Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2025 13:49 Volodýmýr Selenskíj (t.v.) og Friedrich Merz (t.h.) við skrifstofur þýska kanslarans í Berlín í dag. AP/Markus Schreiber Þjóðverjar ætla að hjálpa Úkraínumönnum að smíða langdrægar skotflaugar til þess að verjast árásum Rússa. Þetta sagði Friedrich Merz, nýr kanslari Þýskalands, þegar Volodýmýr Selenskíj Úkraínuforseti sótti hann heim í Berlín í dag. Fyrri ríkisstjórn Þýskalands var mótfallin því að styðja Úkraínumenn með langdrægum Taurus-skotflaugum af ótta við að stigmagna átökin við Rússa. Merz hefur aftur á móti boðað að skilyrði um drægi vopna sem Úkraínumenn fá verði afnumin. „Við viljum tala um framleiðslu og ætlum ekki að ræða það í smáatriðum,“ sagði Merz þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann ætlaði að gefa Úkraínumönnum Taurus-flaugar á blaðamannafundi þeirra Selenskíj í dag. Taurus-flaugarnar hafa allt að fimm hundruð kílómetra drægi og með þeim gætu Úkraínumenn ráðist á skotmörk djúpt inni í Rússlandi. Merz nefndi þær ekki með nafni en sagði að til stæði varnarmálaráðherrar ríkjanna skrifuðu undir minnisblað um langdrægar skotflaugar síðar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Rússar hafa hótað því að það hefði skaðleg áhrif á tilraunir til þess að ná friðsamlegri lausn í átökunum ef vesturveldin létu Úkraínumönnum langdrægar skotflaugar í té. Þeir hafa þó ekki sýnt mikinn friðarvilja til þessa og í reynd hunsað viðleitni Bandaríkjastjórnar og Úkraínumanna til þess að koma friðarviðræðum af stað í þessum mánuði. Gera allt til að stöðva friðarviðræður Selenskíj sakaði Rússa enn um að tefja friðarviðræður. Stjórnvöld í Kreml hefðu engin áform um að stöðva meira en þriggja ára gamalt stríð sitt gegn nágrönnum sínum. „Þeir leita stanslaust að ástæðum til þess að stöðva ekki stríðið,“ sagði Selenskíj á blaðamannafundinum með Merz. Þannig hefðu Rússar ekki enn fallist á fundarstað fyrir næstu umferð viðræðna. Lægra settir embættismenn hittust í Tyrklandi á dögunum en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lét ekki sjá sig þar þótt Selenskíj hefði ferðast þangað til að hitta hann. Úkraínski forsetinn segir ennfremur að Rússar hafi safnað saman um 50.000 manna herliði við landamærin að Sumy-héraði í norðanveðri Úkraínu. Gripið hafi verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir meiriháttar sókn þeirra þangað inn. „Stærsta og öflugasta herlið þeirra er núna á víglínunni í Kúrsk. Til þess að hrekja hermenn okkar úr úr Kúrsk og að undirbúa sókn gegn Sumy-héraði,“ segir úkraínski forsetinn. Nord Stream ekki tekin aftur í notkun Merz hét því í dag að ríkisstjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að Nord Stream 2-gasleiðslan sem skemmdarverk voru unnin á fyrir þremur árum yrði tekin aftur í notkun. „Við viljum halda áfram að auka þrýstinginn á Rússland,“ hefur þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle eftir kanslaranum. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Fyrri ríkisstjórn Þýskalands var mótfallin því að styðja Úkraínumenn með langdrægum Taurus-skotflaugum af ótta við að stigmagna átökin við Rússa. Merz hefur aftur á móti boðað að skilyrði um drægi vopna sem Úkraínumenn fá verði afnumin. „Við viljum tala um framleiðslu og ætlum ekki að ræða það í smáatriðum,“ sagði Merz þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann ætlaði að gefa Úkraínumönnum Taurus-flaugar á blaðamannafundi þeirra Selenskíj í dag. Taurus-flaugarnar hafa allt að fimm hundruð kílómetra drægi og með þeim gætu Úkraínumenn ráðist á skotmörk djúpt inni í Rússlandi. Merz nefndi þær ekki með nafni en sagði að til stæði varnarmálaráðherrar ríkjanna skrifuðu undir minnisblað um langdrægar skotflaugar síðar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Rússar hafa hótað því að það hefði skaðleg áhrif á tilraunir til þess að ná friðsamlegri lausn í átökunum ef vesturveldin létu Úkraínumönnum langdrægar skotflaugar í té. Þeir hafa þó ekki sýnt mikinn friðarvilja til þessa og í reynd hunsað viðleitni Bandaríkjastjórnar og Úkraínumanna til þess að koma friðarviðræðum af stað í þessum mánuði. Gera allt til að stöðva friðarviðræður Selenskíj sakaði Rússa enn um að tefja friðarviðræður. Stjórnvöld í Kreml hefðu engin áform um að stöðva meira en þriggja ára gamalt stríð sitt gegn nágrönnum sínum. „Þeir leita stanslaust að ástæðum til þess að stöðva ekki stríðið,“ sagði Selenskíj á blaðamannafundinum með Merz. Þannig hefðu Rússar ekki enn fallist á fundarstað fyrir næstu umferð viðræðna. Lægra settir embættismenn hittust í Tyrklandi á dögunum en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lét ekki sjá sig þar þótt Selenskíj hefði ferðast þangað til að hitta hann. Úkraínski forsetinn segir ennfremur að Rússar hafi safnað saman um 50.000 manna herliði við landamærin að Sumy-héraði í norðanveðri Úkraínu. Gripið hafi verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir meiriháttar sókn þeirra þangað inn. „Stærsta og öflugasta herlið þeirra er núna á víglínunni í Kúrsk. Til þess að hrekja hermenn okkar úr úr Kúrsk og að undirbúa sókn gegn Sumy-héraði,“ segir úkraínski forsetinn. Nord Stream ekki tekin aftur í notkun Merz hét því í dag að ríkisstjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að Nord Stream 2-gasleiðslan sem skemmdarverk voru unnin á fyrir þremur árum yrði tekin aftur í notkun. „Við viljum halda áfram að auka þrýstinginn á Rússland,“ hefur þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle eftir kanslaranum.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira