Enski boltinn

Man City vilja Reijnders áður en HM fé­lags­liða hefst

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tijjani Reijnders hlustar á tilboð Man City.
Tijjani Reijnders hlustar á tilboð Man City. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO

Enska knattspyrnufélagið Manchester City mun gera allt sem það getur til að Tijjani Reijnders verði orðinn leikmaður félagsins áður en HM félagsliða hefst þann 15. júní næstkomandi.

Nýtt fyrirkomulag HM félagsliða mun hafa áhrif á margt þegar kemur að heimsfótboltanum og þá sérstaklega leikmannamarkaðinn. Pep Guardiola vill ólmur fá nýjan miðjumann fyrir komandi tímabil og helst áður en sumarmótið hefst.

Ekki er langt síðan Man City var sagt ætla að gera ofurtilboð í Florian Wirtz, miðjumann Bayer Leverkusen. Sá er nú sagður vera á leið til Englandsmeistara Liverpool og Man City hefur snúið sér að Hollendingnum Reijnders.

Sá er talinn sagður hinn fullkomni arftaki İlkay Gündoğan og ætti því að smella sem flís við rass í liði Guardiola. Hollendingurinn átti virkilega gott tímabil með AC Milan og skoraði alls 15 mörk í öllum keppnum.

Talið er að City þurfi að greiða 55 milljónir punda eða níu og hálfan milljarð íslenskra króna til að fá Reijnders frá Mílanó.

@theathleticfc Manchester City are hopeful of signing AC Milan midfielder Tijjani Reijnders, who could be the perfect replacement for Ilkay Gundogan… Jon Mackenzie explains why 🧠 #footballtiktok #soccertiktok #PremierLeague #manchestercity #guardiola #football #soccer ♬ original sound - The Athletic FC

Daily Mail greinir frá því að Morgan Gibbs-White, leikmaður Nottingham Forest, sé einnig á óskalistanum. Vinstri bakvörðurinn Rayan Aït-Nouri er einnig sagður á óskalistanum á meðan Jack Grealish er sagður á förum.

Manchester City endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 71 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×