Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 28. maí 2025 13:00 Nýverið birti ég grein í Kópavogsblaðinu sem bar titilinn „Viljum við að Kópavogur verði eins og Reykjavík?“ þar sem ég fór yfir óvæntar nýjar áherslur í skipulagi Kópavogs. Árið 2015 var kynnt nýtt skipulag fyrir Reykjavík og snerist það allt um Borgarlínuna, lest sem átti að greiða fyrir samgöngur í höfuðborginni. Í gegnum árin hafa hugmyndir um lestar breyst í sporvagna og er nú nýjasta útfærslan að mála strætó bláan og fjölga sérakreinum. Í kjölfarið hefur Reykjavíkurborg eytt mörgum árum og milljónum í að þrengja að bílum, stækka gjaltökusvæði og byggja húsnæði án bílastæða. Allt ætti þetta að styðja við uppbyggingu Borgarlínu og lífsstíls án bíla. Ef veðrátta undanfarnar vikur hefur kennt okkur eitthvað þá ætti það að vera augljóst að fjölskyldur með börn eiga ekki séns í bíllausan lífsstíl, hvað þá fjölskyldur í sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Börn passa einfaldlega ekki inn í plönin og er því ekki að furða að skortur sé á leikskólaplássum, í allri þessari uppbyggingu virðast þau hafa gleymst. Þrátt fyrir þetta sér maður augljós áhrif skemmdarstefnu Reykjavíkur í Kópavogi og nágrenni. Í nýja hverfinu á Kársnesi og fyrirtækjasvæðinu á Dalvegi er nær ómögulegt að fá gesti sökum skorts á bílastæðum, gjaldtökusvæði eru stækkuð og nú skrifar bærinn uppá að borga 315+ milljónir króna árlega í að þrengja að umferð í Kópavogi svo bláu strætóarnir geti keyrt í gegnum hverfin okkar, svo ekki sé minnst á Fossvogsbrúna sem verður dýrari með hverjum klukkutímanum. Á 10 árum hafa Borgarlínuverkefnið og Betri Samgöngur ohf. skilað af sér fallegum 3D myndum og þyngri umferð. Þó ég sé persónulega búinn að fá mig fullsaddann þá tel ég að ákvörðun um framhaldið þurfi að vera í höndum bæjarbúa. Hvenær vorum við spurð hvort við viljum taka þátt í Borgarlínunni? Fækka bílastæðum? Byggja hverfi fyrir bíllausan lífsstíl? Skuldsetja sveitarfélagið okkar svo Reykjavík fái sínu framgengt? Rödd bæjarbúa verður að fá að heyrast og af því tilefni bjóðum við í Miðflokksdeild Kópavogs til samtals við bæjarbúa laugardaginn 7. júní kl. 13:00 í Hamraborg 1. Á næsta ári gefst Kópavogsbúum tækifæri til þess að kjósa um framtíðina í þessum málum. Það verður ekki tekið af bæjarstjórninni að hún hefur gert margt gott í fjármálum bæjarins og fann skammtímalausn í leikskólamálum en nú þarf að grípa í taumanna á Reykjavíkurvæðingu bæjarins áður en bæjarbúar flýja til annarra sveitarfélaga. Það er gott að búa í Kópavogi, höldum því þannig. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Kópavogur Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nýverið birti ég grein í Kópavogsblaðinu sem bar titilinn „Viljum við að Kópavogur verði eins og Reykjavík?“ þar sem ég fór yfir óvæntar nýjar áherslur í skipulagi Kópavogs. Árið 2015 var kynnt nýtt skipulag fyrir Reykjavík og snerist það allt um Borgarlínuna, lest sem átti að greiða fyrir samgöngur í höfuðborginni. Í gegnum árin hafa hugmyndir um lestar breyst í sporvagna og er nú nýjasta útfærslan að mála strætó bláan og fjölga sérakreinum. Í kjölfarið hefur Reykjavíkurborg eytt mörgum árum og milljónum í að þrengja að bílum, stækka gjaltökusvæði og byggja húsnæði án bílastæða. Allt ætti þetta að styðja við uppbyggingu Borgarlínu og lífsstíls án bíla. Ef veðrátta undanfarnar vikur hefur kennt okkur eitthvað þá ætti það að vera augljóst að fjölskyldur með börn eiga ekki séns í bíllausan lífsstíl, hvað þá fjölskyldur í sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Börn passa einfaldlega ekki inn í plönin og er því ekki að furða að skortur sé á leikskólaplássum, í allri þessari uppbyggingu virðast þau hafa gleymst. Þrátt fyrir þetta sér maður augljós áhrif skemmdarstefnu Reykjavíkur í Kópavogi og nágrenni. Í nýja hverfinu á Kársnesi og fyrirtækjasvæðinu á Dalvegi er nær ómögulegt að fá gesti sökum skorts á bílastæðum, gjaldtökusvæði eru stækkuð og nú skrifar bærinn uppá að borga 315+ milljónir króna árlega í að þrengja að umferð í Kópavogi svo bláu strætóarnir geti keyrt í gegnum hverfin okkar, svo ekki sé minnst á Fossvogsbrúna sem verður dýrari með hverjum klukkutímanum. Á 10 árum hafa Borgarlínuverkefnið og Betri Samgöngur ohf. skilað af sér fallegum 3D myndum og þyngri umferð. Þó ég sé persónulega búinn að fá mig fullsaddann þá tel ég að ákvörðun um framhaldið þurfi að vera í höndum bæjarbúa. Hvenær vorum við spurð hvort við viljum taka þátt í Borgarlínunni? Fækka bílastæðum? Byggja hverfi fyrir bíllausan lífsstíl? Skuldsetja sveitarfélagið okkar svo Reykjavík fái sínu framgengt? Rödd bæjarbúa verður að fá að heyrast og af því tilefni bjóðum við í Miðflokksdeild Kópavogs til samtals við bæjarbúa laugardaginn 7. júní kl. 13:00 í Hamraborg 1. Á næsta ári gefst Kópavogsbúum tækifæri til þess að kjósa um framtíðina í þessum málum. Það verður ekki tekið af bæjarstjórninni að hún hefur gert margt gott í fjármálum bæjarins og fann skammtímalausn í leikskólamálum en nú þarf að grípa í taumanna á Reykjavíkurvæðingu bæjarins áður en bæjarbúar flýja til annarra sveitarfélaga. Það er gott að búa í Kópavogi, höldum því þannig. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun