruleiki íslensku þjóðarinnar. Hrun íslenska velferðarkerfisins Hér á Íslandi höfum við byggt upp ýmis kerfi, heilbrigðiskerfi, bótakerfi, vegakerfi. Allt er þetta borgað af skattgreiðendum. Þetta góða líf sem við lifum það er í boði fólksins sem borgar skatta hér á landi. Eftir því sem kynslóðir minnka þá eykst hlutdeild eldra fólks í samfélaginu. Þessi hópur er ekki vinnandi og kostar hlutfallslega miklu meira vegna sjúkraþjónustu o.fl.. Ef þið haldið að heilbrigðiskerfið sé þanið núna bíðið bara þangað til þetta fer að segja til sín. Lækkandi fæðingartíðni er öldrun þjóðar á sterum. Þegar kostnaður við velferðarkerfin hækkar svona mikið eru bara nokkrir hlutir í boði. Hækka skatta á þessa fækkandi skattgreiðendur umtalsvert - Þessir skattgreiðendur munu flýja land. Minnka þjónustu kerfa umtalsvert - Sorrý amma, engin heilbrigðisþjónusta eftir sjötugt. Hækka eða afnema eftirlaunaaldur - Já einmitt Án þess að vera með einhvern mikinn hræðsluáróður (þó ég sé hræddur sjálfur). Þá er ekki ómöguleg sviðsmynd að vinnandi fólk muni flýja þessar aðstæður og skilja eftir hóp af öryrkjum, sjúklingum og gömlu fólki eftir sem er einfaldlega ekki nægur mannafli til að sjá um. Án nýrra skattgreiðenda munu núverandi velferðarkerfi ekki virka í framtíðinni. Þetta reddast gamli Auðvitað er hægt að sjá fyrir sér framtíð þar sem skilvirkniaukning vegna t.d. gervigreindar eða annarrar tækni muni bjarga okkur út úr þessu öllu saman. En er ekki samt betra að vera alveg viss... Viljum við deyja út? Vilt þú að eftir 100 ár sé fólk enn þá að fá sér pylsur í Staðarskála. Að allir frá Egilsstöðum séu alltaf að monta sig af því hvað er gott veður þar. Að menn geti lesið Laxness og þóst vera betri en aðrir. Að fólk geti sótt hér góða heilbrigðisþjónustu. Að hér sé samfélag sem hefur barist fyrir réttindum lítilmagna bæði innanlands og úti í hinum stóra heimi? Er íslenskt samfélag eitthvað sem þú hefur áhuga á að viðhalda? Þó þetta verði ekki nákvæmlega svona þá tel ég persónulega að íslenskt samfélag og menning og fólk sé eitthvað sem er þess virði að berjast fyrir og ef við eignumst ekki börn, þá á þetta samfélag sér enga framtíð. Börnin eru framtíðin, við greinilega viljum ekki eiga framtíð. Flytjum þá bara inn nýtt fólk Það er því miður ekki hægt að ræða alla anga á þessu máli í einum pistli. Hér vil ég bara viðurkenna að ég veit að núverandi lausn á þessu hefur verið innflutningur vinnuafls. Hún virkar ágætlega til skemmri tíma. Það er ekki hægt að fara út í öll smáatriði í þessu en ég skil ykkur eftir með tvær spurningar. Er þetta vænlegt til lengri tíma? Sérstaklega þegar fæðingartíðni hefur tilhneigingu til að minnka enn frekar? Er alveg sjálfsagt að fólk muni endalaust vilja flytja hingað? Sérstaklega eftir því sem aðrar þjóðir fara að glíma enn frekar við sama vandamál? Fúnkerandi samfélag er forsenda alls Hnignandi samfélög, sem geta ekki séð fyrir fólkinu sínu. Sem geta ekki haldið úti spítölum og annarri grunnþjónustu. Þeim er drullusama um þau málefni sem eru efst á baugi í samtímanum. Þau brenna kol því það er þægilegra, þeim er alveg sama um hvaða stríð eru í gangi úti í heimi og reyna ekkert að berjast fyrir réttlæti og þau reyna ekki einu sinni að halda fötluðum, veikum og sjúkum einstaklingum á lífi. Það er því algjört forsendumál fyrir öll þau mál sem brenna þér á hjarta kæri lesandi að íslenskt samfélag virki. Hvað eigum við ekki að gera í þessu Eins og þið mögulega sjáið þá hef ég verið með þráhyggju fyrir þessu málefni. Þetta þýðir að margir mér nákomnir hafa þurft að þola mig blaðra um þetta endalaust. Í þeim samræðum sem ég hef átt við fólk hefur það tilhneigingu til að grínast eitthvað í þessa áttina. Já, þú vilt greinilega bara neyða fólk til að eignast börn Það er bara ein lausn á þessu... banna getnaðarvarnir Allt er þetta náttúrulega grín en öllu gríni fylgir smá alvara. Um leið og maður byrjar að tala um þetta málefni þá heldur fólk að maður vilji tala fyrir einhverri afturför í einhverjum samfélagsmálum. Ég vil hafa þetta kristaltært. Lausnin á þessu máli er ekki að minnka kvenfrelsi, aðgang að getnaðarvörnum eða aðgang að fóstureyðingum. Ég trúi því staðfastlega að það sé til samfélag sem viðheldur okkar jafnréttis- og frelsisviðmiðum og leysir þetta vandamál. Ekki láta einhverja rugludalla þarna úti stoppa þig frá því að telja þetta vera vandamál. Það að einhverjir beri fram lausnir sem þú ert ósammála þýðir ekki að vandamálið sé ekki raunverulegt. Hvað er hægt að gera? Augljósa lausnin er að borga fólki einhvern veginn til að eignast börn. Það hefur verið reynt á einhverjum stöðum og virðist skila einhverjum árangri en þó sorglega litlum. Við ættum 100% að reyna að gera eins hagkvæmt og mögulegt er að eignast börn. En Ísland er nú þegar einn besti staður í heimi til að eignast börn. Það er varla betri staður en Ísland til að eignast börn. Ég ætla ekki að þykjast vera með lausnir. Enda virðist enginn vera með þær. Öll lönd í heiminum eru að glíma við þetta. En við leysum þetta ekki nema að reyna og við getum ekki grafið hausinn í sandinn gagnvart svona stóru vandamáli. Ég sendi því ákall á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur um að lýsa yfir neyðarástandi vegna barnaskorts á Íslandi. Við þurfum að reyna að finna lausnir og við þurfum að gera það núna. Er einu sinni hægt að leysa þetta? Vissulega er engin rík þjóð búin að leysa þetta. (Nema reyndar Ísrael) En Ísland er í algjörri sérstöðu til að laga þetta vandamál. Aukin meðvitund er að ég tel fyrsta og mikilvægasta skrefið í þessu. VIð erum lítið samfélag og þurfum því ekki það mörg börn í viðbót á ári til að leysa þetta. Við erum að tala um nokkur hundruð börn. Ég sé jafnvel fyrir mér framtíð þar sem fæðingartíðnin gegnir svipuðu hlutverki og verðbólga. Þetta er bara einhver tala sem þarf að halda í jafnvægi, ekki of mikið ekki og lítið. Verum kyndilberar í baráttunni gegn lækkandi fæðingartíðni. Ísland þúsund ár! Höfundur er forritari og Skagfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við okkur mannfólkinu blasa ýmis vandamál, það veit hvert mannsbarn. Loftslagsbreytingar og aukinn stríðsrekstur þjóða. Fátækt, hungur og ofbeldi. Allt eru þetta gríðarleg vandamál sem við sem samfélag erum og eigum að vera að gera allt í okkar valdi til að leysa og minnka skaða af. Eitt vandamál sem er eðlisólíkt en þó alveg jafn alvarlegt hefur fengið að laumast undir vandamála radar okkar. Þegar þetta er rætt þykir okkur það óþægilegt og við einfaldlega trúum ekki að þetta geti verið raunverulegt vandamál. Þetta er ekkert eins og þau vandamál sem við höfum tekist á við áður. Við erum nefnilega hætt að eignast börn. Hvað er fæðingartíðni Hér eftir verður talað um fæðingartíðni sem áætlaða tölu á því hversu mörg börn kona eignast á lífsleiðinni. Til viðhalds þjóðar þarf hver kona að eignast um 2.1 börn. Hvað er að gerast Allar heimsins þjóðir eru að glíma við sama vandamál. Fæðingartíðnin er að hrynja. Gróflega virðist það vera þannig að eftir því sem velmegun eykst í löndum því minni verður fæðingartíðnin. Þetta er auðvitað ekki algilt lögmál en virðist gilda gróflega. Efst á fæðingartíðnilistum sjáum við tróna þriðja heims lönd líkt og Tsjad og Sómalíu þar sem fæðingartíðnin er í kringum 6 börn á konu. Á Íslandi er fæðingartíðnin 1.5. Þetta kemur ekkert sem þruma úr heiðskíru lofti. Þetta hefur verið að gerast í nokkur ár. Línurit sem sýnir fæðingartíðni á Íslandi og í nágrannaríkjum.Hagstofa Íslands Á mynd má sjá þróun fæðingartíðni hjá okkur og nágrannaþjóðunum síðastliðin 25 ár. Þar sést skýrt, þetta var í ágætu standi hérna þangað til 2011 þegar þetta fór að hrynja niður. Fæðingartíðnin á Íslandi er í frjálsu falli. Af hverju er þetta vandamál? Setjum þetta upp í einfalt dæmi. Með fæðingartíðni upp á 1.5 á hverja konu, eða 0.75 á manneskju, eignast 100 manna kynslóð 75 börn. 75 manna kynslóð eignast síðan 56 börn. Með 1.5 í fæðingartíðni helmingast kynslóðir á Íslandi aðra hverja kynslóð. Auðvitað er dæmið ekki svona einfalt, en þessu er ekki hægt að neita. Þetta er ekki pólitískt ágreiningsmál. Þetta er ekki eitthvað sem er hægt að rökræða. Þetta er raunveruleiki íslensku þjóðarinnar. Hrun íslenska velferðarkerfisins Hér á Íslandi höfum við byggt upp ýmis kerfi, heilbrigðiskerfi, bótakerfi, vegakerfi. Allt er þetta borgað af skattgreiðendum. Þetta góða líf sem við lifum það er í boði fólksins sem borgar skatta hér á landi. Eftir því sem kynslóðir minnka þá eykst hlutdeild eldra fólks í samfélaginu. Þessi hópur er ekki vinnandi og kostar hlutfallslega miklu meira vegna sjúkraþjónustu o.fl.. Ef þið haldið að heilbrigðiskerfið sé þanið núna bíðið bara þangað til þetta fer að segja til sín. Lækkandi fæðingartíðni er öldrun þjóðar á sterum. Þegar kostnaður við velferðarkerfin hækkar svona mikið eru bara nokkrir hlutir í boði. Hækka skatta á þessa fækkandi skattgreiðendur umtalsvert - Þessir skattgreiðendur munu flýja land. Minnka þjónustu kerfa umtalsvert - Sorrý amma, engin heilbrigðisþjónusta eftir sjötugt. Hækka eða afnema eftirlaunaaldur - Já einmitt Án þess að vera með einhvern mikinn hræðsluáróður (þó ég sé hræddur sjálfur). Þá er ekki ómöguleg sviðsmynd að vinnandi fólk muni flýja þessar aðstæður og skilja eftir hóp af öryrkjum, sjúklingum og gömlu fólki eftir sem er einfaldlega ekki nægur mannafli til að sjá um. Án nýrra skattgreiðenda munu núverandi velferðarkerfi ekki virka í framtíðinni. Þetta reddast gamli Auðvitað er hægt að sjá fyrir sér framtíð þar sem skilvirkniaukning vegna t.d. gervigreindar eða annarrar tækni muni bjarga okkur út úr þessu öllu saman. En er ekki samt betra að vera alveg viss... Viljum við deyja út? Vilt þú að eftir 100 ár sé fólk enn þá að fá sér pylsur í Staðarskála. Að allir frá Egilsstöðum séu alltaf að monta sig af því hvað er gott veður þar. Að menn geti lesið Laxness og þóst vera betri en aðrir. Að fólk geti sótt hér góða heilbrigðisþjónustu. Að hér sé samfélag sem hefur barist fyrir réttindum lítilmagna bæði innanlands og úti í hinum stóra heimi? Er íslenskt samfélag eitthvað sem þú hefur áhuga á að viðhalda? Þó þetta verði ekki nákvæmlega svona þá tel ég persónulega að íslenskt samfélag og menning og fólk sé eitthvað sem er þess virði að berjast fyrir og ef við eignumst ekki börn, þá á þetta samfélag sér enga framtíð. Börnin eru framtíðin, við greinilega viljum ekki eiga framtíð. Flytjum þá bara inn nýtt fólk Það er því miður ekki hægt að ræða alla anga á þessu máli í einum pistli. Hér vil ég bara viðurkenna að ég veit að núverandi lausn á þessu hefur verið innflutningur vinnuafls. Hún virkar ágætlega til skemmri tíma. Það er ekki hægt að fara út í öll smáatriði í þessu en ég skil ykkur eftir með tvær spurningar. Er þetta vænlegt til lengri tíma? Sérstaklega þegar fæðingartíðni hefur tilhneigingu til að minnka enn frekar? Er alveg sjálfsagt að fólk muni endalaust vilja flytja hingað? Sérstaklega eftir því sem aðrar þjóðir fara að glíma enn frekar við sama vandamál? Fúnkerandi samfélag er forsenda alls Hnignandi samfélög, sem geta ekki séð fyrir fólkinu sínu. Sem geta ekki haldið úti spítölum og annarri grunnþjónustu. Þeim er drullusama um þau málefni sem eru efst á baugi í samtímanum. Þau brenna kol því það er þægilegra, þeim er alveg sama um hvaða stríð eru í gangi úti í heimi og reyna ekkert að berjast fyrir réttlæti og þau reyna ekki einu sinni að halda fötluðum, veikum og sjúkum einstaklingum á lífi. Það er því algjört forsendumál fyrir öll þau mál sem brenna þér á hjarta kæri lesandi að íslenskt samfélag virki. Hvað eigum við ekki að gera í þessu Eins og þið mögulega sjáið þá hef ég verið með þráhyggju fyrir þessu málefni. Þetta þýðir að margir mér nákomnir hafa þurft að þola mig blaðra um þetta endalaust. Í þeim samræðum sem ég hef átt við fólk hefur það tilhneigingu til að grínast eitthvað í þessa áttina. Já, þú vilt greinilega bara neyða fólk til að eignast börn Það er bara ein lausn á þessu... banna getnaðarvarnir Allt er þetta náttúrulega grín en öllu gríni fylgir smá alvara. Um leið og maður byrjar að tala um þetta málefni þá heldur fólk að maður vilji tala fyrir einhverri afturför í einhverjum samfélagsmálum. Ég vil hafa þetta kristaltært. Lausnin á þessu máli er ekki að minnka kvenfrelsi, aðgang að getnaðarvörnum eða aðgang að fóstureyðingum. Ég trúi því staðfastlega að það sé til samfélag sem viðheldur okkar jafnréttis- og frelsisviðmiðum og leysir þetta vandamál. Ekki láta einhverja rugludalla þarna úti stoppa þig frá því að telja þetta vera vandamál. Það að einhverjir beri fram lausnir sem þú ert ósammála þýðir ekki að vandamálið sé ekki raunverulegt. Hvað er hægt að gera? Augljósa lausnin er að borga fólki einhvern veginn til að eignast börn. Það hefur verið reynt á einhverjum stöðum og virðist skila einhverjum árangri en þó sorglega litlum. Við ættum 100% að reyna að gera eins hagkvæmt og mögulegt er að eignast börn. En Ísland er nú þegar einn besti staður í heimi til að eignast börn. Það er varla betri staður en Ísland til að eignast börn. Ég ætla ekki að þykjast vera með lausnir. Enda virðist enginn vera með þær. Öll lönd í heiminum eru að glíma við þetta. En við leysum þetta ekki nema að reyna og við getum ekki grafið hausinn í sandinn gagnvart svona stóru vandamáli. Ég sendi því ákall á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur um að lýsa yfir neyðarástandi vegna barnaskorts á Íslandi. Við þurfum að reyna að finna lausnir og við þurfum að gera það núna. Er einu sinni hægt að leysa þetta? Vissulega er engin rík þjóð búin að leysa þetta. (Nema reyndar Ísrael) En Ísland er í algjörri sérstöðu til að laga þetta vandamál. Aukin meðvitund er að ég tel fyrsta og mikilvægasta skrefið í þessu. VIð erum lítið samfélag og þurfum því ekki það mörg börn í viðbót á ári til að leysa þetta. Við erum að tala um nokkur hundruð börn. Ég sé jafnvel fyrir mér framtíð þar sem fæðingartíðnin gegnir svipuðu hlutverki og verðbólga. Þetta er bara einhver tala sem þarf að halda í jafnvægi, ekki of mikið ekki og lítið. Verum kyndilberar í baráttunni gegn lækkandi fæðingartíðni. Ísland þúsund ár! Höfundur er forritari og Skagfirðingur.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar