Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 26. maí 2025 09:32 Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps slær nú hvert metið á fætur öðru í yfirlýsingum um virkjanir í þágu laxa. Eftir að hann komst til áhrifa í Veiðifélagi Þjórsár er baráttumálið orðið að virkja Þjórsá alla leið og er þar ekkert undanskilið. Við erum að tala um þrjár stórvirkjanir í byggð, en oddvitinn hefur líka verið hlynntur Kjalölduveitu, virkjanahugmynd sem sveitungar hans hafa barist gegn allt frá árinu 1972 til að verja Þjórsárver, hjarta landsins. Sú hugmynd var í verndarflokki rammaáætlunar, Alþingi færði hana þaðan í biðflokk og nú hefur aftur verið lagt til að hún fari í vernd. Þrýstingur á Kjalölduveitu hefur alla tíð verið mikill frá harðasta kjarna orkugeirans, en annars hefur ríkt sátt um vernd þar fyrir friðhelgi miðhálendisins. Veiðifélagið Landsvirkjun Oddvitinn hélt því fram í þættinum Sprengisandi um daginn að saman myndu hann og Landsvirkjun skapa stærsta sjálfbæra laxastofn í heimi. Sjálfur eigi hann að greiða götu allra virkjanaframkvæmda í Þjórsá sem oddviti, talsmaður stjórnvalda, sérstakur talsmaður Landsvirkjunar og formaður veiðifélags – allt fyrir laxinn – eins og Landsvirkjun sé veiðifélag. Oddvitinn gerði hallarbyltingu í veiðifélaginu, af því fyrri stjórn veiðifélagsins trúði ekki á þau vísindi oddvitans að stórtækar virkjanaframkvæmdir væru það besta sem komið gæti fyrir laxastofninn í Þjórsá. Nú vinnur oddvitinn hörðum höndum að framkvæmdum við Hvammsvirkjun, þótt ekkert sé virkjanaleyfið. Allt fyrir laxinn og lífríkið. Maður margra hatta Í sveitarfélögum sem setja sér viðmið og umgengisreglur er gjarnan farið eftir gildum um hæfi og góða siði þannig að menn sitji ekki allt í kringum borðið og semji við sjálfa sig. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur oddvitinn ákveðið að slíkt eigi ekki við. Sjálfur er hann maður margra hatta og segir að þannig eigi það að vera í litlum sveitum. Honum finnst sjálfsagt að vera í senn oddviti, veiðifélagsformaður, stjórnandi framkvæmda, friðlýstra svæða, skipulagsmála, menntunar og viðburða. Oddvitinn vann til dæmis að verndaráætlun Þjórsárdals, þar sem finna má hina friðlýstu náttúruperlu Hjálparfoss. Nú vill hann laxastiga í fossinn, en á það var aldrei minnst við gerð verndaráætlunarinnar, sem oddvitinn tók sjálfur þátt í að semja. Líffræði í laxaparadís Enn eitt höfuðfat Haraldar Þórs er græni hatturinn, En oddvitinn er einmitt heimalærður vatnalíffræðingur. Samkvæmt fræðum hans um ljóstillífun, sjálfbærni og stuðning virkjana við laxastofninn í Þjórsá, verður Suðurland iðandi af laxi upp um alla Þjórsá og þverár, fyrir tilstuðlan nýrra virkjana. Með aðgerðum sem aldrei hafa verið reyndar, en oddvitinn telur borðleggjandi. Þannig á Þjórsá að verða stærsta laxveiðiparadís í heimi og gefa af sér mikla fjármuni. Oddvitinn vísar til sérfræðinga sem telji að Kjalölduveita yrði kórónan á sköpunarverkinu, með henni verði jökuláin silfurtær, sem ýti undir vöxt og viðkomu laxfiska allt frá ósum Þjórsár og langt upp fyrir Þjófafoss. Ósamræmi Það er áhugavert oddviti, vel tengdur Landsvirkjun, sem telur sig þekkja orkumál, lífríki og stjórnsýslu út og inn, hafi vakið máls á því að umdeildasta virkjanatillaga á hálendinu yrði framkvæmd til að styðja enn betur við laxinn í Þjórsá. Segið svo að Landsvirkjun sé ekki veiðifélag. Fróðlegt verður að sjá hvort Landsvirkjun rökstyður þessi laxafræði á sama hátt og Haraldur Þór, fulltrúi virkjana í veiðifélagi Þjórsár. En vísindi hans er í töluverðu ósamræmi við rannsóknir margra líffræðinga, innlendra og erlendra, sem hafa aðeins öðruvísi bakgrunn en oddvitinn. Samvæmt þeim ógna Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun laxastofninum en styðja hann ekki. Hvað Kjalölduveitu varðar er þó gott að vita til þess að ríkisstjórnin mun leggja fyrir Alþingi að hún fari í vernd, hvað sem veiðifélagsoddvitar og lagsmenn þeirra láta það heita. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps slær nú hvert metið á fætur öðru í yfirlýsingum um virkjanir í þágu laxa. Eftir að hann komst til áhrifa í Veiðifélagi Þjórsár er baráttumálið orðið að virkja Þjórsá alla leið og er þar ekkert undanskilið. Við erum að tala um þrjár stórvirkjanir í byggð, en oddvitinn hefur líka verið hlynntur Kjalölduveitu, virkjanahugmynd sem sveitungar hans hafa barist gegn allt frá árinu 1972 til að verja Þjórsárver, hjarta landsins. Sú hugmynd var í verndarflokki rammaáætlunar, Alþingi færði hana þaðan í biðflokk og nú hefur aftur verið lagt til að hún fari í vernd. Þrýstingur á Kjalölduveitu hefur alla tíð verið mikill frá harðasta kjarna orkugeirans, en annars hefur ríkt sátt um vernd þar fyrir friðhelgi miðhálendisins. Veiðifélagið Landsvirkjun Oddvitinn hélt því fram í þættinum Sprengisandi um daginn að saman myndu hann og Landsvirkjun skapa stærsta sjálfbæra laxastofn í heimi. Sjálfur eigi hann að greiða götu allra virkjanaframkvæmda í Þjórsá sem oddviti, talsmaður stjórnvalda, sérstakur talsmaður Landsvirkjunar og formaður veiðifélags – allt fyrir laxinn – eins og Landsvirkjun sé veiðifélag. Oddvitinn gerði hallarbyltingu í veiðifélaginu, af því fyrri stjórn veiðifélagsins trúði ekki á þau vísindi oddvitans að stórtækar virkjanaframkvæmdir væru það besta sem komið gæti fyrir laxastofninn í Þjórsá. Nú vinnur oddvitinn hörðum höndum að framkvæmdum við Hvammsvirkjun, þótt ekkert sé virkjanaleyfið. Allt fyrir laxinn og lífríkið. Maður margra hatta Í sveitarfélögum sem setja sér viðmið og umgengisreglur er gjarnan farið eftir gildum um hæfi og góða siði þannig að menn sitji ekki allt í kringum borðið og semji við sjálfa sig. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur oddvitinn ákveðið að slíkt eigi ekki við. Sjálfur er hann maður margra hatta og segir að þannig eigi það að vera í litlum sveitum. Honum finnst sjálfsagt að vera í senn oddviti, veiðifélagsformaður, stjórnandi framkvæmda, friðlýstra svæða, skipulagsmála, menntunar og viðburða. Oddvitinn vann til dæmis að verndaráætlun Þjórsárdals, þar sem finna má hina friðlýstu náttúruperlu Hjálparfoss. Nú vill hann laxastiga í fossinn, en á það var aldrei minnst við gerð verndaráætlunarinnar, sem oddvitinn tók sjálfur þátt í að semja. Líffræði í laxaparadís Enn eitt höfuðfat Haraldar Þórs er græni hatturinn, En oddvitinn er einmitt heimalærður vatnalíffræðingur. Samkvæmt fræðum hans um ljóstillífun, sjálfbærni og stuðning virkjana við laxastofninn í Þjórsá, verður Suðurland iðandi af laxi upp um alla Þjórsá og þverár, fyrir tilstuðlan nýrra virkjana. Með aðgerðum sem aldrei hafa verið reyndar, en oddvitinn telur borðleggjandi. Þannig á Þjórsá að verða stærsta laxveiðiparadís í heimi og gefa af sér mikla fjármuni. Oddvitinn vísar til sérfræðinga sem telji að Kjalölduveita yrði kórónan á sköpunarverkinu, með henni verði jökuláin silfurtær, sem ýti undir vöxt og viðkomu laxfiska allt frá ósum Þjórsár og langt upp fyrir Þjófafoss. Ósamræmi Það er áhugavert oddviti, vel tengdur Landsvirkjun, sem telur sig þekkja orkumál, lífríki og stjórnsýslu út og inn, hafi vakið máls á því að umdeildasta virkjanatillaga á hálendinu yrði framkvæmd til að styðja enn betur við laxinn í Þjórsá. Segið svo að Landsvirkjun sé ekki veiðifélag. Fróðlegt verður að sjá hvort Landsvirkjun rökstyður þessi laxafræði á sama hátt og Haraldur Þór, fulltrúi virkjana í veiðifélagi Þjórsár. En vísindi hans er í töluverðu ósamræmi við rannsóknir margra líffræðinga, innlendra og erlendra, sem hafa aðeins öðruvísi bakgrunn en oddvitinn. Samvæmt þeim ógna Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun laxastofninum en styðja hann ekki. Hvað Kjalölduveitu varðar er þó gott að vita til þess að ríkisstjórnin mun leggja fyrir Alþingi að hún fari í vernd, hvað sem veiðifélagsoddvitar og lagsmenn þeirra láta það heita. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar