Viðskipti innlent

Vextir lækka hjá Ís­lands­banka

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Aðalbygging Íslandsbanka.
Aðalbygging Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm

Íslandsbanki hefur lækkað vexti á út- og innlánum og taka breytingarnar gildi þriðja júní næstkomandi. Ákvörðunin kemur í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans um 0,25 prósent 21. maí síðastliðinn.

Vextir bankans taka eftirfarandi breytingum í næstu viku:

Húsnæðislán

  • Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig og verða 9,25%
  • Breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig og verða 4,75%
  • Fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,05 prósentustig og verða 4,75%

Útlán

  • Óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,25 prósentustig og verða 10,40%
  • Óverðtryggðir kjörvextir Ergo, vextir bílalána og bílasamninga lækka um 0,25 prósentustig
  • Vextir á yfirdráttarlánum lækka um 0,25 prósentustig
  • Vextir á greiðslukortum lækka um 0,25 prósentustig

Innlán

  • Vextir á óverðtryggðum sparnaðarreikningum lækka um allt að 0,25 prósentustig
  • Vextir á verðtryggðum sparnaðarreikningum lækka um allt að 0,25 prósentustig
  • Vextir á veltureikningum lækka um 0,25 prósentustig

Tengdar fréttir

Landsbankinn og Arion lækka vexti

Landsbankinn og Arion banki hafa tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána. Breyttir vextir taka gildi hjá Arion banka þriðjudaginn 27. maí og Landsbankanum þriðjudaginn þriðja júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×