Til hamingju með sjómannadaginn Sigurjón Þórðarson skrifar 31. maí 2025 08:02 Á hátíðardegi sjómanna er tilefni að líta til baka og fara yfir það sem tekist hefur vel. Einnig er ástæða til að fara yfir helstu áskoranir sem blasa við í sjávarútvegi. Margir jákvæðar áfangar hafa náðst á síðustu árum í störfum sjómanna og í sjávarútvegi almennt. Bylting hefur orðið í öryggismálum sjófarenda og sama má segja um öryggi- og vinnuumhverfi á fiskiskipum. Bætt flutningatækni hefur tryggt að gæðaafurðir komast fyrr á disk neytenda í fjarlægum löndum. Það hefur síðan skilað sér í hærra afurðaverði öllum til hagsbóta. Það eru vissulega tækifæri til að gera betur. Í því sambandi vil ég nefna einkum þrjá þætti. Brýnast er að sjómenn fái réttlátan hlut af raunverðmætum, fiskveiðiráðgjöfin verði árangursríkari og styrkja þarf byggðafestuna. Það er einfalt að tryggja réttlátan hlut með því að tengja uppgjör með beinni hætti við gagnsætt og sanngjarnt markaðsvirði. Það er hagur sveitarfélaganna að launakjör sjómanna séu sanngjörn og góð. Það skilar sér með beinum hætti í hærra útsvari. Fiskveiðiráðgjöfin sem átti að skila auknum afla hefur því miður skilað miklu minni afla í öllum fisktegundum sem hafa verið kvótasettar. Því er rétt að endurskoða aðferðafræði sem gengur þvert gegn upphaflegum markmiðum og hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni og skoða hlutina upp á nýtt. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina en margvíslegir líffræðilegir þættir m.a. hægari vaxtarhraði og nýliðun benda eindregið til að bæta megi í veiðina. Skynsamlegt fyrsta skref væri að draga ekki strandveiðiafla frá öðrum veiðiheimildum og gefa sjávarbyggðunum sjálfum rétt til nýtingar á nálægum fiskimiðum. Með því væri ekki aðeins byggðafesta tryggð heldur einnig skynsamleg nýting á fiskimiðum á grunnslóð. Þrátt fyrir mikinn vöxt annarra atvinnugreina á undanförnum árum er sjávarútvegurinn enn ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs og verður það áfram. Þar eins og fyrr gegna sjómenn lykilhlutverki við að draga verðmæti að landi. Á sjómannadeginum heiðrum við þeirra framlag. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Á hátíðardegi sjómanna er tilefni að líta til baka og fara yfir það sem tekist hefur vel. Einnig er ástæða til að fara yfir helstu áskoranir sem blasa við í sjávarútvegi. Margir jákvæðar áfangar hafa náðst á síðustu árum í störfum sjómanna og í sjávarútvegi almennt. Bylting hefur orðið í öryggismálum sjófarenda og sama má segja um öryggi- og vinnuumhverfi á fiskiskipum. Bætt flutningatækni hefur tryggt að gæðaafurðir komast fyrr á disk neytenda í fjarlægum löndum. Það hefur síðan skilað sér í hærra afurðaverði öllum til hagsbóta. Það eru vissulega tækifæri til að gera betur. Í því sambandi vil ég nefna einkum þrjá þætti. Brýnast er að sjómenn fái réttlátan hlut af raunverðmætum, fiskveiðiráðgjöfin verði árangursríkari og styrkja þarf byggðafestuna. Það er einfalt að tryggja réttlátan hlut með því að tengja uppgjör með beinni hætti við gagnsætt og sanngjarnt markaðsvirði. Það er hagur sveitarfélaganna að launakjör sjómanna séu sanngjörn og góð. Það skilar sér með beinum hætti í hærra útsvari. Fiskveiðiráðgjöfin sem átti að skila auknum afla hefur því miður skilað miklu minni afla í öllum fisktegundum sem hafa verið kvótasettar. Því er rétt að endurskoða aðferðafræði sem gengur þvert gegn upphaflegum markmiðum og hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni og skoða hlutina upp á nýtt. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina en margvíslegir líffræðilegir þættir m.a. hægari vaxtarhraði og nýliðun benda eindregið til að bæta megi í veiðina. Skynsamlegt fyrsta skref væri að draga ekki strandveiðiafla frá öðrum veiðiheimildum og gefa sjávarbyggðunum sjálfum rétt til nýtingar á nálægum fiskimiðum. Með því væri ekki aðeins byggðafesta tryggð heldur einnig skynsamleg nýting á fiskimiðum á grunnslóð. Þrátt fyrir mikinn vöxt annarra atvinnugreina á undanförnum árum er sjávarútvegurinn enn ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs og verður það áfram. Þar eins og fyrr gegna sjómenn lykilhlutverki við að draga verðmæti að landi. Á sjómannadeginum heiðrum við þeirra framlag. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun