Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar 27. maí 2025 12:02 Það vekur furðu að í nýsamþykktri húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar sé gert ráð fyrir að 95,4% allra íbúða sem á að byggja fram til ársins 2033 verði í fjölbýli. Já, þú last rétt lesandi góður, nánast allar íbúðirnar verða í blokkum. Ég veit ekki í hvaða Cheerios-pakka vinstrimeirihlutinn í Reykjanesbæ fann þessa framtíðarsýn, en ég hvet hann þó til að skila vörunni. Ekki misskilja mig, vissulega eiga fjölbýli sinn stað í uppbyggingunni. Sérstaklega fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, en flestir vilja geta stækkað við sig með tímanum. Það er eðlileg þróun; úr leiguíbúð í litlu fjölbýli yfir í raðhús, parhús, tvíbýli eða jafnvel einbýli. En sú leið er nú að lokast. Þegar 95,4% allra nýrra íbúða eru fjölbýli, þá verður sérbýli lúxusvara en ekki raunverulegur valkostur. Það segir okkur a.m.k. einfalt lögmál hagfræðinnar um framboð og eftirspurn. Það blasir við hvað gerist ef þessi stefna meirihlutans fær að halda áfram. Fasteignaverð á sérbýli mun hækka, þar sem eftirspurn verður mikil en framboðið skammarlega lítið. Ungt fólk og barnafjölskyldur sem vilja búa í sérbýli í Reykjanesbæ munu í mörgum tilvikum þurfa að horfa annað. Ég fullyrði að ungt fólk sem flyst frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbæjar er ekki að gera það til að elta þéttingastefnu Samfylkingarinnar, sem er að breyta höfuðborginni í steypuskóg. Þvert á móti horfa margir til Reykjanesbæjar einmitt vegna þess að þar er sérbýli raunverulegur kostur, í bili. Skata í öll mál Það hefur eðlilega verið mikil kergja eftir að húsnæðisáætlun meirihlutans leit dagsins ljós, nema kannski hjá fáeinum samfylkingarmönnum sem telja Reykjavík vera að brillera í uppbyggingarmálum. Svo mikil varð pressan að Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar, sá sig knúna til að bregðast við gagnrýni frá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni opinberlega. Ekki mistókst henni aðeins að svara gagnrýninni efnislega heldur fullyrti hún, eins og ekkert væri eðlilegra, að Reykjanesbær væri „að leggja áherslu á fjölbreytta byggð í uppbyggingu sveitarfélagsins, líkt og kemur fram í húsnæðisáætluninni.“ Já, þú last rétt. Hún kallar þetta fjölbreytta byggð, þrátt fyrir að rúmlega 95% íbúða verði í fjölbýli. Þetta er eins og að bjóða upp á skötu í morgunmat, hádegismat og kvöldmat og halda því svo fram að þú sért að leggja áherslu á fjölbreytt mataræði. Ég ætla allavega að fá að frábiðja mér skötu í öll mál, alveg eins og ég ætla að frábiðja mér það að framtíð allra Suðurnesjamanna sé steypt í sama mót. Við eigum að búa við val og frelsi um það hvar og hvernig við viljum halda heimili. Algjört metnaðarleysi Fjölbreytt húsnæðisuppbygging er ekki bara skipulagsatriði, hún er grundvöllur að góðu og heilbrigðu samfélagi og hefur mikil áhrif á íbúasamsetningu bæjarins. Ef við viljum að ungt fólk velji Reykjanesbæ þá verðum við að tryggja að hér séu raunverulegir valkostir, en ekki einhæf framtíðarsýn byggð á blokkum. Þessi framtíðarsýn Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar lýsir í raun algjöru metnaðarleysi fyrir skipulagi sveitarfélagsins til lengri tíma. Það hvernig húsnæðisuppbyggingin verður hér til næstu ára, hefur gríðarleg áhrif á mannlífið í sveitarfélaginu og ungir Suðurnesjamenn vilja varðveita bæjarbrag Reykjanesbæjar. Ég vil að Reykjanesbær bjóði upp á meira valfrelsi, verði meira eins Reykjanesbær og minna eins og Reykjavík. Höfundur er varaformaður Heimis – félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður nemendafélags fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Húsnæðismál Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Það vekur furðu að í nýsamþykktri húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar sé gert ráð fyrir að 95,4% allra íbúða sem á að byggja fram til ársins 2033 verði í fjölbýli. Já, þú last rétt lesandi góður, nánast allar íbúðirnar verða í blokkum. Ég veit ekki í hvaða Cheerios-pakka vinstrimeirihlutinn í Reykjanesbæ fann þessa framtíðarsýn, en ég hvet hann þó til að skila vörunni. Ekki misskilja mig, vissulega eiga fjölbýli sinn stað í uppbyggingunni. Sérstaklega fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, en flestir vilja geta stækkað við sig með tímanum. Það er eðlileg þróun; úr leiguíbúð í litlu fjölbýli yfir í raðhús, parhús, tvíbýli eða jafnvel einbýli. En sú leið er nú að lokast. Þegar 95,4% allra nýrra íbúða eru fjölbýli, þá verður sérbýli lúxusvara en ekki raunverulegur valkostur. Það segir okkur a.m.k. einfalt lögmál hagfræðinnar um framboð og eftirspurn. Það blasir við hvað gerist ef þessi stefna meirihlutans fær að halda áfram. Fasteignaverð á sérbýli mun hækka, þar sem eftirspurn verður mikil en framboðið skammarlega lítið. Ungt fólk og barnafjölskyldur sem vilja búa í sérbýli í Reykjanesbæ munu í mörgum tilvikum þurfa að horfa annað. Ég fullyrði að ungt fólk sem flyst frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbæjar er ekki að gera það til að elta þéttingastefnu Samfylkingarinnar, sem er að breyta höfuðborginni í steypuskóg. Þvert á móti horfa margir til Reykjanesbæjar einmitt vegna þess að þar er sérbýli raunverulegur kostur, í bili. Skata í öll mál Það hefur eðlilega verið mikil kergja eftir að húsnæðisáætlun meirihlutans leit dagsins ljós, nema kannski hjá fáeinum samfylkingarmönnum sem telja Reykjavík vera að brillera í uppbyggingarmálum. Svo mikil varð pressan að Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar, sá sig knúna til að bregðast við gagnrýni frá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni opinberlega. Ekki mistókst henni aðeins að svara gagnrýninni efnislega heldur fullyrti hún, eins og ekkert væri eðlilegra, að Reykjanesbær væri „að leggja áherslu á fjölbreytta byggð í uppbyggingu sveitarfélagsins, líkt og kemur fram í húsnæðisáætluninni.“ Já, þú last rétt. Hún kallar þetta fjölbreytta byggð, þrátt fyrir að rúmlega 95% íbúða verði í fjölbýli. Þetta er eins og að bjóða upp á skötu í morgunmat, hádegismat og kvöldmat og halda því svo fram að þú sért að leggja áherslu á fjölbreytt mataræði. Ég ætla allavega að fá að frábiðja mér skötu í öll mál, alveg eins og ég ætla að frábiðja mér það að framtíð allra Suðurnesjamanna sé steypt í sama mót. Við eigum að búa við val og frelsi um það hvar og hvernig við viljum halda heimili. Algjört metnaðarleysi Fjölbreytt húsnæðisuppbygging er ekki bara skipulagsatriði, hún er grundvöllur að góðu og heilbrigðu samfélagi og hefur mikil áhrif á íbúasamsetningu bæjarins. Ef við viljum að ungt fólk velji Reykjanesbæ þá verðum við að tryggja að hér séu raunverulegir valkostir, en ekki einhæf framtíðarsýn byggð á blokkum. Þessi framtíðarsýn Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar lýsir í raun algjöru metnaðarleysi fyrir skipulagi sveitarfélagsins til lengri tíma. Það hvernig húsnæðisuppbyggingin verður hér til næstu ára, hefur gríðarleg áhrif á mannlífið í sveitarfélaginu og ungir Suðurnesjamenn vilja varðveita bæjarbrag Reykjanesbæjar. Ég vil að Reykjanesbær bjóði upp á meira valfrelsi, verði meira eins Reykjanesbær og minna eins og Reykjavík. Höfundur er varaformaður Heimis – félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður nemendafélags fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun