Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 08:32 Stephanie Case hljóp til sigurs í hundrað kílómetra hlaupi, með sex mánaða dóttur sína á brjósti. @theultrarunnergirl Ofurhlauparinn Stephanie Case náði öllum að óvörum að vinna stærsta ofurmaraþon Bretlands, með sex mánaða dóttur sína á brjósti. Case, sem er 43 ára kanadískur mannréttindalögfræðingur, er þekkt sem „ofurhlaupastelpan“ (e. theultrarunnergirl) á samfélagsmiðlum en síðustu ár hefur hún hins vegar haldið sig frá keppni í hlaupum. Hún hefur nefnilega unnið að því að eignast barn en gengið í gegnum þá erfiðu reynslu sem fósturmissir er, oftar en einu sinni, áður en hún fæddi svo Pepper fyrir hálfu ári. Case sneri svo aftur til keppni með stæl á dögunum, í Ultra-Trail Snowdonia hlaupinu í Wales, og lét sig ekki muna um að gefa Pepper brjóst í keppninni. Pabbinn, John Roberts, fór með dótturina á milli drykkjarstöðva þar sem mæðgurnar höfðu þá báðar færi á að slökkva þorsta. View this post on Instagram A post shared by Strava (@strava) Case var ræst af stað hálftíma á eftir þeim hlaupurum sem fyrir fram voru taldir sterkastir í hlaupinu, og var ekki með neinar væntingar um að komast á verðlaunapall. Hlaupið gekk hins vegar svo vel að hún endaði á að vinna. „Þetta var í alvöru eins og að hjóla – með hverjum kílómetra fann ég að ég hafði ekkert misst á síðustu þremur árum. Raunar hef ég öðlast meiri ánægju og styrk úr þessari íþrótt sem móðir en ég gerði nokkurn tímann áður,“ skrifaði Case á Instagram. „Þó að það hafi brotið í mér hjartað að skilja Pepper litlu alltaf eftir á drykkjarstöðvunum þá vildi ég sýna henni – okkur báðum – hversu magnaðar mömmuhlauparar geta verið,“ skrifaði Case og hvatti nýjar mæður til að vera óhræddar við að setja sér ný markmið. View this post on Instagram A post shared by RUN (@outside_run) Að sama skapi kvaðst hún meðvituð um að þó að saga sín gæti verið hvatning fyrir suma þá gæti hún dregið aðra niður: „Ég er heppin að vera í lagi líkamlega eftir barneignir (með miklum grindarbotnsæfingum!). Sumar eru ekki svo heppnar,“ skrifaði Case og var svo hreinskilin með það að hún hefði ekki alveg haft stjórn á þvagblöðrunni eftir 95 kílómetra hlaup. Case hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið hlaupið, þegar hún kom í mark: „Síðan kíkti einhver á flögutímann hjá mér. Hlaupstjórarnir komu svo til mín og voru bara: „Þú vannst reyndar. Geturðu hlaupið aftur í gegnum markið fyrir myndavélarnar?““ Það gerði Case en var enn í hálfgerðu áfalli yfir því að hafa í alvörunni unnið. Hún sé hins vegar ekki frábrugðin öðrum. „Ég er ekkert sérstök. Ég eignaðist barn og hljóp í keppni. Það ætti að vera eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Case. Case lauk hlaupinu á 16 klukkutímum, 53 mínútum og 22 sekúndum. Hlaup Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Sjá meira
Case, sem er 43 ára kanadískur mannréttindalögfræðingur, er þekkt sem „ofurhlaupastelpan“ (e. theultrarunnergirl) á samfélagsmiðlum en síðustu ár hefur hún hins vegar haldið sig frá keppni í hlaupum. Hún hefur nefnilega unnið að því að eignast barn en gengið í gegnum þá erfiðu reynslu sem fósturmissir er, oftar en einu sinni, áður en hún fæddi svo Pepper fyrir hálfu ári. Case sneri svo aftur til keppni með stæl á dögunum, í Ultra-Trail Snowdonia hlaupinu í Wales, og lét sig ekki muna um að gefa Pepper brjóst í keppninni. Pabbinn, John Roberts, fór með dótturina á milli drykkjarstöðva þar sem mæðgurnar höfðu þá báðar færi á að slökkva þorsta. View this post on Instagram A post shared by Strava (@strava) Case var ræst af stað hálftíma á eftir þeim hlaupurum sem fyrir fram voru taldir sterkastir í hlaupinu, og var ekki með neinar væntingar um að komast á verðlaunapall. Hlaupið gekk hins vegar svo vel að hún endaði á að vinna. „Þetta var í alvöru eins og að hjóla – með hverjum kílómetra fann ég að ég hafði ekkert misst á síðustu þremur árum. Raunar hef ég öðlast meiri ánægju og styrk úr þessari íþrótt sem móðir en ég gerði nokkurn tímann áður,“ skrifaði Case á Instagram. „Þó að það hafi brotið í mér hjartað að skilja Pepper litlu alltaf eftir á drykkjarstöðvunum þá vildi ég sýna henni – okkur báðum – hversu magnaðar mömmuhlauparar geta verið,“ skrifaði Case og hvatti nýjar mæður til að vera óhræddar við að setja sér ný markmið. View this post on Instagram A post shared by RUN (@outside_run) Að sama skapi kvaðst hún meðvituð um að þó að saga sín gæti verið hvatning fyrir suma þá gæti hún dregið aðra niður: „Ég er heppin að vera í lagi líkamlega eftir barneignir (með miklum grindarbotnsæfingum!). Sumar eru ekki svo heppnar,“ skrifaði Case og var svo hreinskilin með það að hún hefði ekki alveg haft stjórn á þvagblöðrunni eftir 95 kílómetra hlaup. Case hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið hlaupið, þegar hún kom í mark: „Síðan kíkti einhver á flögutímann hjá mér. Hlaupstjórarnir komu svo til mín og voru bara: „Þú vannst reyndar. Geturðu hlaupið aftur í gegnum markið fyrir myndavélarnar?““ Það gerði Case en var enn í hálfgerðu áfalli yfir því að hafa í alvörunni unnið. Hún sé hins vegar ekki frábrugðin öðrum. „Ég er ekkert sérstök. Ég eignaðist barn og hljóp í keppni. Það ætti að vera eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Case. Case lauk hlaupinu á 16 klukkutímum, 53 mínútum og 22 sekúndum.
Hlaup Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Sjá meira