Mestu árásirnar hingað til, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2025 11:32 Mjög umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á Úkraínu undanfarna daga. Almannavarnir Úkraínu Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt sína umfangsmestu dróna- og eldflaugaárás á Úkraínu hingað til. Notast var við 355 dróna, bæði sjálfsprengjudróna og tálbeitur, auk níu stýriflauga. Var það í kjölfar umfangsmikillar árásar á Kænugarð og önnur héruð þar sem notast var við dróna og stýriflaugar. Enn sem komið er hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásum næturinnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir fólk hafa særst og að borgaralegir innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Að minnsta kosti tólf manns létu lífið í árásunum í fyrrinótt en þeim hafði einnig verið lýst sem þeim umfangsmestu þangað til. Þá notuðust Rússar við 69 eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal skotflaugar, og 298 dróna, samkvæmt Úkraínumönnum. Árásirnar síðustu daga eru að miklu leyti sagðar hafa beinst að borgum og bæjum Úkraínu en ekki hernaðarlegum skotmörkum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um þær í nótt og sagði hann meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump. Trump gagnrýndi Selenskí einnig í nótt, fyrir það að „tala eins og hann gerir“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um ummæli Trumps í morgun. Talsmaðurinn sagði að árásirnar hefðu allar beinst að hernaðarlegum skotmörkum og engu öðru. Þá sagði Peskóv að ummæli Trumps einkenndust af geðshræringu. Andlegt álag einkenndi alla sem komið hafa af viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Hann sagði geðshræringuna skiljanlega og þakkaði Trump fyrir aðkomu hans að nýlegum viðræðum í Istanbúl. Sjá einnig: „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskóv einnig að Pútín tæki ákvarðanir um árásir í Úkraínu með öryggi Rússlands í huga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 96 dróna frá Úkraínu hafa verið skotna niður yfir tólf héruðum Rússlands í gærkvöldi og í nótt. Þar af hafi sex verið skotnir niður nærri Moskvu. While Russian drones and missiles kept slamming into Ukrainian residential areas last night, Ukraine continued precision strikes on key Russian military industries in Tula, Tver, Ivanovo and Tatarstan regions, among others. pic.twitter.com/gXH4lecEbe— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) May 26, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. 22. maí 2025 23:23 Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. 21. maí 2025 12:34 Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24 Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Ráðamenn í Finnlandi tilkynntu í dag að þær ætli að nota níutíu milljónir evra af vöxtum frá frosnum sjóðum Rússa til að fjármagna kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn á þessu ári. 19. maí 2025 21:34 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Enn sem komið er hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásum næturinnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir fólk hafa særst og að borgaralegir innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Að minnsta kosti tólf manns létu lífið í árásunum í fyrrinótt en þeim hafði einnig verið lýst sem þeim umfangsmestu þangað til. Þá notuðust Rússar við 69 eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal skotflaugar, og 298 dróna, samkvæmt Úkraínumönnum. Árásirnar síðustu daga eru að miklu leyti sagðar hafa beinst að borgum og bæjum Úkraínu en ekki hernaðarlegum skotmörkum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um þær í nótt og sagði hann meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump. Trump gagnrýndi Selenskí einnig í nótt, fyrir það að „tala eins og hann gerir“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um ummæli Trumps í morgun. Talsmaðurinn sagði að árásirnar hefðu allar beinst að hernaðarlegum skotmörkum og engu öðru. Þá sagði Peskóv að ummæli Trumps einkenndust af geðshræringu. Andlegt álag einkenndi alla sem komið hafa af viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Hann sagði geðshræringuna skiljanlega og þakkaði Trump fyrir aðkomu hans að nýlegum viðræðum í Istanbúl. Sjá einnig: „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskóv einnig að Pútín tæki ákvarðanir um árásir í Úkraínu með öryggi Rússlands í huga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 96 dróna frá Úkraínu hafa verið skotna niður yfir tólf héruðum Rússlands í gærkvöldi og í nótt. Þar af hafi sex verið skotnir niður nærri Moskvu. While Russian drones and missiles kept slamming into Ukrainian residential areas last night, Ukraine continued precision strikes on key Russian military industries in Tula, Tver, Ivanovo and Tatarstan regions, among others. pic.twitter.com/gXH4lecEbe— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) May 26, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. 22. maí 2025 23:23 Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. 21. maí 2025 12:34 Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24 Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Ráðamenn í Finnlandi tilkynntu í dag að þær ætli að nota níutíu milljónir evra af vöxtum frá frosnum sjóðum Rússa til að fjármagna kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn á þessu ári. 19. maí 2025 21:34 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. 22. maí 2025 23:23
Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. 21. maí 2025 12:34
Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24
Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Ráðamenn í Finnlandi tilkynntu í dag að þær ætli að nota níutíu milljónir evra af vöxtum frá frosnum sjóðum Rússa til að fjármagna kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn á þessu ári. 19. maí 2025 21:34