Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 09:25 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka og Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku. Vísir/Anton Brink/Kvika Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Samrunabeiðni stjórnar Íslandsbanka kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallar, en þar segir að stjórnarformanni og bankastjóra Kviku hafi verið sent bréf þess efnis. „Íslandsbanki telur að sameining skapi fjölmörg tækifæri fyrir sameinað banka, hluthafa hans, viðskiptavini og fjármálakerfið í heild. Aukin verðmætasköpun getur meðal annars náðst með aukinni stærðarhagkvæmni sem geti skilað sér til neytenda, fjölbreyttari starfsemi sameinaðs banka, lægri fjármögnunarkostnaði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og umtalsverðum samlegðaráhrifum á tekjur,“ segir í tilkynningunni. Íslandsbanki gerir jafnframt ráð fyrir að aukið markaðsvirði sameinaðs banka muni laða að fjölbreyttari hóp hluthafa, bæði innanlands og utan, sem verði til hagsbóta fyrir núverandi hluthafa og fjármálamarkaðinn í heild. Bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Íslandsbanki telur að viðræður um sameiningu eigi að byggja á markaðsvirði beggja félaga og segir í tilkynningunni að bankinn sé reiðubúinn að bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Kviku við útreikning á skiptihlutföllum. „Enn fremur er bankinn tilbúinn til að ræða fyrirkomulag sem gefi hluthöfum Kviku kost á að fá greitt með hlutabréfum og reiðufé,“ segir í tilkynningunni. Samþykki Kvika þessa tillögu er gert ráð fyrir að forsvarsmenn félaganna hittist til að ræða næstu skref, sem yrðu háð nauðsynlegum leyfum eftirlitsaðila. Félögin eru bæði eftirlitsskyld, skráð á hlutabréfamarkaði og lúta upplýsingaskyldu og því gerir Íslandsbanki ráð fyrir að þörf á áreiðanleikakönnun verði takmörkuð. Íslandsbanki telur að sameining bankanna geti skapað veruleg verðmæti fyrir bæði félög, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Stjórn bankans óskar eftir svari við bréfinu innan tveggja vikna en segist reiðubúinn til að lengja þann frest, ef Kvika óskar þess. Eins og fram kom að ofan óskaði Arion banki eftir samrunaviðræðum við Kviku í gær. Áhugavert verður því að fylgjast með hvernig næstu vikur þróast. Í lok febrúar afþakkað stjórn Íslandsbanka boð um samrunaviðræður við Arion banka þó stjórnin tæki undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum. Íslandsbanki Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Samrunabeiðni stjórnar Íslandsbanka kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallar, en þar segir að stjórnarformanni og bankastjóra Kviku hafi verið sent bréf þess efnis. „Íslandsbanki telur að sameining skapi fjölmörg tækifæri fyrir sameinað banka, hluthafa hans, viðskiptavini og fjármálakerfið í heild. Aukin verðmætasköpun getur meðal annars náðst með aukinni stærðarhagkvæmni sem geti skilað sér til neytenda, fjölbreyttari starfsemi sameinaðs banka, lægri fjármögnunarkostnaði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og umtalsverðum samlegðaráhrifum á tekjur,“ segir í tilkynningunni. Íslandsbanki gerir jafnframt ráð fyrir að aukið markaðsvirði sameinaðs banka muni laða að fjölbreyttari hóp hluthafa, bæði innanlands og utan, sem verði til hagsbóta fyrir núverandi hluthafa og fjármálamarkaðinn í heild. Bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Íslandsbanki telur að viðræður um sameiningu eigi að byggja á markaðsvirði beggja félaga og segir í tilkynningunni að bankinn sé reiðubúinn að bjóða tíu prósent ofan á markaðsvirði Kviku við útreikning á skiptihlutföllum. „Enn fremur er bankinn tilbúinn til að ræða fyrirkomulag sem gefi hluthöfum Kviku kost á að fá greitt með hlutabréfum og reiðufé,“ segir í tilkynningunni. Samþykki Kvika þessa tillögu er gert ráð fyrir að forsvarsmenn félaganna hittist til að ræða næstu skref, sem yrðu háð nauðsynlegum leyfum eftirlitsaðila. Félögin eru bæði eftirlitsskyld, skráð á hlutabréfamarkaði og lúta upplýsingaskyldu og því gerir Íslandsbanki ráð fyrir að þörf á áreiðanleikakönnun verði takmörkuð. Íslandsbanki telur að sameining bankanna geti skapað veruleg verðmæti fyrir bæði félög, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Stjórn bankans óskar eftir svari við bréfinu innan tveggja vikna en segist reiðubúinn til að lengja þann frest, ef Kvika óskar þess. Eins og fram kom að ofan óskaði Arion banki eftir samrunaviðræðum við Kviku í gær. Áhugavert verður því að fylgjast með hvernig næstu vikur þróast. Í lok febrúar afþakkað stjórn Íslandsbanka boð um samrunaviðræður við Arion banka þó stjórnin tæki undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum.
Íslandsbanki Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira